<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég held að ég hafi fæðst á þriðjudegi frekar en fimmtudegi. Ég held að líkurnar séu 68% þriðjudagur, 27% fimmtudagur og hinir dagarnir 5% ...nú er bara að spyrja mömmu.

Ég var líka að spá í að ef mér væri boðið upp í dans og lagið væri leiðinlegt, eru þá ekki allar líkur á því að stelpan sé leiðinleg líka? Reyndar held ég að mér hafi ekki verið boðið upp í dans í 12 ár, það var örugglega í grunnskóla og örugglega við Summer of 69. Ég er viss um að það sé hidden meaning í þessu lagi. Þetta hafi örugglega verið sumarið 1987 þegar hann og einhver jussa voru í 69 allt sumarið.

Stundum slefa ég í svefni. Þetta gerist aðallega þegar ég er mjög þreyttur. Einu sinni vaknaði ég í flugvél og slefið út um alla vél, ég er nokkuð viss um að fólk hafi tekið eftir þessu ..enda fékk ég ekki góða þjónustu í því flugi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?