<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 29, 2004

Roskilde Festival

yo yo yo eg er herna a Roskilde Festival, bloggandi i gami sem er a svædinu. Thad ringdi gedveikt i morgun og allt pleisid er eitt drullu svad. Eg er ad fara nuna ad sja fyrsta bandid sidan eg kom herna og thad er islendingur sem heitir Gisli. Eg og Haukur erum bunir ad ljuga ad nokkrum ad thetta se frændi okkar ..kannski er thetta Gisli frændi okkar sem a vist ad vera herna a svædinu ..hann hefur ekki haft samband ..hann vill kannski hafa thetta svona surprise thegar vid sjaum hann a spila.
I gær spiladi eg Festival Sluts nokkrum sinnum og hapunkturinn var thegar margir søfnudust i kring um mig thegar eg spiladi thennan thjodsong festivala.
Eg kannski droppa hingad seinna og segi ykkur fra hvad eg hef sed og gert:)

sunnudagur, júní 27, 2004

Kominn aftur
Ég er búinn að vera netlaus(og vitlaus) í marga daga og hef því ekkert getað bloggað. Svo er ég reyndar að fara á Hróarskeldu á morgun eða hinn og þá get ég heldur ekkert bloggað en svo þegar ég kem af Hróanum þá get ég verið nörd aftur og bloggað þar til mér blæðir.

Rømø
Ég skellti mér í ferðalag um Jótland síðasta miðvikudag með Árna og Kollu. Já í þetta sinn er ég ekki að djóka ein og ég gerði um daginn:) Við vorum á bíl og keyrðum á eyju sem heitir Rømø sem er øa vesturströnd Jótlands. Ströndin þarna er huuuuuge og það mátti keyra á henni. Við keyrðum svo einhvern primitive safari veg þarna um miðja nótt og hann var endlaus og þetta var mjög spúkí ..sem er gott mál.

Útskriftin
ég útskrifaðist um daginn. Útskriftin fór fram í skólanum og við urðum að syngja eitthvað Kim Larsen lag og svo eitt enskt lag sem ég man ekki hvað heitir. Maður var varla að nenna þessu, það sem reddaði mér var ókeypis bjór. Svo var dúndur djamm um kvöldið þar sem kennarinn minn var mjög fullur og talaði mjög opinskátt um ýmis málefni.

Midsommer Fest
já og svo var það fest hjá Hauki ..það var líka cool ..æi ég nenni ekki að skrifa um þetta allt ..ég er þunnur ..þreyttur ..ruglaður ..ég fór samt í körfubolta kl 10 í morgun ..einn ..fór að sofa kl 6:30 ..afhverju þá karfa um morguninn? ..löng sama ..samt ekki ..fuckit, ég er farinn!

mánudagur, júní 21, 2004

Multimedia designer

ja tha er madur bara ordinn margmidlunar honnudur! Fekk nu reyndar bara 7 en eg hafdi einmitt reiknad med thvi. Eg mun sennilega ekkert komast a netid i brad thannig leigid ykkur DVD nuna i stadin. En herna er manudagsljodid eftir sma hle:

ole ole ole ole
ole ole
ole ole ole ole
ole ole

og her med er metnadur minn fyrir manudagsljodinu farinn...

sunnudagur, júní 20, 2004

"Stevens, Im your father, lets go on the road and kill some Icelanders"

próf á morgun! óshitóshitóshitóshitóshitóshitóshit!

Listinn
Topp 5 atriði sem hægt er að gera ef maður fellur:
1. Setjast að í Vestmannaeyjum, vinna í fiski og næla sér í jussu sem á 4 börn fyrir og hund sem heitir Hektor
2. Að drekka og dópa þangið til þú trúir sjálfur að þú hafir virkilega náð
3. Hafa Simpson, Seinfeld og Friends maraþon þangað til þú missir allt samband við raunveruleikann
4. Að ljúga að öllum að þú hafir náð og fara svo til Afríku í hálpastarf en þú segist verað vinna fyrir Dreamworks í USA
5. Taka árið upp aftur (aaaaahahahaha ..riiiiiight!)

fimmtudagur, júní 17, 2004

Björg var að segja mér að það er víst: hæ hó og jibbí jei og jíbbí jei jei það er kominn 17.júní ..sem er reyndar verra!
Hæ hó jibbí jei og jibbíí jei, það er kominn 17. júní! Ég hef aldrei skilið afhverju það er jibbí jei og jibbí jei. Er ekki nóg að segja bara jibbí jei einu sinni?? Afhverju þá ekki alveg eins Hæ hó og hæ hó og jibbí jei og jibbí jei? Eðlilegast væri að segja bara hæ hó og jibbí jei, það er kominn 17. júní. En það passar víst ekki við lagið og því þarf að endurtaka jibbí jei sem er auðvitað dæmi um hugmyndaleysi höfundarinns. Afhverju ekki "hæ þú, veistu frú hvaða dagur er nú, það er kominn 17. júní". Já auðvitað finnst ykkur það asnalegt því þið eruð ekkert vön því en ímyndið ykkur ef lagið hefði allaf verið þannig og svo væri ég að dissa það og kæmi með uppástunguna "hæ hó jibbí jei og jibbí jei", þá myndu allir koma: "riiiiiight, maður hefur ekkert jibbí jei tvisvar Gaui, það væri heimskulegt, þú ert ekkert smá heimskur gaur, ertu frá Selfossi eða??". En lög eiga reyndar stundum að vera með asnalegum textum því þeir festast betur í manni og það gerir lagið eftirminnanlegt. Niðurstaða: auðvitað er þetta ok lag.

Til hamingju annars með daginn kæri landi og eyfetlingar (þetta orð er örugglega ekki til). Ég ætlað fagna deginum með því að fara með Hauki einhvert þar sem einhver hátíðarhöld eru, veit annars voða lítið um hvar og hvernig þetta verður. Svo er partý hjá Sirrý í kvöld og það er bara vonandi að margir mæti svo þetta verði eins og niður í bæ í Reykjavík þegar við vorum unglingar, þvælast með landapelann (ég gerði það reyndar aldrei) og horfa á öll böndin í rigningunni ..sé samt ekki alveg hvernig hægt er að líkja því saman við partíið ..nevermind.

Listinn
Topp 5 atriði sem maður þarf að passa sig á á 17. júní:
1. Harmonikkuballi á Ingólfstorgi
2. Að kaupa ekki landann af frænda kunningja vinar vinar þíns.
3. Að syngja með "mér finnst rigningin góð"
4. Að gleyma að fá sér ekki SS pylsur
5. Að næla sér í útúr drukkna jussu með andlitsmálningu, flagg í hausnum gangandi um í bleiku balletpilsi syngandi "hæ hó jibbí jei og jibbí jei, það er kominn 17. júní!"


þriðjudagur, júní 15, 2004

Vá það hefði sko verið gaman að fara til Prag og MIkanos! Í staðin var ég bara málandi íbúðina. Svona getur maður verið steiktur í hausnum að bulla svona í ykkur, sorrý þið sem trúðuð þessu:)
Þeir tóku 2300dkr af depositinu því það vantaði einn lykil. Bekkjafélagi minn fékk lánaðan lykilinn af þeim sem geymdi hann fyrir mig og ég vissi ekki einu sinni af því, og svo auðvitað týnir hann lyklinum og ég þarf að borga 1500dkr fyrir það. Er ekki að farað sjá þennan bekkjabróður minn borga þennan pening. Svo frétti ég að hann hafi líka týnt lykli af íbúð hjá gaur á fyrsta árinu ..ætli hann sé ekki að safna lyklum ..sumir safna hori og hafa í krukku.

Svo fór ég í klippingu og ég er ekkert ósvipaður Morrissey núna. Er búinn að sjokkera marga með hárinu í dag. Ég veit ekki hvort Haukur hafi verið meira hissa að sjá að ég var kominn svona fljótt frá Grikklandi eða útaf hárinu. Núna sést loksins hvernig ég lít út ..and it aint pretty!

Lisitinn
Ég á ekkert eftir að sakna Kolding neitt voðalega mikið, aðallega hlutir sem maður er feginn að losna við. Hérna er listi yfir það sem ég á eftir að sakna mest og sakna minnst:
Eftir að sakna:
1. Kirkjugarðsins
2. Republikken
3. Mario´s Pizza

Ekki eftir að sakna:
1. Tónlistarsmekk nágrannana
2. Nettes (verslun á horninu)
3. Skólans

mánudagur, júní 14, 2004

er héna hálf fullur á einhverskonar bar/cafe/internet stað. Ég horfði á Danmörk-Ítalía á einum barnm hérna en ég þorði ekki mikið að verað hrópa með Dönunum því lang flestir á barnum voru á bandi Ítala. Reyndar voru þarna 2 Danir en þeir voru svo fullir að þeir vissu varla hvort liðið var hvað.
Ég sofnaði á ströndinni í 2 tíma um daginn en ég hafði sólhlíf yfir mér, annars væri ég eins og beikon og egg á sleazy Bed & Bregfast stað. Ég reddaði mér ódýrri gistingu á svona hostile, ég fer þangað eftir þetta blogg, ég hef enga orku að vera eitthvað að djamma, fólk er reyndar alveg að djamma hérna á virkum dögum því þetta er svo mikill ferðamannastaður á sumrin. Vá ég er bara að fatta núna hvað þetta var mikið flipp hjá mér, veit ekkert hvort ég fái ódýrt flug til baka ..deem, hefði átt að hugsa aðeins fram í tímann ..ég þarf helst að ná til Köben á miðvikudaginn því foreldrar mínir koma þá ..þetta reddast einhvernvegin örugglega. Á morgun stefni ég á bátsferð en ég á örugglega eftir að sofa í sólarhring og missa af morgundeginum ..sjáum hvað gerist.

p.s. Vá ég hélt að bjórinn í Danmörku væri ódýr!!:)
Mikanos

Ég nældi mér í hræódýrt flug frá Prag til Grikklands kl 3 um nóttina. Ég hafði hugsað mér að vera lengur í Prag en þetta flug kostaði mig bara 300dkr en hefði kostað mig 1400dkr hefði ég farið í dag. Ég náði að sjá tvenna tónleika í gær í Prag. Fyrst var það The Sorrores, frekar lélegt upphitunar band en svo kom Effective Medicine og þeir voru þrusu góðir, blanda af pönki og funki.
Ég ætlaði mér aldrei að enda hérna í Grikklandi en mér fannst það bara cool að gera það sem ég hafði bara sagt í hálfgerðu djóki á blogginu fyrir 2 dögum. Anyway, ég er núna kominn á MIkanos sem er eyja á Grikklandi, sól dauðans, fallegar strendur, ískaldur bjór mmm. Ég er alveg drullu þreyttur eftir flugið og ferðalagið hingað til Mikanos, ósofinn en ég ætla ekkert að farað sofa úr þessu ...maður kannski leggur sig á ströndinni í klukkutíma eða svo. Ég ætla svo ekki að fara til Möltu heldur ætla ég að vera hér í 3 daga eða svo. Tala betur við ykkur seinna, það eru amk 3 net café hérna:)

sunnudagur, júní 13, 2004

Prag

Eftir miklar pælingar í gærkvöldi þá ákvað ég að skella mér til Prag eins og ég talaði um. Ég kom öllu draslinu í geymslu og ákvað að skilja íbúðina eftir skítuga og ómálaða, það verður þá bara dregið af depositinu hjá mér, þeir hefður hvort sem er gert það þessi svín. Lestaferðin kostaði mig bara 800kr og ég svaf í ágætis klefa á leiðinni. Eini downerinn var að ég var með gömlum illa lyktandi kalli í klefa. Ég kom svo eld snemma í morgun og byrjaði að fá mér morgunmat á fallegu kaffihúsi. Svo tók ég strætó um stræti borgarinnar, þetta er ótrúlega falleg borg! Ég er núna á netcafé að blogga og ég stefni á að kíkja á eitthvað safn sem er mjög svipað og Ripleys safnið, smelly kallinn í lestinni sagði mér að kíkja á það, það eru víst fáir túristar sem vita af þessu safni og það er líka gott mál. Svo ætla ég að finna tónleika með einhverju Tékknesku bandi í kvöld og drekka svo marga bjóra eins og ég lofaði sjálfum mér. Ég ætlað reporta á morgun þegar ég kemst aftur á internet café.

p.s. Stelpurnar hérna eru nú sætari en ég hélt.

laugardagur, júní 12, 2004

ég veit að ég er latur ..ég veit að ég er mjöööööög latur. Ég nenni ekki að fara með alla kassana í geymslu útí rassgati, ég nenni ekki að þrífa íbúðina, ég nenni ekki að mála, ég nenni ekki að fara niðrí kommúnu og segja mig úr bænum. Ég er að pæla í að labba bara núna frá öllu og fara uppí lest til Prag og fá mér nokkra bjóra, svo ætla ég þaðan til Grikklands og fá mér durum og bjór og svo til Möltu þar sem ég mun setjast að í einhvern tíma.

Kona dagsins: Raggaló! Hefði ógeðslega verið til í að vera með þér í kvöld. Ég skal hugsa til þín þegar ég þríf klósettið;)

föstudagur, júní 11, 2004

ég er víst með tvö tveggja manna tjöld inni hjá mér, ef einhver vill fá annað þeirra fyrir Roskilde eða eitthvað látið mig þá vita fyrir kl 12 á morgun.
"used to belong to Kim Larsen, and now it's yours for free" ..þetta skrifaði ég á einn skápinn sem ég er að gefa. Ég er með alveg 3 hillur, sófa og skrifborð. Ég henti þessu öllu niðrí port þar sem allir labba til að komast inn, setti "gratis" miða á þetta allt saman svo fólk gæti bara valið úr hrúgunni það sem það vildi. Sófinn er farinn og svo var ein hillan farin en henni var svo aftur skilað! Hef ekki kíkt út núna en vonandi er eitthvað búið að fækka í hrúgunni. Ég er sérstaklega að vona að Kim Larsen hillan fari, þetta sölutrix hlýtur að virka. Það er allt komið í kassa í íbúðinni, ég ætla svo að þrífa á morgun og mála á sunnudaginn ..enn ein nörda helgin coming up. Væri rosalega til í að fara í innfluthingspartíið hjá Rögguló en svona er þetta.

Listinn
Topp 5 innflutningsgjafir handa stelpu
1. strákur (buythatguy.com)
2. tígrisdýr (lifandi, fer vel við rúmfötin)
3. MIchael Bolton Greatest Hits (meira fyrir nágrannana)
4. Golfkylfur (sérstaklega þegar hún er ekki í golfklúbb, býr langt frá golfvelli og hefur engar pokabuxur)
5. Myndaalbúm af gömlu flottu íbúðinni (sagan rakin í máli og myndum)

orð dagsins: Hlátur er smitandi, því hlæ ég aldrei

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ég er að farað flytja eins og þið vitið og því er ég að fara í gegnum allt sem ég á því ég get ómögulega verið að dröslast með allt draslið sem ég hef sankað að mér. Ég er að finna gamla tónleikamiða, póstkort, tímarit, myndir og fleira og þá auðvitað hugsar maður til baka þegar maður upplifði þessi augnablik. Svo er eins og maður velji tónlist við hæfi þegar maður fer í gegnum þetta allt saman. Pínu sorglegt að líta til baka en líka pínu broslegt ..góðar og slæmar minningar sem koma upp ..þið hafið eflaust lent í þessu líka þegar þið eruð að flytja er þaggi. En nóg með þetta sentimental crap ..nútíminn er góður og framtíðin er björt og skemmtilegur tími framundan ...Times they are a changin' ...ég væri einmitt það lag ef ég væri lag með Bob Dylan samkvæmt quizi sem ég tók í dag. Ég spilaði einmitt Desire diskinn með honum í dag og það var áður en ég rakst á þetta quiz á einhverri blogsíðunni ..tilviljun? Kannski Bob kallinn eigi afmæli í dag? kannski lenti hann í slysi?? nei ég held að ég sé ekkert sérstaklega tengdur honum á andlegan né líkamlegan hátt ..vona ekki að minnsta kosti.
Semi-Mánudags djamm

Í gær fórum við nokkur á bar um miðjan dag og spiluðum pool og drukkum bjór. Ég náði að vinna íslandsmeistaratitilinn í pool af Hauki en tapaði honum svo til Röggu Ló en náði honum af Hersteini því hann vann hann af Röggu Ló og svo vann ég Röggu Ló og hélt titilinum þangað til Haukur kom og stal honum af mér og þar við sat ..skilduð þið þetta??? Svo var haldið áfram að drekka um kvöldið (meira bara sötrað) og spilað Gettu Betur þar sem ég og Ragga Ló unnum ..ég sem hélt að ég væri með 50 í IQ ...eða kannski var Ragga Ló að halda mér uppi ..jú sennilega.

Ég fer loksins til Kolding í dag til að ganga frá íbúðinni, allir eru velkomnir að mála með mér;)

Ég ætla líka að fara í klippingu, ég held að þið verðið svoldið sjokkeruð næst þegar þið sjáið mig. Spurning um Moby klippingu, eða Eminem klippingu eða gaurinn í By the way myndbandinu með Red hot chilli peppers klippingu ..er ekki viss

mánudagur, júní 07, 2004

Sunnudags djamm

Ég er orðinn skárri í fætinum og fagnaði því með durum á Divan með Hauki. Planið var að taka því rólega yfir video eða eitthvað álíka en við ákváðum að heimsækja Önnu Lind og þar tók á móti okkur ííískaldur Thule. Svo var farið á ekta sleazy bar þar sem bjórinn kostaði 10kr ..það er 120 ísl kr fyrir ykkur klakabúa (hann kostar 600kr á börunum hjá ykkur ef þið hafið gleymit því ..suckers:) Svo fórum við á annan sleazy bar og þar höfðum við persónulegan trúbador og hann tók Wonderwall tvisvar, Jolene tvisvar en því miður tók hann Behind blue eyes tvisvar líka. Ragga Ló kom svo og tók þátt í drykkjunni. Svo skelltum við okkur á internet café kl hálf 2 um nóttina og það var alveg ótrúlega margir þar inni að nördast, því nörduðumst við Haukur líka og spiluðum online pool leik.
Skál dagsins þetta kvöld: Fulla rauðhærða barþjónakellingin með stóra fæðingablettinn á sæta rassinum sínum, maðurinn sem gaf okkur nokkur lög í glymskrattanum, ítalinn sem bakaði pizzur fyrir okkur þrátt fyrir að vera búin að loka, góðan daginn-bless gaurinn, trúbadorinn, fulli barþjónninn nr 2 og eflaust einhverjir fleiri. Óskál kvöldsins: kona pizzugaursins og hægri fóturinn minn.

Í dag er svo planið að fara kaupa nýtt lyklaborð handa Hauki því ég helti bjór yfir það á föstudaginn og rústaði því. Svo ætla Haukur, Anna Lind og Ragga Ló (já þú líka Ló) að kaupa miða á Hróarskeldu og hver veit ..kannski maður taki mánudagsdjamm;)

Mánudagsljóðið
Er það mér að kenna að ég eyðilagði lyklaborð
Er það mér að kenna að það skrifi ekki orð
orð rímar við morð
morð rímar við Stevens

Mynd dagsins: My left foot

sunnudagur, júní 06, 2004

Ái!

Sumarbústaðarferðin í gær var mjög skemmtileg. Bústaðurinn var örugglega notaður sem tökustaður fyrir danskar klámmyndir á áttunda áratuginum. Ströndin var í 200 metra fjarlægð og það kom mjög svo skemmtilegt hljóð þegar gengið var á honum ..þetta var svona dj sandur. Svo spiluðum við fótbolta við dani sem voru í næta bústað og við unnum! Svo unnum við þá líka í drykkjuleik. Ísland 2, Danmörk 0 ..betri en úrslitin úr England-Ísland sem var fyrr um daginn. Það var allt morandi í kóngulóm útum allt en þær bögguðu mig ekkert í þetta sinn, bara ein risa bjalla sem Haukur náði að bjarga mér frá. Svo í blá lokin (it always is) þegar við vorum að fara í bæinn þá sparkaði ég óvart í jörðina þegar ég ætlaði að sparka í fótbolta og eftir það haltraði ég alla leið í bæinn og sársaukinn varð alltaf meiri og meiri þannig ég fór beint heim ...Im out for the season.

föstudagur, júní 04, 2004

Búinn að skila!

Ég skilaði lokaverkefninu mínu í gær og brunaði beint (nánast, eftir 2 bjóra og sonna) til Köben og fór á tónleika með José González. Ég mætti svoldið seint þannig ég sá bara hálfa tónleikana eða svo. Hann coveraði Love Will Tear Us Apart með Joy Division, það var bara flott. Fyrir þá sem vita ekki hvernig hann er þá er hann blanda af Nick Drake, Elliott Smith með twist af spanish guitar ..en þið þarna úti eruð auðvitað engu nær.

Í dag er Haukur frændi að skila sínu lokaverkefni og því ætlum við að fara á fredagsbarinn uppúr hádegi og byrjað djúsa ..ég þarf nú að fagna líka haaaa. Svo er afmælið hans Svenna á morgun. Vonandi að það verði gott veður því við förum öll í sumarhús sem er við ströndina ..best að taka með sér Beach Boys diska.

maður dagsins: Haukur
maður gærdagsins: ég
orð dagsins: ekki láta vaða yfir þig á Nike skóm
Bítlarnir eða Rolling Stones?

miðvikudagur, júní 02, 2004

Þá er popp pjásan Avril Lavigne búin að bætast í Roskilde pottinn ..afhverju þarf allt að vera svona flókið.

Núna eru 19 tímar í skil og allt tilbúið ..á bara eftir að prenta út. Ætla að mæta kl 8 í fyrramálið og prenta þetta út.

Svo er ég að fara á tónleika með José González á Loppen á morgun, þarf sennilega að fara einn því enginn þekkir hann. Það væri ekkert í fyrsta sinn sem ég færi einn á tónleika ..ég fór nú einn á The Strokes hvorki meira né minna síðasta desember. Ef einhver vill koma með þá er sá meira en velkominn:) Svo er það afmæli hjá Svenna á föstudaginn, orðið á götunni er að það verði haldið í sumarbústað ..hef aldrei farið í danskt sumarhús. Svo er ég að flytja úr Kolding 15. júní og ég veit ekkert hvað ég á að gera við draslið mitt ..ég nenni ekki að senda það til Íslands því ég reikna með að koma aftur til DK fljótlega ...er einhver sem vill fá lánað stórt rúm, örbylgjuofn, ristavél, samlokugrill, lampa, græjur, videospólur og fleira??

Er einhver sem vill leigja með mér í Köben í haust?
Veit einhver um vinnu fyrir mig í haust?
Wham eða Duran Duran?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?