<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Næst ætla ég að taka með mér nokkrar áttur og límbandsrúllu þegar ég spila svennann næst!

Er núna með sveittan skallann uppí rúmi (sem er sófinn minn) að sörfa netið og leitað námi sem hentar mér og einnig er ég að fara í gegnum blöð og bæklinga ..aldrei að vita að Nettó sé með nám á tilboði..

Mánudagsljóðið

All I got left of you is your hair in the bathroom sink
and your lipstick on a half empty drink
I wont flush it down the toilet cause I want the memory to last
thats why I keep it as a reminder of our glorious past

föstudagur, janúar 28, 2005

Make music on your Mac

Ég fór á sýningu hjá Apple í gær þar sem þeir sýndu tónlistarforritið Logic Pro 7. Þetta var mjög flott sýning og allt það og auðvitað vil ég ólmur fá þetta forrit eftir að hafa séð sýninguna. Sýningin var haldin í Pumpehuset og hver og einn fékk 2 bjórmiða sem ég auðvitað nýtti vel. Eftir sýninguna var boðið upp á veitingar og þegar ég var búinn að borða eina pizzuslæs þá greip ég samloku og ætlaði að labba út, þá sá ég á gólfinu 2 ónotaða bjórmiða þannig ég auðvitað rauk á barinn og fékk mér bjór. Það hefði verið asnalegt að bara labba út frá bjór ..reyndar leysti ég ekki síðasta miðann út því ég var einn þarna og mér finnst ekkert sniðugt að vera einn að sötra ..hvar voruð þið?? við hefðum getað gert bara djamm úr þessu:)

miðvikudagur, janúar 26, 2005

ég þurfti að fara uppí AF sem er atvinnuleysisbögg. Fór þar á fund ásamt 5 öðrum. Ég skildi ekki eitt orð af því sem konan sagði sem hélt fundinn. Og þegar hinir hlógu þá hló ég bara með "hahahahaha" æ frekar neyðarlegt allt saman. En ég komst í gegnum fundinn án þess að ég hafi verið spurður að neinu. Svo fór ég í viðtalstíma bara ég einn og þá lenti ég á konu sem ég skildi. Ég á að mæta til einhvers gaurs á föstudaginn og það á að reynað setja mig í einhvern kúrs eða prógram eða eitthvað, konan á fundinum útskýrði það víst voða vel skilst mér. Ég ætlað reynað koma mér í skóla í haust ..man ekkert hvað er hægt að læra ..man að það var hárgreiðsludeild á móti margmiðlunardeildinni sem ég var í ..ég man lítið meira en það frá náminu í Kolding, jú svo var einhver asnalegur gaur í bekknum ..margir vilja meina að það hafi verið ég ..æ þetta er allt asnalegt eitthvað. Er internet tenging á Suðurpólnum ..margt vitlausara en að skella sér þangað ..já margt vitlausara...

mánudagur, janúar 24, 2005

Topp 10 vinsælustu lögin hjá mér árið 2004

1. Hope Sandoval - Suzanne
2. Franz Ferdinand - Matinee
3. The Black Keys - Set you free
4. José González - Crosses
5. Blur - Out of time
6. Electric Six - Danger, high voltage
7. The Shins - New slang
8. Interpol - Obstacle 1
9. Lambchop - I can hardly spell my name
10. M. Ward - Vincent O'Brien

Danir eru fun/funny
Eins og allir vita þá er "skemmtilegt" fun á ensku og "fyndinn" er funny. Danir rugla þessu hinsvegar saman, eða þeir hafa aldrei heyrt um orðið "fun" því hver einasti dani sem ég hef hitt segir funny þegar þeir meina fun. "The concert was really funny" þegar þetta voru kannski graf alvarlegir tónleikar. Oh danir, þeir geta verið svoldið fun ..meina funny ..æ fuck it.

föstudagur, janúar 21, 2005

Tók létt djamm í gær, það var kominn tími til að maður færi eitthvað út. Ég, Daði, Geir og Hersteinn fórum á bar sem heitir Bo-Bi ..hálfgerður jazz pöbb, mjög kósí og það var jazzband sem spilaði alveg ofan í okkur. Svo kom Hanna Lilja sem er stelpa sem ég kynntist útá kanarí. Hún kom með 100 vinkonur sínar og einn gaur. Svo fórum við á LA bar ...aaa núna man ég, Hersteinn gaf mér staup og þessvegna er ég með svona mikinn hausverk ..já og svo bara taxi heim því ég á heima útí rassgati og lestin gengur ekki þangað um miðja nótt.

Ég man að þegar ég var einn á Moose í gær og beið eftir liðinu að þá skrifaði ég hálfgert ljóð/pælingar á blað og man að þetta var algjör snilld sem ég skrifaði en svo auðvitað týndi ég þessum miða, ég ætlaði að birta þetta hérna en... crap.

Vinsældarlistinn

1. Jens Lekman - the cold swedish winter
2. Jens Lekman - tram #7 to heaven
3. Snow Patrol - gazed knees
4. Mugison - murr murr
5. Joanna Newsom - this side of the blue

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Draumar

Draumar geta verið svo skrítnir. Í nótt dreymdi ég að ég væri staddur í stórri búð sem var svipuð og Byggt og Búið eða Húsasmiðjan. Þar var leikur fyrir viðskiptavini sem gekk út á það að þú fékkst 3 pílur og þú áttir að henda þeim í þann hlut sem þú vildir eignast, pílan þurfti að festast í hlutnum og þá yrði hann þinn. Þetta var mest allt mismunandi nammi, súkkulaðistykki og þessháttar. Ég hitti 2 fyrstu pílunum í toblerone pakka og eitthvað annað stykki. Svo vissi ég ekki hvað ég ætti að reynað hitta með þeirri síðustu. Þá benti Theó systir mér á að reyna hitta eitthvað af hlutunum sem héngu í loftinu. Loftið var mjööög stórt, örugglega 50 metrar til lofts og þar héngu allskins mublur og annað flott stuff. Ég vissi að það yrði erfitt að láta píluna festast því þetta var svo langt í burtu en ég henti af öllum krafti og hey, pílan festist í þessu fína borði! Þá þufti gaur sem vann þarna að taka borðið niður ("leikinn" af gaur sem var einn af upptökustjórunum í Truman Show sem ég sá í gær). Hann notaði einhversskonar lyftara og þegar hann var að hífa það niður þá dettur borðið og bein ofan á hann og hann deyr, splatter og alles, blóð út um allt. Allt í einu er eins og ég sé líka að vinna þarna því ég hleyp að dyrunum til að læsa svo fleiri kúnnar komi ekki inn í búðina (ég sveiflaðist svo á hurðinni út og svo aftur inn, erfitt að útskýra) og ég segi öllum kúnnunum að ekki fara í þessa átt þar sem gaurinn lægi. Ein konan spurði mig "warum" þá var hún þýsk og ég uhhh "because there is a dead man lying there" og svo fór ég að spyrja alla hvort einhver væri búinn að hringja á 911 (já 911 takið eftir) og þá hafði Sverrir gert það, átti greinilega að þekkja hann því ég vann þarna allt í einu ...og svo vaknaði ég. Þannig Theó, það var eiginlega þér að kenna að þessi gaur dó ..og kannski aðeins mér ..en aðallega honum ..en þetta var leikari þannig hann hlýtur að jafna sig. Ég hef oft drepið fólk í draumum mínum, alveg beint, með vélsög og alles. Einhver sem vill gista hjá mér?:D

Í kvöld
Í kvöld langar mig aðeins að fara útúr húsi og kannski fá mér bjór. Hef ekki farið út í 2 daga og ég er að verða crazy (eins og sést á draumnum). Á hverjum fimmtudegi á Rust er dæmi sem kallast Whatever Rocks, 30kr inn, frítt ef þú ert með stúdentaskýrteinið, kannski maður kíki á það ef maður verður í stuði. Nú sendi ég SOS ..safe our sociallife ...hafið samband við mig í kvöld ef þið viljið gera eitthvað!:)

mánudagur, janúar 17, 2005

Ég skrapp til Kolding á Jótlandi yfir helgina til að ná í restina af dótinu sem ég átti þar. Skrítið að koma þangað aftur en vá hvað ég sakna lort city akkurat ekki neitt. Tók eitt létt djamm þarna en dj-inn var lort eins og bærinn og ég spurði hana (já kvenkyns) hvort hún gæti ekki spilað rokk því gólfið væri tómt en hún sagði bara nei. Ég hefði viljað fara á Republikken og hitta Mario (tvö sepperet dæmi, efast um að Mario pizzukall færi á Republikken) Kannski maður fari þarna aftur, reyndar er reunion 15. feb en ég veit að dönsku krakkarnir verða bara þar, þeir íslensku eru langflestir farnir aftur til Íslands.

Hvað á bandið að heita???
Ég er þessa dagana að leita að fiðluleikara í þetta blessaða band mitt en það er ekki auðvelt. Held að flestir góðir fiðluleikarar séu komnir vel yfir fertugt og restin eru 7-10 ára stelpur sem eru bara í þessu því foreldrum þeirra finnst það svo cool. Já og svo er ég alltaf í jafn miklum vandræðum með hvað ég eigi að láta hljómsveitina heita. Ég var lengi vel með nafnið Ponsa en öllum finnst það vera gay og hallærislegt þannig þá kom ég með Shyness og mörgum finnst það bara vera enn meira gay (Gayness kannski) þannig ég er alveg í vandræðum með nafn á hljómsveitina. Nafnið verður auðvitað að fitta lögunum, sem eru frekar lágstemd og þunglyndisleg á köflum með indie popp rokk köflum á milli. T.d. væri nafnið Scary Kinky Catholic Girls ekki alveg við hæfi eða The Metal Monster Man. Nafnið þarf að vera ágætlega soft. Einhverjar uppástungur? Er Shyness kannski bara alltílæ?

laugardagur, janúar 15, 2005

mér finnst enginn vera kominn til dk, er ég al al einn? maður er að leggjast í þunglyndi bara.

Topp 5 þunglyndustu lög sem ég veit um:

1. Korn - Daddy
2. Pantera - Flood
3. The Smiths - Last night I dreamt that somebody loved me
4. Korn - Kill you
5. Nirvana - Something in the way

Aðrir kóngar í þunglyndi eru meðal annars Joy Division, My Dying Bride, Type O Negative og Portishead. ABBA eru reyndar góðir í að koma mér í þunglyndi ..bara svona öðruvísi þunglyndi.

Tilbúna band dagsins: Bella and the Bastians ...Belle & Sebastian cover band (ein ákveðin manneskja sem varð innblástur að þessu tilbúna bandi, hélt að B & S væri skrifað eins og coverbandið:)

föstudagur, janúar 14, 2005

Nirvana

Ég tók smá Nirvana session í gær enda svoldið langt síðan ég hlustaði á þetta ágæta band. Ég hlustaði á plötuna In Utero með headphones á meðan ég vaskaði upp og það var alveg magnað, einn besti rokk diskur allra tíma. Ég tel t.d. Nevermind vera popp, í mestalagi popp/rokk eins og Franz Ferdinand diskurinn. Svo hlustaði ég Incesticide sem er mjög skrítinn diskur, taka nokkur Vaselines lög þar. Er ný búinn að uppgvöta Vaselines, vissi alltaf af þeim eftir að Nirvana coveruðu Jesus doesnt want me for a sunbeam á Unplugged plötunni sinni. Tékkið t.d. á laginu You Think Youre a Man með Vaselines ..mjög fyndið og hresst lag. Ég var algjör Nirvana fanatic þegar ég var yngri. Fyrsta platan sem ég keypti var Unplugged in NY en fyrsta platan sem ég eignaðist eftir að hafa stolið henni af systur minni árið 1992 var Nevermind. Ég veit að maður á víst að þroskast uppúr Nirvana og á vissan hátt hef ég gert það, hlusta nánast ekkert á þá en þegar ég geri það þá finnst mér þetta gott stuff. Kurt Cobain var bara mjög klár í að gera ágætis popp/rokk ..þetta gat hann strákurinn.

Topp 6 bestu Nirvana lögin:

1. Lithium
2. All Apologies
3. Heart Shaped Box
4. Smells Like Teen Spirit
5. About a Girl
6. Come As You Are

Dóttir Kurt´s fer bráðum að komast á réttan aldur ..kannski maður reyni að næla sér í hana. Greyið stelpan samt, hún á kannski bara eftir að vera vinsæl á meðal stráka út af pabba sínum þótt hún sé kannski forljót og óspennandi.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

pabbi átti sextugs afmæli útá kanarí þann 7 janúar þannig við fórum út að borða á mjög flottum stað (ekki fínn og dýr) og þar vorum við í 3 og hálfan tíma að borða og drekka og í lokin þá fékk hann tertu og þjónarnir sungu afmælissönginn og um leið þá var raketta sprengd úti og það kom svaka kvellur ..pant eiga svona afmæli þegar ég verð sextugur.

Ef þið farið þarna þá skulið þið ekki versla neitt þarna, sérstaklega raftæki því það er pottþétt verið að svindla á ykkur. Í einni búðinni var 6 mega pixla myndavél (það er mjög gott fyrir þá sem ekki vita) og hún kostaði ekki nema 120 evrur sem er um 10.000ísl krónur. Ég sagðist ætlað spá í þessu og þá um leið lækkaði hann niður í 100 evrur og enn sagði ég nei ég ætlað spá í þessu og þá fór hann með vélina niður í 50 evrur. Það selur enginn heilvita maður 6m pixla á 50evrur! þannig þessi vél var pottþétt gölluð.

Á einum staðnum, reyndar bara 10 metra frá þessari búð ætlaði ég að kaupa 256mb mp3 spilara. Hann átti að kosta 95 evrur en ég náði að prútta niður í 50 evrur. Þegar ég var kominn út úr búðinni þá tékkaði ég á spilaranum og þá var lítill límmiði sem stóð á 128mb. Hann reyndi því að svindla á mér þannig ég fór aftur inn í búðina og heimtaði 256mb spilara eða að fá peninginn til baka. Þá var það rosa mál, hann þurfti að bíða eftir eigandanum og ég veit ekki hvað og hvað. Eftir að hafa verið þarna í 15 mínútur þá endaði málið þannig að ég fékk endurgreitt 47,5 evrur því hann tók 2,5 evrur í þjónustugjald! fyrir hvaða þjónustu!!? Frekar að ég hefði átt að rukka hann um extra 20 evrur fyrir að eyða mínum tíma þarna. Ég tók ekki sénsinn að fá allar 50 evrurnar tilbaka því þá hefði ég kannski ekki fengið neitt til baka. Svo er einhver búð þarna sem heitir Harry og hún á víst að vera voða góð en hún er alveg eins og allar hinar búðirnar, það eina öðruvísi við þá búð er að gaurinn í búðinni talar íslensku ...veeeeeiii ..eins og það sé stympill á trausta búð.

Ferðin var samt fín að öðru leiti en það var alveg kominn tími til að koma sér heim í kuldan frá þessu ferðamannaböggi. Ég fann sem sagt engan varðeld en sem betur fer var engin dragdrottning sem dró mig inn á stað en það var samt alltaf fullt af info liði sem var að reyna að draga mann inná staðina, þeir voru eins og flest fólkið þarna ..óþolandi.

Svo þegar maður fór heim af djamminu þá komu oft svartar stelpur frá Senegal og spurðu hvort þær mættu sjúga mig fyrir 20 evrur, ég sagðist alltaf bara eiga 10 og hélt áfram, reyndar sagði ein að það væri allt í læ en ég hugsaði að þetta væri eitthvað svipað og með myndavélina, gölluð vara þannig ég hélt aftur áfram.

mánudagur, janúar 10, 2005

Prentari

Þá er maður kominn aftur til DK. Ég nenni ekki að skrifa núna, skrifa meira á morgun. Ég ætlaði bara að spyrja ykkur danabúa sem eru núna í dk hvort þið hafið aðgang að prentara, ég þarf nauðsynlega að prenta svoldið út og það þarf að gerast ekki seinna en á miðvikudag. Getiði hjálpað mér? Ég hefði sent ykkur frekar sms en síminn minn er lokaður eins og er ..negative soldo dæmi sem ég hélt að ég væri búinn að kippa í liðinn en nei, það er eitthvað að ..something beyond this world kannski. Ekki gæti ég hjálpað ET ef hann kæmi í heimsókn.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

gledilegt ar!

Aramotin voru fin hja mer thvi madur var ekki med neinar vaentingar ..ma thakka 200 Cigarettes fyrir thad.

Buinn ad fara i eitthvad cowboy land og thad var svona aejjh eitthvad. For til Las Palmas og thad var fint thvi tha var madur mest laus vid turistana og kominn i litla storborg med saetum kaffihusum og loks sa madur gitarbudir!:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?