<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 29, 2005

ég spilaði á spil við ömmu í dag, ég glotti þegar ég dró spaðaásinn;)

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Bösted!
Ég og Svanhvít vorum böstuð af löggunni niðrí bæ á föstudagskvöldinu. Við vorum að selja boli eins og við erum búin að verað gera síðustu tvær helgar. Löggan sagði að við yrðum að vera með verslunarréttindi og hafa búðarkassa! Ég var einmitt búinn að kynna mér reglurnar sem eru þær að maður þarf leyfi frá versluninni sem maður er fyrir framan en löggan sagði að maður yrði að vera með vörur frá viðkomandi búð. Þeir tóku svo niður nafn mitt og síma og sögðu okkur að drullast í burtu ..kannski maður endi í jeilinu haaa. Spurning hvort næsti bolur sem við gerum verði: "Ísland -þar sem ekkert má"

Ølympics..
..var mjög skemmtilegt. Keppnin í ár var mjög spennandi. Ég varð mjög fullur mjög fljótt. Jakkinn minn varð mjög blautur mjög fljótt eftir að bjór sprakk í honum. Ég tapaði. Ég tapaði líka í fyrra. Heppinn í ástum, óheppinn í Ölympics? Enginn er eyland. Við erum samt öll sigurvegarar ekki satt? Svo fengum við okkur pizzu á Eldsmiðjunni. Ég stal blautum Eldsmiðjubolum. Ég fór að vega salt. Ég spilaði dauðaspaðann í partýinu hjá Hauki. Sumir þurftu að hafa naríurnar sínar á hausnum. Aðrir þurftu að vera í naríunum hennar Zhaveh. Reyndar sami maðurinn. Svenni. Gauti tapaði líka oft. Hjalti reyndi að húkka far á naríunum. Ég var ekki á naríunum. Ég var samt í naríum. Boxer naríum. Fórum á Ölstofuna. Fórum á 22. Fór heim. Skemmtilegt geim. Ølympics í hverjum mánuði I say. Já líka í desember. Jóla Ølympics jafnvel. Sjáumst þar. Bæ.

föstudagur, ágúst 26, 2005


Nýja útlitið er fundið! Ég hef verið í mörg ár að leita að sjálfum mér. Ég hef prófað mörg mismunandi göngulög, farið í margvíslega trúarflokka, gengið fjöll, drukkið Súkkó frá Sól en það var ekki fyrr en í gær sem ég fann minn innri mann! Þegar ég fann þessi töfragleraugu og setti þau á mig þá breyttist ég í eitthvað ólýsanlegt, eitthvað out of this world. Ég gekk í Kringlunni í dag með nýju gleraugun og mér leið eins og 007, Blink 182, 101 Rottweilerhundum ..allir horfðu á mig eins og ég væri Guð(jón) ..ég var ekki einhver (Guð)jón útí bæ ..heldur fann ég að allir vildu hluta í mér, eiga mig, dýrka mig, dá og snerta ..og nokkrir gerðu það líka. Þetta eru góðir tímar, sé ykkur öll í Ölympics á morgun, sigur er formsatriði með þessum nýja styrk!

p.s. Ég sé í gegnum föt.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Næst þegar þú sérð fallega málað hús, því ekki að spyrja hvaða málning var notuð ..eða þá að spyrja mig hvaða topp 20 lög ég vil heyra í partýum! Hér kemur listi og hann er ekki í neinni sérstakri röð (sorry Pétur):

Blur - There's no other way
Blondie - Heart of glass
Pulp - common people
Joy Division - Love will tear us apart
Dexys Midnight Runners - Come on Eileen
The Strokes - Last nite
The Clash - Rock the casbah
Kaiser Chiefs - I predict a riot
The Smiths - This charming man
Franz Ferdinand - Dark of the matinee
Human League - Don´t you want me
Interpol - Obstacle 1
Madness - Our house
Ramones - Sheena is a punk rocker
The Raveonettes - That great love sound
The Black Keys - Set you free
Duran Duran - Rio
Sophie Ellis Bextor - Murder on the dance floor
Junior Senior - Move your feet
Stealers Wheel - Stuck in the middle with you

jamm jamm jamm, náði ég að sjokkera ykkur smá með Sophie minni:D ..hún er bara töff. Svo fer þetta auðvitað efitr stuði ..ef ég vil bara chilla í sófanum þá er listinn allt öðruvísi. En svona væri mitt partý ..ekki leiðinlegt þar ó nei!

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Helgin var góð og Sísí sá sól. Hersteinn hélt partý á föstudeginum og ég var edrú (hóhóhó!) Ég og Svanhvít fórum niðrí bæ að selja boli. Við vorum pínu stressuð því við höfðum aldrei gert þetta áður .."hvað ef einhver dúddi kemur og mígur á bolina" var ein hugsunin til dæmis. Þetta gekk þó bara mjög vel og salan var titillinn á einni Sigur Rósar plötunum ..þó ekki Vonbrigði. Á menningarnóttinni reyndum við að selja fjölskyldufólkinu frá kl 20 til 22:30 en við seldum bara 3 boli þá. Fórum svo kl hálf 4 um nóttina (of seint) og seldum í rigningunni og salan var mjög góð miðað við það. Einn kani keypti 3 boli fyrir 50 evrur, svo var einn sem keypti með dollurum. Bolir sem seldust upp: "Lítil tippi stækka mest" ..af því að dæma er sú fullyrðing sönn :o

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Mökkur
Mökkur er nýja orðið mitt. Það er hægt að nota það við svo margt: Oh þetta er mökk leiðinlegt þar sem orðið þíðir "mjög". Svo getur merkingin verið "mikið af": Lottó, mökkur af seðlum! Annars er ég búinn að verað leika mér (þar sem ég er crazy) að koma með hin og þessi slógan þar sem mökkurinn fær oft að njóta sín: Ora -mökkur af baunum. Myllubrauð -við búum til brauð, ekki myllur. Kringlan -mökkur af verslunum. Hagkaup -það þarf engan hagfræðing til að fatta hvar hagstæðast er að versla ...VÍS -Besta tryggingin og hér kemur dæmi, Jói og Sigga fóru í ferðalag í húsbílnum sínum, hurru helduru ekki að vindkviða hafi feykt bílnum ofan í á. Það sem Sigga gerir (þar sem Jói lætur Siggu um allt svona) er að hringja... ...ok kannski full langt slógan.

Liggalái
Ég og Svanhvít erum komin í bolabissness. Við ætlum að fara niður í bæ um helgina og selja um nóttina. Við köllum okkur Liggalái og vefsíða á leiðinni þar sem þið getið pantað boli. Ef þið verðið á djamminu endilega kíkið við og kaupið bol á góðum afslætti ef ég þekki þig:) Við verðum sennilega nálægt Prikinu með bás. Hér er smá sneak preview:

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Mökkur af stelpum vs Alice Cooper
Laugardagurinn byrjaði á ístúr með Hauki og Zhaveh og ég fann stað sem er nærri því jafn góður og hóllinn minn góði í Danmörku.


Svo var grillað hjá Hauki sem var nice. Hersteinn mætti líka og hann þykist enn vera unglamb ef eitthvað er að marka þetta Svo var farið í afmæli til Örnu og maður hefði haldið að einhver fegurðarsamkeppni hefði verið í gangi eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Nema hvað, Pétur bauð mér 4 miða á Alice Cooper ásamt baksviðspassa! Þá þurfti gauinn að leggja höfuðið á grillið og velja og hafna. Ég er weak weak man og valdi partýið hjá Örnu ...æi kommon, sjáið kallinn ...sjáið stelpurnar :D Haukur tók fleiri myndir og þið getið séð þær hér


Svo náðist þessi mynd af afmælisbörnunum Örnu og Hersteini.

Ég reyndi að stilla þeim upp eins og þau eru í síðustu bloggfærslu hér fyrir neðan en það var vonlaust að stjórna þessu liði og því sagði ég upp sem uppstillistjóri og hélt áfram kökuáti og bolludrykkju.

Svo fórum við niðrí bæ og þar náðist þessi mynd af ónefndum aðila í röðinni á Oliver!

Kannski hægt sé að nota þessa mynd gegn honum í framtíðinni!? ...kannski ekki.

Farið var á 11 og tjúttað til morguns. Hitti Ingu Dóru og hurru, stelpan bara í bolnum sem ég gaf henni. Orðið "ekki" sést ekki í síðustu setningunni á bolnum ..já Gvendur, vel giskað, mér er sem sagt ekki boðið í næsta afmæli til hennar.



Til hamingju Raggaló!
Raggaló eignaðist á föstudaginn pínkuponsu röggulóing, til hamingju skvísa! Líklegt nafn er víst Nikolai (skrifað rétt?). Ég sem hélt að Guðjón væri alveg gefið:( Ég veit að frændi minn Kakkalakki Parapoki varð líka sár að fá ekki sitt nafn á pjakkinn.

Takk Guggs

Gugga sys var hér á landinu í 2 vikur ásamt Mal og Emil litla og það var fínt að fá systur sína til að stríða og pína eins og í good old days (reyndar var það öfugt farið). Ég hlakka til að sjá húsið þitt í Barcelona, sjáumst aftur hress as a truck!

laugardagur, ágúst 13, 2005

Arna systir mín er 26 ára í dag! Hvernig foreldrar okkar fóru að því að hafa 5 mánuði á milli okkar er mér gáta. Hersteinn á líka afmæli í dag ..kappinn er 27 ára í dag ..til hamingju bæði tvö! kannski þið ættuð að halda sameiginlega afmælisveislu ..sem gæti endað með ýmsu öðru sameiginlegu haaa ..nei ég segi svona ..tala upphátt ..nei meina skrifa upphátt ..eða hljóðlega, því takkarnir á lyklaborðinu eru mjúkir.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Pétur Óskar endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í Holukeppni í gær sem er frábær árangur! Ottó Sig vann á 18. holu eftir mikla dramatík og þar sem ég þekki hann líka þá vil ég óska honum líka til hamingju (en ef ég á eftir að lenda á móti honum í keppni þá get ég mútað honum því ég á mynd af honum þar sem hann er pissandi útá golfvelli á Stellu mótinu).


Eftir mótið borðuðum við á Ruby Thuesday og svo var haldið heim til Péturs þar sem hann bauð mér uppá cider, breezer og baileys ..hmm já ég held að ég hafi misst kynfærin mín við þetta og fengið kvenkyns í staðin!

mánudagur, ágúst 08, 2005

Til hamingju með afmælið Pétur Óskar!
Pétur vinur minn er 26 ára í dag og vil ég óska honum til hamingju með afmælið! Ekki nóg með það að hann eigi afmæli í dag þá er hann kominn í undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann er akkurat núna að keppa og ef hann vinnur sinn leik þá keppir hann til úrslita í dag og þá er ég pottþétt að farað bruna á Hvaleyrina og fylgjast með.

Popppunktur
Ég prófaði þetta spil í fyrsta sinn á föstudaginn hjá Önnu Lind. Við vorum nokkur þar og var spennan alveg í algleymingi nema hvað Anna Lind sá um að svara öllum spurningunum ..ég greinilega veit ekki mikið um tónlist (reyndar var hún oft bara fyrri til að svara;). Við rétt náðum að vinna og því var fagnað niðrí bæ.

I want to take you to a gay bar
Þegar kl var 16 þá sá ég á mbl.is að það væru 40 þúsund manns í bænum og ég bara WOW og hafði samband við Svanhvíti og við fórum strax að búa til nokkra boli til að selja niðrí bæ ..nema hvað við vorum búin að búa til 4 boli kl 19 og þá var bærinn orðinn tómur. Ég ákvað því bara að selja þá um nóttina. Fyrst fór ég í 30. afmæli hjá Ingu Dóru (og ég auðvitað gaf henni bol) ..þetta partý var frábært ..fríar veitingar og vín ..takk fyrir mig! Svo fórum við nokkur niðrí bæ. Eva vinkona Hákons frænda hjálpaði mér að selja forljótan bol sem stóð á "ég er pínu hinsegin". Aðferð: að klæðast einungis bolnum og sá sem keypti fékk ekki bara bolinn heldur flash frá Evu (brjóstasýning fyrir ykkur sem ekki vita). Auðvitað gat Haukur frændi ekki sleppt þessu tækifæri og keypti bolinn á 2500kr! ég held að bolurinn hafi verið í mesta lagi 500kr virði og því fékk hann flashið á 2000kr sem var alveg þess virði að hans mati ..en Haukur ég er með pínu samviskubit ..ég býð þér uppá bjór við tækifæri ..99kr bjór úr Ríkinu. Svo náði ég að selja bol með áletruninni "I want to take you to a gay bar" á 1500kr og annan sem stóð á "Hversu hommalegur er þessi bolur!?". Ég fór ekki inná neina staði heldur var ég bara að flakka á milli fólks að selja bolina sem var MÖKK gaman (en sumir voru RAGIR við að kaupa boli (einkadjók)) ..kannski maður kíki aftur niðrí bæ með nokkra boli um næstu helgi!

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Sirkus Jim Rose
Á fimmtudaginn bauð Árni Már mér á manninn sem kallar ekki allt ömmu sína ..veit ekki alveg hvað amma hans finnst um þessa sýningu hans. Það sem kom fram var m.a. klámstjarna sem hífði upp mótor með brjóstunum, gaur sem boraði uppí nefið á sér með bor, keðjureipitog á milli typpi og píku og fleira sick shit.

Stella Cup

Hið árlega drykkjuboðsmót Stella Cup fór fram síðasta föstudag. Til leiks voru mættir helstu drykkjugolfarar landsins. Þ.a.m. Ólafur Már sem varð í 2. sæti á Landsmótinu (hann tapaði fyrir mér í holukeppni ´97 á sama velli en það er önnur saga) og líka Örn Ævar (vann hann í foursome árið ´92 og það er líka önnur saga ...ég ætla greinilega að lifa á þessum golfafrekum mínum) ..anyway, við strákarnir vorum allir rólegir til að byrja með en skot á fyrstu holu og stöðug bjórdrykkja varð til þess að leikmenn voru orðnir ansi skrautlegir í restina. Hver og einn mátti aðeins nota 4 kylfur og spilaðar voru 9 holur. Ég virðist spila betur svoldið í glasi því ég var +4 eftir 3 holur en ég endaði á +5. Bjössi Halldórs vann á -1 eftir bráðarbana við Derek Moore. Svo var drukkið meira uppí skála og drykkirnir skolaðir niður með pizzu (já ég meinti það svoleiðis). Við fórum svo með rútu á Vegamót og þar var sötrað langt frameftir kvöldi.



Innipúkinn
Var ekki að vonast til að skemmta mér illa drukkinn, útí skógi að leita að tjaldinu þannig ég spilaði save og fór á Innipúkann sem var pakkaður með góðri tónlist. Á laugardeginum sá ég Jonathan Richman, hann er furðulegur dúddi og maður gat ekki annað en hlegið þegar hann tók flaming gay dansinn sinn með Im-on-some-strange-drug svipinn sinn. Cat Power var máttlaus en í þetta sinn var hún ein og því engin ástæða fyrir hana að vera með Jack Daniels flösku á sviðinu (reyndar er það meiri ástæða til að drekka). Mugison var magnaður eins og venjulega ..hann kann að fá áhorfendur á sitt band og mikil stemning myndaðist þegar hann coveraði lagið Fjöllin hafa vakað með mínum heitt hataða Bubba, eða var það Utangarðsmenn ..same shit, different name. Svo var pínu tékkað á Apparat Organ Quartet og Brim.

Á laugardeginum var það Singapore Sling sem voru góðir en allt þetta kvöld var soundið lélegt ..eins og að hljóðkerfið réði ekki við böndin sem spiluðu. Þetta kom best í ljós þegar maður hélt fyrir eyrun en þá náði maður að greina melódíuna í hverju og einu hljóðfæri. Blonde Redhead stóðu sig vel, ég hafði ekki séð þau áður. The Raveonettes var ég hinsvegar að sjá í 4. sinn og þau voru cool eins og alltaf. Trabant voru mjög dansvænir en ég fór í miðju setti til að hitta systur mína á djamminu ..það gerist ekki oft.

..og svo gerðist þetta í dag á Pítunni:
ég: má ég fara á klósettið hjá þér?
hann: er það nokkuð númer 2?
ég: nei númer 1, en ég hitti ekki vel
hann: það er allt í lagi, það eru bara stelpur sem nota klósettið

mánudagur, ágúst 01, 2005

ho ho ho merry Christmas! ..margt búið að gerast undanfarna daga og ég segi frá því á morgun og jafnvel að einhverjar myndir fylgi með.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?