<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 11, 2004

það er bara allt of gott veður hérna í Danmörku! Ég fór út í Kongens Have (heitir hann ekki það?) í gær með ferðatölvuna mína og lærði undir tré og svo þegar ég var búinn að læra nóg þá fór ég í sólbað og sötraði bjór (reyndar sötraði ég líka bjór á meðan ég var að læra). Það var fullt af fólki þarna og ég fór að pæla hvort þetta fólk þurfi ekki að vinna neitt en svo fattaði ég að ég væri sjálfur þarna ..kannski eru þetta allt skólafólk sem eru að taka sér frí frá próflestrinum. Ég er kominn með mission ..að vinna eins lítið fyrir eins mikinn pening og hægt er svo ég geti hangið úti í góða veðrinu, spilað golf, rokkað, borðað ís ..æ þið vitið ..allt þetta venjulega ..en hvernig fer maður að því? hvar finnur maður svoleiðis vinnu? Gæti maður kannski lifað góðu lífi við að gera ekki neitt? Er það einhvernvegin hægt?

Speki dagsins:
betra er að vera dökkhærður heldur en ljóshærður í mikilli sól

speki gærdagsins:
sigraðu sjálfan þig, en ekki gera jafntefli

Maður dagsins:
Ra
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?