<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 31, 2004

Mánudagsljóðið
3 dagar í skil
eftir það geri ég það sem ég vil
eða næstum, þarf reyndar að ryksuga, vaska upp og taka til.

Listinn
Samkvæmt Wallpaper þá er Köben þriðja besta borgin til að búa í (Zürich númer 1 og Sydney númer 2). Held að menning, lífstíll og design hafi vegið þungt. Hérna er minn topp 5 listi yfir borgir sem mig langar að búa einhvern tíman í:
1. New York
2. London
3. Köben
4. Melbourne
5. Tokyo

sunnudagur, maí 30, 2004

Afmælið á fimmtudaginn var mjög skemmtilegt, grillað og svo drukkuð inni. Björg var sérstaklega hress þetta kvöld og reyndar líka ég, Haukur og RaggaLó í sófanum en við grunum að það hafi verið útaf kökunum. Svo valdi ég að borða litlan frá gömlum kalli í staðin fyrir stóran frá Cindy Croford (rétt skrifað?) en ég hefði þurft að endurskoða dæmið ef það hefði verið LIv Tyler. Svo var farið á Wallstreet þar sem ég náði ekki að vinna Íslandsmeistaratitilinn af Hauki ..svei.

Ég kom aftur til Kolding á laugardeginum og það var svo gott veður að ég fór með teppi, tölvuna, bjór og headphones útí kirkjugarð og lærði þar í 2 tíma, mjög nice, kannski ég fari aftur í dag. Já ég veit að þetta er kirkjugarður en hann er ótrúlega fallegur og þar fær maður líka frið if you know what Im saing;)

Ég er nokkuð viss um að þessi Hugrún sem var kjörin Ungfrú Ísland í gær hafi verið með mér í sveit þegar ég var 9 ára ..hún var þá 6 ára ..ég sá hana nakta ..ég hef því séð Ungfrú Ísland nakta ..hí á ykkur;)

Kona gærdagsins: amma, til hamingju með afmælið!
Kona dagsins: amma aftur


fimmtudagur, maí 27, 2004

Kona dagsins: Sirrý!! Til hamingju með afmælið!..hún ætlar að halda uppá það með grillveislu heima hjá sér í kvöld..best að farað hoppa upp í lest til Köben ..like it aint no thing:)

Lokaverkefnastatus (fyrir þá sem hafa áhyggjur af mér)
skil: 3. júní
próf: c.a. 22 júní
Report: 77% búið
Heimasíða: 85% búin
Líkur á falli:4% ....Líkur á sexu:16% .....Líkur á sjöu:38% .....Líkur á áttu:36% ..... Líkur á níu:5% .....Líkur á tíu:1% .....Líkur á ellefu:0,1% .....Líkur á þrettán: forget about it. (fyrir þá sem ekki vita þá er gefið hæðst 13 hérna í danmörku en einkunnin 12 er ekki til, kannski því að á tólfta degi Jóla þá gaf Gvendur þeim gin í gjöf)

sáttur?: jááájá, svona

Málið með egg er að maður verður bara að vera nógu ákveðinn

miðvikudagur, maí 26, 2004

Ég hef ekkert komist inn á bloggið mitt en ég get hins vegar updeitað það ..veit ekki hvort það liggi niðri hjá ykkur líka.

Ég keypti mér miða á Roskilde Festival eða Hróarskeldu eins og Íslendingar kjósa að kalla hátíðina. Þetta verður rosalega gaman og ég hvet alla að kaupa miða og vera memm. Mér finnst reyndar ekki nógu mikið af góðum böndum þarna en það það er þó margt gott þarna ..er reyndar bara mjög spenntur fyrir 4-6 böndum. Hérna er annars topp 20 listinn minn yfir bönd sem mig langar að sjá á hátíðinni:

1. Morrissey (þetta er það næsta sem maður kemst að sjá The Smiths, svo eru líka solo lögin hans góð)
2. Pixies (einstakt tækifæri að sjá þessa einstöku hlómsveit saman komna aftur)
3. The Shins (síðan ég keypti báðar plöturnar þeirra fyrir stuttu þá hef ég verið ástfanginn af þessu bandi)
4. Franz Ferdinand (Matinee er búið að vera í hausnum mínum í marga daga ..svalir Skotar)
5. David Bowie (hver vill ekki heyra lög eins og China Girl, Ziggie Stardust og öll hin)
6. Blonde Redhead (langaði svo að sjá þau á Íslandi um árið en gat það ekki, núna er tækifærið, mjög cool tónlist ..my style)
7. Korn (já ég var Korn aðdáandi þegar ég var 17-18 ára, þeir eru orðnir sell-out en vonandi heyrir maður gömlu lögin)
8. Under Byen (mjög falleg tónlist, einhversskonar blanda af Björk og Sigur Rós ..hmm, kannski þau fíli Ísland??)
9. Teitur (færeyskur strákur með falleg kassagítarlög, ég er svoddan sökker fyrir róleg lög)
10. Kings of Leon (rock n roll frá USA)
11. Zero 7 (hef ekki heyrt nýjustu plötuna en sú á undan henni er snilld)
12. Graham Coxon (blur gaur gone solo, góður gítarleikari, fínn gaur)
13. N E R D (hef bara heyrt 2 lög með þeim, athyglisvert hvernig þeir blanda saman mismunandi tónlistarstefnum)
14. Muse (hef aldrei verið mikill muse fan, hef líka séð þá áður so..)
15. Meshuggah (Sænskt heavy metal, verður gaman að tékka á nokkrum lögum til að sjá trommarann dobble kikka like crazy)
16. Lali Puna (electro, svipuðum flokki og Zero 7 og AIR)
17. Fatboy Slim (allt í læ að kíkja á nokkur lög með Slimmaranum)
18. Basement Jaxx (og líka með þeim)
19. Ben Harper (soulful gaur)
20. Scissors Sisters (hef aldrei heyrt í þeim en þetta eru víst stelpur sem taka skemmtileg cover lög í sniðugum útfærslum)

Vonandi bætast við fleiri hljómsveitir fljótlega ..þetta er frekar fátæklegt eins og er.

.....yfir í annað ............í gær heyrði ég í lögreglubíl með sírenurnar á bruna upp litlu götuna mína, ég leit út og þá var hún að elta jeppa og löggan náði að keyra í veg fyrir hann, löggan stekkur svo útúr bílnum og setur manninn í handjárn. Hver segir svo að það sé ekki action í Kolding!;)

mánudagur, maí 24, 2004

Mánudagsljóðið

Blóðhlaupin augu
ég næ ekki andanum
ligg allur marinn og
brotinn á hné.
Ég ætla aldrei að hlaupa
eftir strætó aftur!

Líkurnar
að ég falli: 9%
að það rigni: 76%
að ég fari á Hróarskeldu: 94%

Kona dagsins:
Mamma, því ég gleymdi mæðradeginum fyrir löngu ..sorry mom ..og til hamingju!:)

sunnudagur, maí 23, 2004

Já uss þvílíka nörda helgin!

Ef þið viljið að ég linki á ykkar síður látið mig þá vita. Vil ekki vera að linka á þá sem vilja það kannski ekki.

Listinn
5 bestu Bítlaplöturnar að mínu mati:

1. Rubber Soul
2. Abbey Road
3. Revolver
4. Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
5. Magical Mystery Tour

laugardagur, maí 22, 2004

José González verður með tónleika á Loppen 3. júní. Þetta er kassagítartónlist af bestu gerð og Nicolaj Nørlund hitar upp. Er einhver til í að fara með mér á tónleikana?? Tékkið á Crosses og Heartbeats ..eða bara allri Veneer plötunni, maðurinn er snillingur ..José þ.e.a.s.

Hafiði smakkað Yankie kökuna, hún er bara of góð! Fékk mér riiiiiisa sneið rétt áðan með miiiiiklum rjóma! Þetta er eins og risastórt súkkulaðistykki, þið klakabúar missið af miklu!

Ég var nörd í gærkvöld og verð nörd líka í kvöld (wow, ég sé lykt af ljóði coming up) ..ætla bara að læra og taka því rólega ..duglegur dágurinn

vitleysa dagsins: óstöðvandi blóðnasir er erfitt að stöðva.

Ljóð (þó ekki mánudagsljóðið neiiiiiiiiii)
Í gær var ég nörd
og verð það líka í kvöld
þótt það líði öld
þá verð ég alltaf nörd

á morgun verð ég nörd
og hef því engin völd.
Nóttin er mjög köld
því ég er alltaf nörd

Listinn: frægasta nörd allra tíma: Clark Kent
ps Jón Gnarr var einu sinni nörd
pps Vá hvað maður er orðinn ruglaður af þessu reporti! awwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww!

föstudagur, maí 21, 2004

I have some bad news and some bad news..

Var að frá bréf frá Roskilde Festival: "Regarding your request, we are sorry to inform you that based on the introduced web site (rockfeedback.com), we cannot give you accreditation." ..þar fór það

Fékk einnig bréf frá Tuborg Musikhjælp: "...Vi skal derfor beklage, at komiteen for Tuborg Musikhjæl i denne omgang ikke har været i stand til at tildele dig støtte..." ..þar fór það Part II

Veit einhver hvort það sé uppselt á Roskilde Festival?
Veit einhver hvort Dansk Pilsner sé í eigu Tuborg?

...alveg var þetta góða byrjunin á helginni :(

fimmtudagur, maí 20, 2004

Veit einhver hvar ég get fundið upplýsingar um hljómplötusölu hjá einstökum böndum? Og þá er ég ekki að tala um bönd eins og Britney Spiers og Avril Lavigne heldur hjá böndum eins og Portishead, Mazzy Star, Low, Supergrass osfr. Sá sem getur hjálpað mér fær stóran bjór að launum!

Tvö bönd sem eru að gera mjög góða hluti hjá mér:

The Black Keys: grugg blues rokk. Tékkið á laginu Set You Free
The Shins: melódískt indie rokk. Tékkið á lögunum Caring is Creepy og New Slang

annars er heilinn minn að steikjast á þessu reporti..

Maður dagsins: Abraham H. Maslow

miðvikudagur, maí 19, 2004

Mér finnst ekki sniðugt þegar það stendur á kexpakka að það séu c.a. svona og svona mörg kex í einum kexpakka. Auðvitað merkir c.a. að það gætu verið einhver kex til eða frá en auðvitað er aldrei meira í kexpakkanum en þessi c.a. tala. Ég taldi því kexin í þessum kexpakka sem ég var að jappla uppúr til að vera viss, og vúbbívúbb, þau voru 17 en það stóð á pakkanum c.a. 18!! Ég hélt að pakkningin gæti bara verið ein ákveðin stærð ..skvísast átjánda kexið stundum inní og er þá pakkinn hálf opinn eða?? Mér finnst þetta bara lousy trix hjá þessu kex fyrirtæki. Það er jú auðveldara að deila 18 kexum heldur en 17, reyndar ekkert hægt að deila 17 kexum nema með 17 manneskjum en hver gerir það ..."kexið fyrir fótboltaliðið og varamennina". Ég er hérna að tala um Country Oat ..þetta er orðið óvinakexið mitt, ég ætla ekki að kaupa það oftar ..ætla samt að klára það ...meina, ég er nú mannlegur


....já ég veit að ég var að kvarta yfir kexi!

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég er hress gaur því tölvan mín kom óvænt úr viðgerð í dag, alveg 10 dögum fyrr en ég átti von á. Ég þarf því ekki að fara upp í skóla og vinna verkefnið þar. Núna get ég farið í ísskápinn eins oft og ég vil, hlustað á hvaða disk sem ég vil, farið með laptoppinn (hún heitir Hope by the way, heitir eftir Hope Sandoval úr Mazzy Star, þarf þetta ekki allt að heita eitthvað nú til dags??) ..já farið með laptoppinn minn út á tún með bjór og lært ..getiði þetta á Íslandi þið þarna klakabúar haaaa???? ..hélt ekki.

Akkurat núna seint á þriðjudagskvöldi er ég að hlusta á Mogwai. Mér hefur allt fundist þeir bara vera ok ..ekkert meira, ekkert minna ..en að hlusta á þá í headphones opnar nýja vídd inní tónlist þeirra, maður heyrir betur öll skemmtilegu aukahljóðin sem þeir eru með ...jáhh, svona er að HLUSTA á tónlist krakkar.

Maður morgundagsins:
Barbapabbi
speki gærdagsins:
Láttu finna fyrir því þegar mest reynir á Reynir

Listinn:
Versta mynd ever: Perfect Storm

Uppáhalds myndirnar mínar: Almost Famous og Big Lebowski

hvað með ykkur þarna úti ..og þá sérstaklega laumulesarar!

mánudagur, maí 17, 2004

Manudagsljodid

ljodid verdur nuna a ensku thvi eg er uppi skola og thad eru ekki islenskir stafir a tolvunni.

Something in the way
oh great, a road kill
Something in my eye
oh great, a bee
Something in my heart
oh great, im in love

fimmtudagur, maí 13, 2004

hey ég vil að fleiri tjái sig um 5 bestu plötur ever að þeirra mati! (sjá neðar)

ha? hvað gerði ég um helgina?? ég get svo sem sagt frá því..

föstudagur: ekkert

laugardagur: partý og bærinn

sunnudagur: bara rétt byrjaður en ég á eftir að læra og horfa á Payback

spáin:

mánudagur: 1X
þriðjudagur: 2
miðvikurdagur X
fimmtudagur X2
föstudagur 1X2 (best að þrítryggja þennan því allt getur gerst)

....and this is the part where everybody go: WHAT!!??....

Ætlaði að láta þetta vera lokaorðin en ég er með lagagetraun því það er svo vinsælt þessa dagana. Úr hvaða lagi er þessi setning:

and this is the part of the record where everybody said why that cant be number one
Oft hugsa ég um fólk og hluti sem skiptu kannski ekki miklu máli en poppa upp í hausinn á manni án útskýringar.

Hvar er Poison gaurinn?
Hvar er skakkfeis?
Hvar er góðlegi betlarinn?
Hvar er gaurinn í Staur auglýsingunni?
Hvar er happy camperinn?
Hvar er "veistu ekki hver kennitalan þín er" stelpan í videoleigunni þegar ég var 6 ára?
Hvar er stelpan sem á frændann sem samdi "Það stendur ekki á mér"?
Hvar er gaurinn sem var með horið útum allt og ég kallaði Kalla?
Hvar er umsjónarkennarinn minn úr grunnskóla?
Afhverju hættu þeir að framleiða Polo drykkinn?
Afhverju laug ég að saumakennaranum mínum?
Afhverju táraðist ég yfir Armageddon?

..og þið vitið ekkert um hverja ég er að tala eða hvað ég er að bulla. Þetta eru bara pælingar sem skipta engu máli, fannst því vel við hæfi að birta á bloggsíðu sem skiptir engu máli ....or does it????? du ni nee nuu

p.s. ég var að lesa design bók í dag og einn af höfundunum heitir Bill Hill ..aumingja maðurinn ...Kill Bill Hill kannski bara haaaaaaaaa ..jájá fyrir allan peninginn.
Topp 20

Mér finnst gaman að pæla í öllu sem tengist tónlist og því ætla ég að tileinka þessum degi 20 uppáhalds og bestu plötum allra tíma að mínu mati. Þessi listi hefur ekki breyst mikið síðan ég gerði svipaðan lista fyrir ári síðan. Þessi listi gefur líka ágætis hugmynd um hvernig tónlist ég hlusta á. Reyndar hlusta ég sjaldan á sumar af þessum plötum eins og Nevermind með Nirvana og Siamese Dream með Smashing Pumpkins en þær og fleiri eiga heima hérna því þessi listi er "reiknaður" frá upphafi, en nútíminn vegur þungt ..kræst, enough said ...hérna er listinn:

1. Yo La Tengo - And Then Nothing Turned Itself Inside-out
2. Jeff Buckley - Grace
3. Air - Moon Safari
4. Nirvana - Nevermind
5. Sigur Rós - Ágætis byrjun
6. Radiohead - The Bends
7. The Smiths - The Queen is Dead
8. Travis - The Man Who
9. The Strokes - Is This It
10. Interpol - Turn on the Bright Lights
11. Pulp - Different Class
12. Doves - Lost Souls
13. Smashing Pumpkins - Siamese Dream
14. Low - Things We Lost in the Fire
15. Radiohead - OK Computer
16. Mazzy Star - Swan Song
17. Lambchop - Is a Woman
18. The Smiths - Hatful of Hollow
19. Yo La Tengo - Summer Sun
20. Yo La Tengo - I Can Hear The Heart Beating As One

Hverjar eru 5 bestu plötur ever að ykkar mati?

miðvikudagur, maí 12, 2004

Ohh ég er ekki hress gaur. Powerbook druslan hrundi í gær og ég verð að senda hana til Hollands í viðgerð ..ég sem var ný búinn að fá þessa tölvu ..eiga ekki Macintosh tölvurnar að vera svona rosalega góðar?? Þetta tefur mig rosalega, ég var búinn að skrifa þó nokkrar blaðsíður í reportinu. Núna er ég skrifandi í gömlu tölvunni og hún er eins og hjónaband Friðriks og Mary mun vera: bara spurning um tíma hvenær það hrynur ..nei ég segi svona. Ég verð amk að fara alltaf uppí skóla núna að vinna ..and thats no good.

æ ég ætti ekki að kvarta, heilsan er amk í lagi...

þriðjudagur, maí 11, 2004

það er bara allt of gott veður hérna í Danmörku! Ég fór út í Kongens Have (heitir hann ekki það?) í gær með ferðatölvuna mína og lærði undir tré og svo þegar ég var búinn að læra nóg þá fór ég í sólbað og sötraði bjór (reyndar sötraði ég líka bjór á meðan ég var að læra). Það var fullt af fólki þarna og ég fór að pæla hvort þetta fólk þurfi ekki að vinna neitt en svo fattaði ég að ég væri sjálfur þarna ..kannski eru þetta allt skólafólk sem eru að taka sér frí frá próflestrinum. Ég er kominn með mission ..að vinna eins lítið fyrir eins mikinn pening og hægt er svo ég geti hangið úti í góða veðrinu, spilað golf, rokkað, borðað ís ..æ þið vitið ..allt þetta venjulega ..en hvernig fer maður að því? hvar finnur maður svoleiðis vinnu? Gæti maður kannski lifað góðu lífi við að gera ekki neitt? Er það einhvernvegin hægt?

Speki dagsins:
betra er að vera dökkhærður heldur en ljóshærður í mikilli sól

speki gærdagsins:
sigraðu sjálfan þig, en ekki gera jafntefli

Maður dagsins:
Ra

mánudagur, maí 10, 2004

það er erfitt að blogga þegar maður er stanslaust í Köben. Átti fína helgi þar, hitti Pétur og Nonna og við fórum á Stengade 30 ásamt Björgu, Hauki og Sirrý, góð tónlst þar að vanda. Á laugardaginn fór ég með öllu liðinu á Underground ..Svenni ég skora á þig, þú veist að ég er taplaus á móti þér (reyndarbarakeppteinusinnienhvaðmeðþað).

Mánudagsljóðið:

sólin skín og vermir vel
gellur sýna meira skinn
nema ég því allt ég fel
sérstaklega mallann minn
...eftir allan bjórinn
sjórinn
húsgagnalagerstjórinn

fimmtudagur, maí 06, 2004

Í videoherberginu í skólanum eru nokkrir bjórar á hillunni. Ég spurði kennarann hvort að ég mátti fá einn en hann sagði nei.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég held að ég hafi fæðst á þriðjudegi frekar en fimmtudegi. Ég held að líkurnar séu 68% þriðjudagur, 27% fimmtudagur og hinir dagarnir 5% ...nú er bara að spyrja mömmu.

Ég var líka að spá í að ef mér væri boðið upp í dans og lagið væri leiðinlegt, eru þá ekki allar líkur á því að stelpan sé leiðinleg líka? Reyndar held ég að mér hafi ekki verið boðið upp í dans í 12 ár, það var örugglega í grunnskóla og örugglega við Summer of 69. Ég er viss um að það sé hidden meaning í þessu lagi. Þetta hafi örugglega verið sumarið 1987 þegar hann og einhver jussa voru í 69 allt sumarið.

Stundum slefa ég í svefni. Þetta gerist aðallega þegar ég er mjög þreyttur. Einu sinni vaknaði ég í flugvél og slefið út um alla vél, ég er nokkuð viss um að fólk hafi tekið eftir þessu ..enda fékk ég ekki góða þjónustu í því flugi.

þriðjudagur, maí 04, 2004

What's with the song!!?
Nágranninn minn er búinn að vera með Summer of 69 á repeat í marga klukkutíma í dag og í gær. Eins og það er nú leiðinlegt lag (sorry Hawk). Ég hef því sjálfur blastað minni tónlist en ég nota samt headphones því ég tek tillit til minna nágranna! Er búinn að verað hlusta á Stephen Malkmus, Goldfrapp og Magnetic Fields í dag, það bítar Brian F****** Adams I tell ya.

Stelpan sem býr alveg við hliðina á mér (ekki sá sem spilar Brian Adams) heitir Amelie , já eins og stelpan í myndinni en ég hef aldrei séð hana síðan hún flutti inn fyrir nærri því ári síðan! Í dag sá ég hana loksins og hún er ekkert jafn sæt eins og bíó Amelie heldur er hún bara venjuleg ljóshærð stelpa ..enda sagði ég ekki einu sinni hæ við hana.
Speki gærdagsins er nýr liður fyrir þessa fáu sem fíla:

seint koma sumir og þegar þeir koma þá er það kannski bara of seint.

þessi liður verður bara þegar mér hentar ..mmm þvílíka valdatilfinningin sem færist yfir mann að eiga sína eigin bloggsíðu, núna veit ég hvernig útkösturunum líður ..og auðvitað er ég að djóka.

Margt að farað gerast næstu daga. Kannski að koma gestur á morgun, fermingaveisla á föstudaginn, Köben á föstudaginn að hitta Pétur og J-man, þeir ætla að vera yfir helgina, þeir koma ískaldir frá Íslandi en hitna fljótt þegar ég tek þá á djammið. En í næstu viku verð ég að vera súper duglegur að læra. Var nefnilega að fatta að ég er víst í margmiðlunarhönnun eins og Haukur frændi (sjá 2. maí) og ég verð að gera vefsíðu og 30 síðna business report. Ég er reyndar aðeins byrjaður en sannir Íslendingar gera allt á síðustu stundu og oft með góðum árangri, maður vinnur nefnilega oft vel undir pressu, láttu Kíanó Rífs í Speed þekkja það.

Bónus section fyrir áhugasaman lesanda:

fjörðurinn finnur fyrir nærveru minni
eins gott að hann steli ekki geimverunni minni
ef svo gerist þá vakna andar
þeir anda og anda og anda

mánudagur, maí 03, 2004

Mánudagsljóðið

Á hverjum mánudegi ætla ég að koma með ljóð til að koma mér í gegnum erfiða vinnuviku.

barnið með boltann starir stöðugt
synd að sjá það snúa öfugt
því boltinn er ekki vandamálið
heldur barnið sem forðast bálið

sunnudagur, maí 02, 2004

þetta bloggdæmi er bara pínu skemmtilegt (amk núna til að byrja með) ..gaman að gera svona heimasíðu, maður ætti kannski að fara í margmiðlunarhönnun eins og Haukur frændi og læra að búa til heimasíður...

laugardagur, maí 01, 2004

Ég djammaði pínu í gær og þar sem ég er orðinn gamall jálkur þá ætla ég að horfa á sjónvarpið í kvöld enda góðar myndir á stöð 5. Gamanið byrjar kl 20 á Røven fuld af penge eða Caddyshack (so obvious) ..alveg óþolandi þessar þýðingar. Svo er það Escape from Alcatraz ..ég hef aldrei séð þá mynd en þar sem ég fór til Alcatraz fyrir nokkrum vikum síðan þá er vel við hæfi að sjá þessa mynd loksins.
Jæja, þá er enn enn enn enn enn enn ein bloggsíðan komin í loftið. Þessi verður ekkert betri en hinar og ekkert merkilegri. Er bara að þessu því ég bý í litlum bæ útí rassgati og ég hef ekkert betra að gera. Ég skrifa reyndar líka á Dauðaspaðanum en það er meira fyrir Köben liðið. Þessi bloggsíða er meira fyrir alla (hvað ætli allir séu margir??) ..stundum er sjaldan mun oftar en oft ..já þið sjáið hvert þessi bloggsíða stefnir ..stay away my friends, relatives and lovers (úff, en ostalegt). Nei nei, ég er að þessu því það verður fyndið að sjá þetta eftir 10 ár ..svo lærir maður kannski loksins eitthvað í forritun. Sorglegt að verað læra forritun í margmiðlunarhönnun þegar milljónir annara eru betri í því þrátt fyrir enga menntun. Líka sorglegt að vera með enn enn en enn enn enn eina bloggsíðuna ..líka sorglegt að taka það fram aftur. Stefnir í sorglega blogsíðu gott fólk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?