<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 04, 2004

Speki gærdagsins er nýr liður fyrir þessa fáu sem fíla:

seint koma sumir og þegar þeir koma þá er það kannski bara of seint.

þessi liður verður bara þegar mér hentar ..mmm þvílíka valdatilfinningin sem færist yfir mann að eiga sína eigin bloggsíðu, núna veit ég hvernig útkösturunum líður ..og auðvitað er ég að djóka.

Margt að farað gerast næstu daga. Kannski að koma gestur á morgun, fermingaveisla á föstudaginn, Köben á föstudaginn að hitta Pétur og J-man, þeir ætla að vera yfir helgina, þeir koma ískaldir frá Íslandi en hitna fljótt þegar ég tek þá á djammið. En í næstu viku verð ég að vera súper duglegur að læra. Var nefnilega að fatta að ég er víst í margmiðlunarhönnun eins og Haukur frændi (sjá 2. maí) og ég verð að gera vefsíðu og 30 síðna business report. Ég er reyndar aðeins byrjaður en sannir Íslendingar gera allt á síðustu stundu og oft með góðum árangri, maður vinnur nefnilega oft vel undir pressu, láttu Kíanó Rífs í Speed þekkja það.

Bónus section fyrir áhugasaman lesanda:

fjörðurinn finnur fyrir nærveru minni
eins gott að hann steli ekki geimverunni minni
ef svo gerist þá vakna andar
þeir anda og anda og anda

This page is powered by Blogger. Isn't yours?