<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 29, 2004

ég fékk að fara úr vinnunni kl 11 því veðrið í dag er viðbjóður. Svo er nú bara síðasti dagurinn hjá mér í vinnunni á morgun því ég fer svo aftur til DK í næstu viku. Ég ætlað vera í bænum um verslunarmannahelgina. Á föstudag er golfdrykkjumótið Stella Cup, þetta er snilldar mót sem hefur verið í nokkur ár hjá okkur félögunum og aðeins má drekka Stellu bjór. Spurning að hafa verðlaunaafhendinguna í Stellu á Laugarveginum og sú sem afhendir bikarinn heiti Stella líka ..Stella ertu til í þetta?;)

Ég náði loks að vinna Björgu í golfi og það á "home of golf" eða Old Course í St Andrews. Í þetta sinn ákvað ég að vera atvinnumaður og þá náði maður loksins að skora, ekkert lengur 106 eða 94 ..heldur 61 högg eða 11 undir pari. Það er aðeins betri árangur en þegar ég spilaði þarna fyrir 9 árum síðan ..þá var ég á áttatíuogeitthvað.

Annars ekkert að frétta, á maður þá ekki bara að vinda sér í bullið eins og vanalega:
the human head weights eight pounds
tilbúna band dagsins: The Overweight whore ..Bandarískt pönk/metal band frá Californiu, trommarinn heitir Jason
Royal grauturinn getur verið tilbúinn á nokkrum mínútum
orð dagsins: if you kill yourself laughing, it will be a funny funeral

þriðjudagur, júlí 27, 2004

hey já ég fór á Prikið á laugardaginn og ég var dansandi við frábæra tónlist, bara hver smellurinn á fætur öðrum (ég vildi að ég ætti þær fætur). Þetta var Pulp, Franz Ferdinand og svoleiðis stöff þannig ég fór uppað dj-inum til að spyrja hann hvað hann kallaði sig ..hann sagði "bara Biggi" þá sagði ég: dj Biggi þá eða? þá sagði hann "nei bara Biggi, eða Biggi í Maus" ..þá var þetta Biggi í Maus og ég tók ekkert eftir því ..vá hvað maður er búinn að vera lengi í Danmörku ..strákurinn var kominn með hár og læti.

Ég auðvitað gleymdi mánudags ljóðinu í gær og síminn hefur ekki stoppað í dag, fólk ekki sátt við að þessi fasti liður hafi gleymdist í gær og margir þurftu að fá áfallahjálp. Ég vil biðja þetta fólk afsökunar ..þetta kemur samt örugglega fyrir aftur though.

gekk niður götuna með fötuna í hendi
settana niður við tjörnina því miður
því öndin andaði á örnin já það er víst siður
höndin henti börnunum með vendi ofaní fötuna

tilbúna band dagsins: Amy749 ..spilar háskólarokk og nu metal

laugardagur, júlí 24, 2004

ég missti mig ..en fannig mig aftur ..í fjöru

Brúðarbandið
ég skellti mér á tónleika með Brúðarbandinu í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudaginn. Þetta eru 7 stelpur (1 til eða frá) sem spila mjög svo einfalt rokk en það er þó að svínvirka. Gítarleikarinn kann ekki mikið meira en 3 grip (ætla vona að hún lesi þetta ekki:) en maður þarf ekkert að kunna fleiri grip til að rokka ..þær sýndu það amk. Ekki var þetta nú flókið hjá Sex Pistols og Sid kunni ekki einu sinni á bassa þegar hann byrjaði en þetta band er talið eitt besta pönk band allra tíma. Unnur, bassaleikarinn í Brúðarbandinu var einmitt með okkur á Hróarskeldu en hún hafði klippt af sér Hróarskelduarmbandið ..uss uss ..ég ætlað þrauka amk út ágúst áður en ég tek það af mér ..þetta er svo endlaust cooooooool þið vitið;)

Afhverju strigaskór?? eru þeir búnir til úr striga???

Maður dagsins: vörðurinn í bílageymsluhúsinu á Hverfisgötunni ..cant find a better man eins og Pearl Jam sagði ..annars þekki ég hann ekki neitt ..kannski er hann wife beater eftir allt saman.

Ég sá bók um Morrissey og Marr á Amazon og mig langar að lesa hana ..svo langar mig að lesa ævisögu Johnny Cash og svo líka bók um Jeff Buckley sem ég keypti í San Francisco en málið er að ég hef aldrei klárað bók ..nema kannski einstaka barnabækur eins og Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á sér. Málið er að ég er hálf lesblindur ..eða ég held það ..er ekki hægt að vera hálf lesblindur eða með ákveðið stig af lesblindu eða er þetta eins og að vera óléttur ..annaðhvort eða??

á fóninum akkurat núna: Tindersticks - Simple Pleasure

Tilbúna band dagsins: Brandon and the Borrowers ..ostakent popp, spila oftast á árshátíðum

þessi bloggfærsla minnir (mynnir??) mig á matinn í vinnunni ..samansafn af afgöngum síðastliðna mánuði ..allt sett í einn graut og svo hrært ..with a twist of lemon!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Things to do in Denver when youre dead:
1. Þykjast vera Ford Escord
2. Fara í snúsnú með Reyni Pétri
3. Telja snakkpoka í súpermarkaði
4. Kaupa vindsæng úr ull
5. Veðja að það sé kominn sunnudagur

..og þar með er ég búinn að missa það..

mánudagur, júlí 19, 2004

wow, ég var nærri því búinn að gleyma mánudags ljóðinu ..hér kemur það:

þú ert eins og hár á höfði mér
það er allt í lagi að ég missi þig
en þú myndar eina heild sem mér er annt um
þannig það er kannski ekki í lagi að ég missi þig
vertu því bara hjá mér og ekki verða grá
ekki fara burt, vertu mér hjá

---

og þetta mun vera versta ljóð sem samið hefur verið ever

sunnudagur, júlí 18, 2004

djammið í gær var ok. Byrjaði í rólegu partíi en fór svo í partý dauðans þar sem gaur var með kjaft við mig, hann var tekinn afsíðis af sameiginlegum vini og talaður til ..er alveg viss um að hann komi frá Selfossi eða Keflavík, með fullri virðingu fyrir þessum stöðum (aahahaha). Þegar við fórum svo öll í bæinn þá splundraðist allir í allar áttir og ég endaði einn á 22 sem var bara alltílæ.
Ég er búinn að verað sólbaðast svoldið þessa helgina plús ég fór í sund í dag þannig ég er að líkjast meira og meira einhverjum chokkó. Næsta skrefið er að fá sér sportbíl með spoiler, kaupa mér 20.000kr sólgleraugu, fara á Felix um helgar og syngja "djöfull er ég flottur" (man einhver eftir því viðbjóðs lagi??)
Ein ung stúlka sem ég þekki (nefni engin nöfn ..köllum hana bara Belvu Jóns) sagði svoldið fyndið. Við keyrðum framhjá Kríuhólunum í Breiðholtinu og hún sagði hey alveg eins og í Sódóma ..Kríuhólar 38! aaahahahah! Ég veit að hún er ekki sátt við mig núna og því á hún örugglega eftir að minnast á eitt sem ég vil helst ekki vita af ..það eru taktarnir mínir í brúðkaupi systur minnar í fyrra. Við vorum að horfa á videoupptökurnar af brúðkaupinu og þar er fólk eitthvað að klappa fyrir mér áður en ég held ræðu og ég fagna með því að veifa höndunum uppí loftið og gera eins og ruðningsspilarar svona "hu hu hu hu" ..ohh þetta var ömurlegt að sjá þetta ..ég man ekkert eftir þessu ...æ þið hefðuð þurft að sjá þetta til að skilja, ég ætti því kannski bara að stroka þessa bloggfærslu út?? æ ég nenni því ekki, ég er þegar búinn að strika út 20bls kenningu um efnasamruna boratíns og letaníns.
Ég og Björg bjuggum til þennan hér: (ekki byggt á reynslu nota bene!:)
Hann: elskan, hvort eigum við að ríða eða borða ísinn fyrst?
Hún: við skulum ríða því tillinn þinn er fljótari að bráðna en ísinn.

laugardagur, júlí 17, 2004

mmm Ísland er best! Öll þessi birta og sólin virðist skína endalaust! Svo er líka svo margt hægt að gera hérna ..ég skrapp í golf með mömmu og pabba í Kiðjaberg og það var nokkuð gaman þrátt fyrir slakt gengi. Svo er ég að fara á Spiderman 2 í hádeginu í VIP salnum í Smáralindinni, Gummi var svo góður að bjóða mér. Oooooog svo er það djammdarammdamm í kvöld með gaurunum í vinnunni ..það jafnast ekkert á við íslenskt sumardjamm haaaaaaaa! Ef þið viljið tékka á mér hafið þá endilega samband ........6963913

ís dagsins: ís með pekanhnetum og karamellu
orð dagsins: sjaldan er hægt að djamma tvö kvöld í röð nema ungur sé og ef þú heitir Haukur eða Gaui eða restin af Köben liðinu;)
Spáin
Lottóið er í kvöld og því ætla ég að gefa ykkur upp hugsanlegar lottótölur kvöldsins. Það er ekkert grín að ég hef mælst 40% skyggn og því eru líkurnar mjög miklar að ég hafi rétt fyrir mér um tölur kvöldsins. Ég vil ekki nota þessa kunnáttu í mína þágu en mér finnst í lagi að aðrir geti nýtt hana. Peningar eru ekki það mikilvægasta í lífinu krakkar. Jæja anyway ..þetta eru tölurnar sem ég sé:
7 10 22 23 30
en svo er ég líka að sjá þessar:
9 14 29 31 37

Þið bjóðið mér bara uppá ís eða eitthvað þegar þið vinnið ..við erum að tala um minnst 4 rétta þannig farið og kaupið miða.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

ég hélt að öll þessi birta hérna á Íslandi myndi lyfta manni upp en ég er ekki að finna fyrir því. Ég kannski sakna bara Danmerkur svona mikið?? Maður er líka að verða 25 ára og það er ekkert í gangi hjá manni ..bara atvinnuleysi framundan ..eðlilegt að maður spyrji sig hvað maður ætli að gera við líf sitt ..æj, annars ég veit ekki hvað ég er að bulla, kannski þarf ég bara að fá knús...

þriðjudagur, júlí 13, 2004

uss uss ég er búinn að vera latur við að blogga, ég held að ég sé að tapa þeim fáu sem koma hingað inn. Svo er þetta að verða að "ég gerði þetta og svo gerði ég hitt" blogg. Ég held bara að hugmyndajónas minn sé að renna úr rúminu. Allir hugsanlegir topp 5 eða 10 eða eitthvað listar hafa verið notaðir ..reyndar ekki en þú veist (eða þið vitið ef þið eruð t.d. heil fjölskylda að lesa bloggið saman) hvað ég meina. Ætli ég sé að keppa við OC ? "Elskan, OC er að byrja" konan: "get ekki horft, ég er að lesa bloggið hans Gauja". Það versta við blogg (sennilega það besta samt) er að maður getur lesið færsluna hvenær sem er og því er ég eiginlega ekki að keppa við neitt eða neinn nema kannski frítíma hvers og eins. Mín hinsta ósk í lífinu er að fólk taki sér sumarfrí til að lesa bloggið mitt ..það væri svoldið cool (fyrir mig) en svoldið sorglegt fyrir þann sem tók sumarfríið. Yes! Ég fékk hugmynd af topp 5 lista ..veiveiveiveivei..
Topp 5 atriði sem ég óska mér í lífinu:
1. að einhver taki sér sumarfrí til að lesa bloggið mitt (þetta var þegar komið fram)
2. að ég semji einhverntíman jafn gott lag og Eina Ósk (heitir samt örugglega eitthvað annað)
3. að fá aftur símtal frá Geira Ólafs
4. að finna upp frumefnið barrotul
5. að slappa af í baði og allt

venjulega endar bloggfærslan á topp eitthvað listanum en þetta er ekki venjulegur dagur því það er búið að vera mjög kalt úti. Ég var nærri því búinn að fossskalast í vinnunni í dag. Hvernig ætli það sé að búa í Frostaskóli?? Það er örugglega mjög kalt en það hefur kannski ekki svo mikil áhrif því það er alltaf skjól. Það væri öruggelga verra að búa á Rigningogrokrasskatsamtágætlegahlýtt ...æ það er örugglega persónubundið.

maður dagsins: Johnson í Johnson & Johnson (seinni Johnsoninn)
setning aldarinnar: eyrnaskjól eru óþörf í Frostaskjóli

Nú væri gaman að hafa poll og athuga hvort ykkur finnst þessi færsla vera fyndin ..því ég er búinn að reynað vera fyndinn ..held að sumum hafi þótt þetta bara skemmtilegt ..aðrir segja "æj Gaui" og sumir segja: "who the fuck is Alice"

mánudagur, júlí 12, 2004

ég byrjaði uppá golfvelli í morgun og ég var settur í að valta grínin og það byrjaði ekki betur en svo að dekkið sprakk á vélinni. Í fyrra náði ég að hella glussa á völlinn á fyrsta degi, svo einn daginn festi ég vélina í sandhóli og svo missti ég slátturunitið 4 sinnum af vélinni á einum mánuði ..tilviljun? nei, ég er bara gaur.

mánudagsljóðið
stjörnurnar hrapa til mín
leysast svo upp í vindi
og verða að þeyttum rjóma
á samvisku bændasamtakanna

föstudagur, júlí 09, 2004

Ísland
Ég er kominn á frostpinnann og það er bara fínt veður hérna ..þá hlýtur að vera rigning í Köben. Ég kíkti með Björgu í golf í gær, sló bara nokkrum boltum á æfingasvæðinu og það gekk bara nokkuð vel ..kallinn hefur engu gleymt;) spurning að koma með comeback haaaaa. Björg var bara drullu góð miðað við byrjanda ..jú og stelpu;) Ætlað skella mér aftur uppá svæði í dag. Ég er svo að farað vinna á golfvellinum í Grafarholti í sumar. Síðasta sumar þá sullaði ég glussa útum allan völl rétt fyrir Meistaramótið ..spurning hvort ég endurtaki þann leik í ár.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Þá er Roskilde Festival loks búið ..úff þetta var gaman en þetta tók líka á!
Haukur frændi er með góða lýsingu á dauðaspaðanum á því sem gerðist en ég skal bæta smá við. Ég sá þessi bönd:
Blonde Redhead, Korn, The Hells, Graham Coxon, Pixies, Teitur, The Hives, Nephew, Iggy & The Stooges, Kings Of Leon, Basement Jaxx, The Shins, Morrissey, Fatboy Slim, Zero 7, Ben Harper and The Innocent Criminals, Franz Ferdinand og Muse. Ég sá sum böndin bara að hluta til. Það sem stóð uppúr var The Shins og Morrissey ..reyndar voru öll þessi bönd sem ég sá alveg í gegn mjög góð.
Drullan á hátíðinni setti stóran strik í reikninginn. Maður nennti stundum ekki að fara af tjaldsvæðinu yfir á tónleikasvæðið út af drullunni. Ég var bara í strigaskóm og var því alltaf að passa mig að stíga ekki í polla. Svo var ég bara með tvær peysur með mér og engan hlýfðarfatnað enda var ég feginn að fá að fara undir punshóið hans Hersteins þegar við horfðum á Iggy Pop í grenjandi rigningu.
Hérna eru hlutir sem ég man eftir af hátíðinni:
* stæðsti hamborgari sem ég hef á ævinni borðað, enda náði ég ekki að klára hann
* spila Festival Slut fyrir rauðsokku sem fílaði það sko ekki!
* kúka tvisvar yfir alla hátíðina
* fara ALDREI í sturtu yfir alla hátíðina
* ganga á milli tjalda og spila sömu 4 lögin sem maður kunni
* halda að stilkurinn á kirsuberi bæri vespa
* vera með kóngulóafóbíu allan tíman, sértaklega inní tjaldinu
* vera fremst á Franz Ferdinand
* að klúðra að vera ekki fremst á Morrissey
* að vera undir partýtjaldi ásamt 15 öðrum í þrumuveðri
* Crap in a can -is your fork in the right crap
* hugmyndin að varpa flúðljósum á þá sem pissa og taka myndir
* hugmyndin að taka frá heilan reit og búa til okkar eigið festival
* láta eins og 10 ára gutti með Hauki með því að sprauta tómatsósu á partítjaldið, hella steiktum lauk yfir allt saman, setja brauðbollur á drulluna, henda eplum í drulluna, færa til tösku sem einhver stelpa átti og setja ostsneiðar í kring og uppréttar bjórdósir í röð, liggja á vindsæng ásamt Hauki á göngustígnum
* örugglega fullt fleira

Ég fór svo ekki að sofa fyrr en kl 3 á mánudeginum en svaf ekki í nema 2 tíma því ég fór aðeins í bæinn með Hersteini og fólki sem var með okkur á hátíðinni en ég fór mjög snemma heim því ég var þreyttari en Scary Movie myndirnar. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hékk með á Hróarskeldu fyrir góðar stundir:)

Yes yes yo, ég er sem sagt kominn aftur í menninguna og get því bloggað meira en ég hef gert. Fer til Íslands á morgun þar sem býður mín 56k módem hjá foreldrunum mínum, yey! (fyrir þá sem ekki vita þá er það crap)

Ég gleymdi mánudagasljóðinu í gær þannig hér kemur það:
drullan flæðir yfir tjaldið
á meðan ég hlusta á enn eitt bandið
kóngulær skríða á mér á nóttunni
sem og öllum mér og Unni

This page is powered by Blogger. Isn't yours?