<$BlogRSDURL$>

laugardagur, janúar 22, 2011

080910
Gengum með Nanne um borgina. Tókum því rólega: bjór á bar, ís á kaffihúsi. Um kvöldið fórum við á local bar sem þær fara oft á og borðuðum pizzu. Heyrði þar lag sem ég féll fyrir. Hljómsveitin heitir I Monster.

090910
Það rigndi og við hoppuðum á milli staða. Borðuðum heima og um kvöldið fórum við á jazz klúbb með live jazz ..flott band.

100910
Fórum með Nanne á “fjallið” í Montreal. Útsýnið var flott.

Reyndum að finna húsið hans Leonard Cohens en fundum ekki. Fórum á töff hamborgarastað og ég fékk mér hamborgara (hvað annað), franskar að hætti Montreal með osti og bbq sósu yfir og ekta súkkulaði shake.


Elduðum heima um kvöldið og sofnuðum yfir Raising Arizona.

110910
Keyptum Tarte au sirop d´érable Recttes Ancestrales ..sem sagt böku (pie) með sírópi og pekan hnétum ..mjög góð. Borðuðum hana í stórum garði í glampandi sól.

Keyrðum í gegnum Ottawa og reyndum að finna stað til að tjalda á en gekk illa. Enduðum á að gista á móteli í Smiths Falls.


120910
Keyrðum í áttina að Ontario Lake.

Fundum einhvern bæ og borðuðum morgunmat í bílnum við á. Fórum svo á ströndina og þar var fallegt en ekki mikið líf...




Fundum fallegan stað til að tjalda á við Ontario Lake.





Horfðum á magnað sólsetur og fórum svo á veitingastað.

Komum svo aftur og tjaldið var farið ..djók ...en það var dimmt og skít kalt. Tjaldið var 20 metra frá vatninu og heyrðum því vel í briminu ..kósí en spúkí að vera í myrkrinu berskjölduð í náttúrunni. Vaknaði eftir hálftíma svefn við að vindurinn var búinn að aukast og Teresa var enn vakandi því hún var viss um að eitthvað eða einhver væri fyrir utan tjaldið.

Þetta var þó bara himininn á tjaldinu sem slóst í tjaldið og þegar ég sagði henni það þá róaðist hún. Ég verð þó að viðurkenna að aðstæður voru eins og í hryllingsmynd. Það var orðið mjög kalt og lætin í tjaldinu mikil svo var ég líka kominn með hálsbólgu. Við ákváðum því að færa okkur yfir í bílinn sem var mjög óþægilegt að sofa í. Áður en við fluttum okkur yfir í bílinn þá litum við upp og ég hef aldrei séð annað eins stjörnuhaf og ég sá stjörnuhrap.

130910
Við vorum enn á lífi næsta morgun. Vind hafði lægt og sólin skein. Við settumst í Wallmart stólana okkar á ströndinni og fengum okkur morgunmat. Keyrðum svo til Oshawa og fundum rótgróinn en falinn diner. Maturinn var reyndar ekkert spes en staðurinn var töff ..er það ekki það sem skiptir mestu máli?

Fundum mótel rétt fyrir utan Toronto. Þetta mótel var nær því sem maður sér í bíómyndum. Trailer trash fólk sem hékk fyrir utan herbergin á meðan börnin þeirra léku sér á bílastæðinu. Við mættum útlifuðum konum sem voru hugsanlega í einhverjum viðskipta hugleiðingum og annað dulafullt fólk. Keyrðum inní Toronto...

en bílastæði voru rán dýr og klukkan orðin margt þannig við fórum uppá mótel. Komum við á Dominos en það fór illa fyrir pizzunni þegar ég tók af stað ..úps! Horfði svo á Mars Attacks og var orðinn veikur sem er ömurlegt á svona ferðalagi. Komst að því að mótelið er í Scarborugh (Fair) “has a bad repitation” eins og hann orðaði það. Mike Myers kemur einmitt þaðan.

140910
Keyrðum til Fuyuki og kærustunnar hans Gloríu.

Ég hafði kynnst Fuyuki á Íslandi fyrr um sumarið þegar hann kom inn í búðina á Laugó. Hann er prófessor og þegar hann kom til dyra var hann klæddur í Holy Fuck (hljómsveit) bol ..hversu svalt er það! Húsið þeirra er á besta stað í Toronto í Little Italy nálægt Kensington Market sem er krökt af hippalegum kaffihúsum, vintage og design búðum. Fékk mér sour cherry pie á Amanda´s Pie in the Sky (og súkkulaðiköku daginn eftir).


Löbbuðum aðeins um bæinn en við vorum bæði orðin veik eftir dvölina í tjaldinu/bílnum að við fórum aftur heim til Fuyuki og Gloríu. Þau rækta tómata, vínber og alls kins grös í garðinum þeirra og eldhúsið er draumur matmallara. Töluðum heil lengi áður en þau náðu í mat. Fengum eþíopíanskan og inverskan mat. Eþíopíski maturinn voru einhversskonar svampkenndar pönnukökur/brauð sem við dýfðum í nokkrar tegundir af sósum, kássum og mússímússíi.

150910
Fuyuki, Gloria, Teresa og ég skelltum okkur á Aunts and Unkles sem er kaffihús sem allir svölu krakkarnir fara . Ég og T. Gengum svo um bæinn. Toronto Film Festival var í fullum gangi og við gengum fram hjá hóteli sem einhverjar stjörnur gista á. Ég tók mynd af Charlotte Rampling og Fisher Stevens. Fisher, hefur meðal annars verið gestaleikari í Friends og It´s Always Sunny in Philadelphia. Charlotte hefur leikið í böns af myndum en svoldið fyrir minn tíma.


Svo labbaði gaur út sem allir héldu að væri bara regular joe ..enginn tók mynd af honum ..mér fannst hann líkjast Christopher Lloyd. Fórum aftur á Kingston Market og people og shoe gaze-uðum.

Fórum heim og Fuyuki náði í pizzu handa okkur og að sjálfsögðu máttum við ekki borga fyrir þær. Þau eru með yndislega svartan og þurran húmor þannig ég gat loksins verið nokkurn vegin eðlilegur á mínum mælikvarða.

160910
Ár síðan ég fór í Norrænu og hóf tveggja mánaða langt road trip um Evrópu á bílnum mínum ..spurning hvort þetta sé orðið trend?

Kvöddum F+G og fórum til Niagra Falls.

Fórum fyrst á Starbucks (Teresa varð nánast á hverjum degi að fá expresso bolla á morgnana og þá helst á Starbucks) en í þetta sinn var það ég sem þurfti að nota aðstöðu Starbucks ...ekki kaffið því ég drekk ekki kaffi (hver drekkur ekki kaffi!!??) heldur þurfti ég að nota klósettið. WARNING, lesið ekki lengra ef þið eruð viðkvæm. Ég þurfti að gera nr. 2 nema hvað að klósettin hérna eru svo asnalega hönnuð (þótt það megi deila um það hvort notandinn sé kannski bara asnalegur) ..aaaanyway þá þurfti ég að beita drullusokknum en það gekk ekkert. Það kostaði mig tár og svita bókstaflega að losa loksins stífluna. Ég gek svo skömmustulegur út án þess að kaupa neitt af þeim. Keyruðum svo ...æ já ég gleymdi að segja frá fossunum ..þeir voru voða flottir en það rigndi svo svakalega að maður sá þá ekki í þeirra besta standi og það var heldur ekki minn tebolli (sem ég hefði kannski átt að kaupa á Starbucks) að standa út í rigningunni. Bærinn sjálfur sem umkringir fossinn er hallærislegur með ljótum spilavítum og túristabúllum.

Keyrðum svo lengi lengi og aftur inn í Bandaríkin til Detroit í Michigan (9. fylkið okkar).

Fuyuki hafði sagt að mikill fjöldi fólks hefði flúið heimilin sín því það gat ekki borgað af lánunum og húsin og íbúðirnar stæðu því auðar. Þetta reyndist rétt því það voru mjög fáir á ferli í miðbænum og í einu hverfinu sem við keyrðum í gegnum voru yfirgefin hús og búið að negla spónaplötur fyrir gluggana.
(mynd fengin af netinu)

Okkur leist svo ekkert á blikuna þegar ljóslaus gettólegur bíll læddist við hliðina á okkur þegar við biðum á rauðu ljósi. Tveir gangsterlegir gaurar voru nálægt okkur líka. Ég nánast reykspólaði í burtu þegar það kom grænt. Í einni götunni sat hústökufólk í kringum varðeld á miðri götunni.

Fundum mótel (erum orðin allt of vön þeim (45 dollarar)). Þetta mótel var reyndar ekki snyrtilegt og það hafði verið reykt í því ekki fyrir löngu. Svo hálpaði ekki að sjá fréttir af bed bug faraldri um Bandaríkin í sjónvarpinu. Fannst eitthvað vera að skríða á mér stanslaust eftir það.

mánudagur, janúar 10, 2011

050910
Keyrðum til New Hampshare (5. fylkið) í gegnum nokkra strandbæi. Svakalega flott hús. Löbbuðum á einni strönd en sjórinn var kaldur ..ég gat því ekki synt í þetta sinn. Fórum svo til Maine (6. fylkið) tjölduðum fallega Wallmart tjaldinu okkar. Það kostaði 30 dollara að tjalda sem er meira en ég hélt ..dýrara en tjaldið sjálft. Vorum við hliðiná rednecks.





060910
Keyrðum upp Maine. Leituðum að öðru pie, vildum apple pie í þetta sinn. Spjölluðum við gaur á farmers market sölubás (nóg af þeim á vegköntunum en þessi bauð ekki upp á pie). Hann hafði haft íslenskan herbergisfélaga í háskólanum og svo spænskan (sem var auðvitað áhugavert því ég er íslenskur ef þið vissuð það ekki og Teresa er spænsk ef þið vissuð það ekki). Stoppuðum næst á öðrum farmers market sem gamall maður rak. Spjölluðum við hann og hann fór að tala um kreppuna og að það væru erfiðir tímar. Hann sagðist ekki geta keppt við súpermarkaðina þegar það kom að pies. Hann hafði misst son sinn (líklegast ekki vegna kreppunnar samt) og í fyrra missti hann konuna sína (heldur ekki vegna kreppunnar).

Hann gaf okkur ljóð sem hann hafði ort til hennar. “Half of the people who come here cry their eyes out when they read it” sagði hann. Ég var með pínu samviskubit að hafa ekki fellt tár. Keyptum loksins apple pie í Wallmart (jámm, guilty, me like Wallmat).

Við keyrðum í gegnum marga fallega litla bæi og svo fundum við kofa við fallegt vatn. Lágum þar á bryggju heil lengi í góða veðrinu og þóttums eiga pleisið. Væri alveg til í að eiga heima þar.

Gistum svo á hosteli í vestur Maine nálægt New Hampshire. Við vorum einu gestirnir og hjón með börn og hund sem ráku hostelið voru elskuleg. Teresa eldaði ommilettu og við drukkum hvítvín með. Ég fékk mér bita af apple pie áður en ég fór að sofa en hún þarf að vera heit. Ég var auðvitað fyrsti gesturinn frá Íslandi og fékk þar með pinna á kortið þeirra...


070910
Ætlaði að fá mér apple pie í morgunmat en ég gleymdi því. Ég gleymdi þó ekki að taka hana úr ísskápnum og í bílinn. Keyrðum í gegnum gamla fallega bæi...

...í New Hampshare og Vermount (7. fylkið). Stoppuðum við fallegt vatn og í vatninu fann ég golfkúlu.

Spjölluðum við gamlan karl á pickup bíl og hann vildi endilega gefa okkur kort af svæðinu en ég sagði honum að GPS tækið myndi duga. Allir eru mjög hjálpsamir hérna.

Fórum í Ben & Jerry´s verksmiðjuna. Skemmtilegur tour sem endaði á íssmakki: tripple caramel! Ég var nærri farinn að gráta þegar tour leiðsögumaðurinn sagði að þeir hefðu eitt sinn framleitt White Russian ís en sá var tekin af markaðnum fyrir nokkrum árum. Stuttan spöl frá verksmiðjunni er “Flavour graveyard”. Þar er hægt að finna legsteina og “grafir” fyrrum bragðtegunda frá Ben & Jerry´s og þar var einmitt að finna White Russian ísinn minn.


Stoppuðum svo á golfvelli hinum megin við B&J og þar notaði ég golfkúluna sem ég hafði fundið til að athuga hraðann á flötinni (já ég er nörd) og ég hef ekki séð betri og hraðari flatir áður.

Stoppuðum stutt í Burlington og þar keypti ég borgara í rútu ..ég elska svona staði.


Reyndum að finna stað til að tjalda á á South Hero eyjunni. Fundum sumarbúðir drengja en þar var engin starfsemi lengur. Ætluðum að tjalda þar en það var farið að dimma þannig við ákváðum að fara bara alla leið til Montreal en áður en við gerðum það þá fórum við með stólana okkar á strönd í einkaeigu og drukkum hvítvín og horfðum út á vatnið. Á undan því hafði ég keyrt á kanínu sem stökk út á veginn. Hún dó samstundis og ég varð að taka hana af veginum og henda henni út í kannt. Ekki skemmtilegt að lenda í þessu. Sátum á stólunum okkar þangað til það kom myrkur. Keyrðum svo til Montreal og yfir borginni voru eldingar. Við keyrðum svo inn í þrumuveðrið með tilheyrandi rigningu hlustandi á Kings of Convenience (kannski að Thunder með AC/DC hefði verið meira viðeigandi). Með hjálp GPS tækisins fundum við staðinn auðveldlega. Nanne og Karin...

...tóku vel á móti okkur og gáfu okkur að borða. Ótrúlega viðburðaríkur dagur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?