<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ég fór á Gus Gus síðasta laugardag. Þeir byrjuðu kl 2:30 að spila ..vá hvað Nasa hefur grætt á drykkjum.

Það var djamm á sunnudaginn og ég tók frí í vinnunni á mánudaginn.

Búinn að kaupa mér Canon 350D ...ég hef áhuga á ljósmyndun

Keypti líka 400GB flakkara ...einhversstaðar verður maður að geyma glámið

Camera Obscura verður á Hróarskeldu ..gefur Belle & Sebastian ekkert eftir, tékkið á Lloyd, I´m ready to be heartbroken og If looks could kill

Hey Ásgeir í Tölvulistanum: þú ert mjög un-cool að vera að nota nafnið þitt í auglýsingunum, það finnst öllum þetta hallærislegt og fær mig amk til versla annars staðar.

Áfram Ísland í dag! (sko Íslenska landsliðið í fótbolta ..ekki þátturinn Ísland í dag)

laugardagur, mars 24, 2007

............................................................ég er hænuhaus......................................................................

fimmtudagur, mars 22, 2007

Fór á útgáfutónleika með Ólöfu Arnalds á Nasa og ég skal segja ykkur það: hún er frábær! Ótrúlega hæfileikarík og með einstaka rödd. Hún spilaði alla plötuna sína (heitir Við og við) og hún fékk til sín marga hljóðfæraleikara sér til aðstoðar, þ.á.m. Kjartan úr Sigur Rós.

Fyrir tónleikana borðaði ég á Deco. 5 mínútum áður var mér tjáð að Deco og Domo séu ekki sami staðurinn ..ég sem hélt að ég væri bara að segja nafnið alltaf vitlaust ..svona svipað þegar ég sagði alltaf Chivo þegar ég ætlaði að segja Capo ..mmm muniði!!

"aukalína, komdí partý" ...hversu margir héldu að þetta væri textinn í Sálarlaginu þegar hann í raun segir "hey kanína, komdí partý"? T.d. ég! En í gær uppgötvaði ég að ég er búinn að vera syngja vitlausan texta við eitt þekkt lag í meira en 20 ár! Textinn er: "oh aaaa, listen to the music" en ég hélt alltaf að það væri verið að syngja um herra tónlist eða "mister music" ...boy was I wrong! Hins vegar ætla ég ekki að láta þetta á mig fá og mun ég halda áfram að syngja þetta my way: OOOOHHH AAAAAAA MISTER MUSIC ..ALL THE TIME" ..kom líka í ljós að lagið heitir líka Listen to the music! ..eeeen ekki í mínum huga!

þriðjudagur, mars 20, 2007



Ég var að uppgötva nýja online útvarpsstöð (þú getur líka hlustað á hana í útvarpi ef þú býrð í New Jersey) sem er alveg meiriháttar! Útvarpsþættirnir spila mismunandi tegund tónlistar en eiga það sameiginlegt að spila tónlist sem maður heyrir sjaldan eða aldrei annarsstaðar ..oft týndar perlur sem maður vissi ekki að væru til ..twist, rokkabillí, indie, motown ..you name it ..they play it ..I like it

www.wfmu.org

laugardagur, mars 17, 2007

Ég þori ekki að hringja í þig Ingólfur Guðbrandsson en ef þú lest þetta þá verð ég að segja þér að þetta útlit þitt er ekki að virka. Það er fólk sem hlær að þér og ég veit að þú vilt það ekki. Hættu að ganga með þessa hárkollu (eða hafðu hana amk gráa og leifðu náttúrinni að sjá um þetta). Treystu mér, fólk kann miklu frekar að meta þig hárlausan og óstrektan heldur en svona gervilegan.

Guðbjörg Smáralindadóttir: Hugsaðu aðeins áður en þú tjáir þig. Haltu þínum sora hugsunum fyrir sjálfa þig. Ef ég myndi kalla þig pervertínu á netinu þá geta allir lesið það og þar með er ég búinn að mynda mér skoðun sem erfitt er að breyta. Ég t.d. stend við það sem ég sagði um Ingólf ..ég skal alveg hitta ykkur og við ræðum málin yfir kaffibolla ..eða kakó ef þú fílar það betur.

Hafnfirðingar: þið eruð ekkert að farað missa álverið þótt þeir stækki ekki. Ég skal baða hattinn minn í laxerolíu og borðann ef álverið verður lagt niður. Þarf hvort sem er ekki meira erlent vinnuafl til að fylla í nýju störfin? Finnst ykkur heldur ekki frekar slæmt að það viti enginn með vissu hversu mikið álverið mengar? Ef ég væri John Johnson og væri að flytja til Íslands þá fyndist mér ótrúlegt að það væri álver á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hvað þá að pælingin sé að stækka það! Ég held að álverið skaði andlega og líkamlega heilsu fólks. Ég vann þarna í eitt ár og sjáið hvernig ég er!!

ok þetta er leiðinleg færsla ég vildi að ég gæti tekið hana til baka...

föstudagur, mars 09, 2007

Sorglegt eftirpartý hjá Incubus (en samt töff að hafa farið)

Á föstudeginum fyrir viku borðuðu allir í Incubus á Óðinsvéum og ég var auðvitað á staðnum og fylgdist með. Brandon fannst maturinn góður sem og flestum öðrum. Svo fóru þeir á Kaffibarinn og við líka. Þeir reyndar voru uppi en okkur fannst asnalegt að reyna að troða okkur upp þannig við vorum bara sátt niðri.

Við skelltum okkur frítt á tónleikana því Krista er með sambönd. Tónleikarnir voru fínir. Michael gítarleikari hafði boðið Rakel frænku Kristu á tónleikana og í eftirpartý og því lá leið okkar þangað. Ég hafði alltaf ímyndað mér hvernig það væri að vera backstage á tónleikum í Laugardalshöll ..eins og nú margir hafa spilað þar í gegn um árin ..but believe you me kids, það var eeeeekki alveg að gera sig (en samt töff að hafa farið). Þetta virkaði þannig að allar 12-16 ára stelpurnar söfnuðust við sviðið eftir tónleikana í þeirri von um að fá baksviðspassa. Sumar fengu en nokkrar ekki (þá aðallega þessar 12-13 ára). Svo var öllum smalað saman í lítinn flóðlýstan sal (já eins og réttir, mega cool (pause) not). Reyndar biðum við á ganginum fyrir utan salinn til að byrja með og þar sá ég inn í herbergið sem Incubs gaurarnir voru og meðal annars Brandon á handklæðinu einu saman, ekki mjög merkileg sjón fyrir mig en ég trúi að stelpurnar hefðu ekkert verið á móti því að sjá það sem ég sá. Í flóðlýsta salnum voru allar gelgjurnar vandræðilegar hver í sínu horni. Ég eini gaurinn fyrir utan öryggisverðina. Boðið var upp á bjór sem aðeins ég og kannski 4 aðrir máttu drekka sökum aldurs (coca cola var reddað fyrir hinar stelpurnar).

Incubus gaurarnir komu svo loks inn í salinn og þá hófst vandræðileg stund part II því enginn vissi hvernig þeir áttu að hegða sér. Brandon braut ísinn með því að fara í boltaleik við nokkrar gelgjur. Leikurinn var þannig að hann var með risa stóran bolta og hann var að reynað hitta honum ofan í litla ruslafötu, þegar honum tókst það þá skræktu stelpurnar og klöppuðu. Ég ákvað að spjalla við Michael gítarleikara um eitt ákveðið lag og stuttmyndina hans. Svo talaði ég við Chris sem er DJ-inn og hann var svo út úr kortinu reyktur eins og sést á myndinni...



enda spurði ég hann hvort hann ætti joint handa mér (bara upp á djókið) og hann svaraði "no man I smoked it all earlier today" ...það kom mér ekki á óvart, og svo hélt hann áfram "I even screwed up couple of times man" og ég sagði að fólk hefði ekki tekið eftir því.

Ég náði svo loks að hitta Brandon og þá var þessi mynd tekin...




Þetta var alveg einstök upplifun að hafa verið baksviðs í Höllinni og það á Incubus tónleikum en sorglegra gat það ekki verið (en samt töff að hafa farið).

laugardagur, mars 03, 2007

jæja krakkar hérna er önnur mynd sem ég gerði fyrir stuttu. Þessi verður á uppboði hérna á síðunni út mars. Fyrsta boð er 75.000kr sem er bara brandari. Myndin heitir Sólsetur í dimmunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?