<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 31, 2009

Í gær fékk ég mér hamborgara og franskar í morgunmat og sushi á Sushi Train í kvöldmat ...contrast madness!

laugardagur, ágúst 29, 2009

búinn að negljekta bloggið í ágúst. Hvað gerðist í ágúst hmmm látum okkur sjá ..já verslunarmannahelgin ..var að vinna, gay pride ..var að vinna, menningarnótt ..var að vinna, örugglega eitthvað ..var að vinna. Búið að vera bissí sumar sem betur fer bara.

Er að fara í golf í dag með durgunum.

hmmm hvað meira get ég sagt .......Bakkus er nýji uppáhalds staðurinn minn ..er með fússballborð og læti ...læti gæti verið ódýr verð á áfengi.

kíkti á jazz og svo rokkabillí á fimmtudaginn ..hressandi

haustið er komið

fór í klippingu

búinn að vera duglegur að fá mér pizzu

æ þetta er handónýt bloggfærsla ..fyrirgefiði ..og hún er líka skrifuð rétt fyrir kl 9 á laugardagsmorgni

ohh þvílíkt nörd ég er ...fyrirgefiði aftur

sorry Stína

sorry

sory

sori

sora færsla

pruuuuump

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

boy er ég sáttur við að hafa haft opið í búðinni í gær!

Sá athyglisverða heimildarmynd í gær sem heitir Surfwise. Hún fjallar um ...æ hér kemur það bara á ensku... Dorian "Doc" Paskowitz set out to realize a utopian dream. Abandoning a successful medical practice, he sought self-fulfillment by taking up the nomadic life of a surfer. But unlike other American searchers like Thoreau or Kerouac, Paskowitz took his wife and nine children along for the ride, all 11 of them living in a 24-foot camper. Together, they lived a life that would be unfathomable to most, but enviable to anyone who ever relinquished their dreams to a straight job. The Paskowitz Family proved that, though America may be running out of frontiers, it hasn't run out of frontiersman.

Þótt maður vilji ekki vera alveg eins og þessi gaur þá er hægt að taka margt sem hann gerði sér til fyrirmyndar. Hver ætlar að ferðast með mér í van um USA á næsta ári?;)

sunnudagur, ágúst 02, 2009

aftur í bænum um Verslunarmannahelgi. Stella Cup á föstudeginum, 10. skiptið sem það frábæra golfdrykkjumót er haldið og hef ég tekið þátt í öll 10 skiptin. Dagurinn var alveg frábær, byrjuðum í paint ball, eitthvað sem ég hef aldrei prófað. Byrjaði ekki vel hjá mér, var skotinn nánast strax og líka fljótlega í seinni leiknum en svo fluttum við okkur yfir í villta vestrið og þá náði ég að halda mér á lífi í þeim þremur leikjum sem við spiluðum. 79 model og eldri kepptu á móti 80 módelum og yngri þannig það lá við að ég hefði getað valið um lið. Ekki oft verið hluti af eldri hópi en nú er víst öldin önnur ..þetta er búið svo einfalt er það ..djók. Við unnum þetta reyndar 4-1.

Svo var spilað í Hvammsvík með eina kylfu og pútter. Ég var með sexuna sem var ekki alveg að gera góða hluti. Spiluðum 9 holur og ég endaði á 12 yfir sem var sama skor og Halli Þórðar og Hjalti Atla voru á sem voru með mér í holli ..glæsileg spilamennska! Ég mætti með tvo golfbolta og endaði hringinn með tvo golfbolta ..það voru reyndar ekki sömu boltarnir og ég hafði byrjað hringinn með:)

Svo var grillað og svo farið í Árbæjarlaugina sem var mjög næs, komum bara það seint þangað að við náðum að vera oní pottinum í 15 mínútur. Svo billjard svo Vegó í drykk og svo blackout bara ..eða svona sirka.

Í gær hékk ég svo með Snorra og co, Ruby Thuesday, heim til mín, heim til Bjarna Jóa Ben ven svo bær.

Held ég verði rólegur í kvöld ..eða veit einhver um hopp til Eyja?

Couchsurfer sem benti mér á þessa klausu um Fígúru: http://www.dailycandy.com/travel/article/36476/Ice+Ice+Baby

Sá Bruno um daginn og mér fannt hún æði ..skiptar skoðanir hvort fólki finnist hún betri en Borat ...Bruno fær mitt atkvæði.

fékk til baka frá skattinum yey!

er kominn með frjókornaofnæmi bööö!

er kominn með helv. langa færslu bööyey!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?