laugardagur, maí 01, 2004
Jæja, þá er enn enn enn enn enn enn ein bloggsíðan komin í loftið. Þessi verður ekkert betri en hinar og ekkert merkilegri. Er bara að þessu því ég bý í litlum bæ útí rassgati og ég hef ekkert betra að gera. Ég skrifa reyndar líka á Dauðaspaðanum en það er meira fyrir Köben liðið. Þessi bloggsíða er meira fyrir alla (hvað ætli allir séu margir??) ..stundum er sjaldan mun oftar en oft ..já þið sjáið hvert þessi bloggsíða stefnir ..stay away my friends, relatives and lovers (úff, en ostalegt). Nei nei, ég er að þessu því það verður fyndið að sjá þetta eftir 10 ár ..svo lærir maður kannski loksins eitthvað í forritun. Sorglegt að verað læra forritun í margmiðlunarhönnun þegar milljónir annara eru betri í því þrátt fyrir enga menntun. Líka sorglegt að vera með enn enn en enn enn enn eina bloggsíðuna ..líka sorglegt að taka það fram aftur. Stefnir í sorglega blogsíðu gott fólk.