<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Alltaf prófar maður eitthvað nýtt (annar hluti, Þjónn það er fluga í súpunni minni)

Er búinn að vera 3 kvöld í röð að vinna sem þjónn á fínu veitingahúsi í bænum. Ég hef enga reynslu whatsóever og það var full bókað og brjálað að gera en ég náði nokkurn veginn í gegnum þetta allt saman ...sullaði bara smá grand mariner á kúnnann fyrsta kvöldið ..hann var ekki sáttur! Lenti líka í því að verað farað hella rauðvíni hjá gaur og í ljós kom að flaskan var tóm! 20 mínútum síðar ætla ég að hella hvítvíni í glasið hjá konunni hans og tappinn var enn á! Þeim fannst þetta fyndið ..mér líka ..og Elínu Hirst hefði líka hlegið hefði hún ekki sitið með bakið í þau á næsta borði.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Alltaf prófar maður eitthvað nýtt...

...ég var aukaleikari (extra) í Stelpunum í gær. Tökur fóru fram á veitingastaðnum Maru og ég lék í fjórum atriðum. Í þremur þeirra var ég bara sitjandi frekar langt fyrir aftan en í einu atriðinu var ég þjónn og ég fékk að kinka kolli og segja semi já. Þættirnir verða sýndir í janúar líklegast. Ég fæ sennilega Edduna á næsta ári og þá fæ ég að leika í stórri Hollywood mynd þannig við erum að tala um Óskarinn á þarnæsta ári ...ég skal halda áfram að muna eftir ykkur öllum ..en ef ég gleymi einhverjum þá getur sá sami fylgst með mér á biggeststarinhollywood.com þar sem ég mun blogga um hvað mér finnst Tom Cruise nota mikinn sykur í kaffið sitt, hvað hárið á Tom Hanks sé orðið þunnt og hversu sterk Oprah er með vinstri.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Myndirnar frá Berlín og Köben eru KOOOOOOMNAAAAAAAAR!

..þær eru flestar í öfugri röð þannig ekki panikka!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er kominn með vinnu...

og það í Berlin...

starfið felst í því að græða á lestamiðum. Ég tók lestina svona 70 sinnum þegar ég var í Berlin og ég var aldrei stoppaður af lestavörðum. 6000 krónurnar sem ég borgaði fyrir mánaðarkortið fóru því ekki í neitt. Krista og Snorri voru heldur ekki böstuð þannig samkvæmt könnun eru 100% líkur að maður sé ekki stoppaður. Sektin sem maður fær er segjum 6000kr (sennilega minni samt). Hvernig væri því að bjóða þá þjónustu að borga að hluta til sektina ef aðilinn verði böstaður (sem eru engar líkur samkvæmt könnun). Í staðin fyrir að Wolfgang greiði 6000kr á mánuði greiðir hann mér 3000kr. Ef hann verður svo böstaður þá greiðir hann aðeins 2000kr og ég greiði á móti 4000kr. Hann hefur því sparað 1000kr þrátt fyrir að hafa verið böstaður en ég tapa 1000kr sem er smátterí miðað við hina viðskiptavinina sem ég græði á. Hér er dæmi:

Fjöldi viðskiptavina: 100 ....100 x 3000kr = 300.000kr
Böstaðir: 20 (en ætti að vera 0 samkv. könnun) ...20 x 4000 = -80.000kr
Gróði: 220.000kr

75 þurfa að vera böstaðir svo ég komi á sléttu ..það eru 75 fleiri en munu vera böstaðir í raunveruleikanum;)

Ég fer til Berlínar á morgun

Myndir koma fljótlega frá fyrri Berlínarferð.

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Þá er ég aftur kominn á Klakann eftir mánaðar dvöl í Berlin og viku í Köben. Ég sá Yo La Tengo í Köben og jólabjórinn tók vel á móti mér. Ég mun birta myndir fljótlega.

Ég ætla að leigja út íbúðina. Ef þið vitið um einhvern sem er tilbúinn að greiða 80þús á mánuði fyrir 50fermetra látið mig þá vita. Laus frá miðjum nóvember. Mun setja auglýsingu í Fréttablaðið mjög fljótlega samt.

Ég er atvinnulaus og ég er að leita mér að vinnu. Vitiði um eitthvað spennandi handa mér? Ég vil ekki vinna á kassa í Bónus eða liggja nakinn á listsýningu. Ég er búinn að sækja um nokkur störf og það er reyndar gaman að sækja um sum störfin, t.d. um skrifstofustarf á Fosshótelunum því spurningarnar eru skemmtilegar og ég svara þeim skemmtilega. Hér er dæmi:

Meðmæli: Guðríður Halldórsdóttir fyrrverandi hótelstjóri á fjölmörgum hótelum (reyndar móðir mín en hún myndi gefa mér bestu meðmælin!)

Hvers vegna sækir þú um þetta starf og hvers vegna óskar þú eftir að vinna hjá Fosshótelum?: Ég hef heyrt að starfið sem ég hér með sæki um sé fjölbreytt og skemmtilegt ...það er ekki hægt að biðja um meira:)

Gefðu okkur a.m.k. 5 ástæður fyrir að við ættum að ráða þig.: (hér nefndi ég 5 atriði og sagði svo: ..má ég koma með fleiri atriði?? Reyklaus (engar óþarfa pásur) og ég myndi aldrei stela mat samstarfsmanna minna úr ísskápnum. (hef húmor fyrir sjálfum mér).

Hvaða væntingar hefðir þú ef þú værir gestur á hótelinu? Hvað myndi gera þig að ánægðum gesti á hótelinu?: Hlýtt viðmót starfsfólks, hreint og þægilegt hótelherbergi og frír mini-bar.

Hefur þú einhvern tíma unnið á hóteli eða veitingastað? Einhver jákvæð eða neikvæð áhrif eða reynsla?: Ég hef unnið á Hótel Skógum í móttöku. Það var mjög fínt en Frakkar eru þó gjarnir á að kvarta.

Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum til að gera Fosshótelin að vingjarnlegustu hótelkeðju á Íslandi?

Brosa allan tímann!! :) :) :) :) :)


.....Ok nú segja sumir "mmhmm, þú er eeekki að farað fá þetta starf" ..en ég held að maður verði að vera öðruvísi til að skera sig úr fjöldanum ..bíðið bara, ég er að fá þetta starf!
En ef ekki, vitiði þá um eitthvað? ..anyone? ..no? ..dust!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Er núna kominn til Köben til að vera viðstaddur MTV Europe Music Awards en eins og flestir vita þá er ég að keppa í flokkunum "best video" og "best man" ...wish me luck!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?