<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 07, 2004

Sunnudags djamm

Ég er orðinn skárri í fætinum og fagnaði því með durum á Divan með Hauki. Planið var að taka því rólega yfir video eða eitthvað álíka en við ákváðum að heimsækja Önnu Lind og þar tók á móti okkur ííískaldur Thule. Svo var farið á ekta sleazy bar þar sem bjórinn kostaði 10kr ..það er 120 ísl kr fyrir ykkur klakabúa (hann kostar 600kr á börunum hjá ykkur ef þið hafið gleymit því ..suckers:) Svo fórum við á annan sleazy bar og þar höfðum við persónulegan trúbador og hann tók Wonderwall tvisvar, Jolene tvisvar en því miður tók hann Behind blue eyes tvisvar líka. Ragga Ló kom svo og tók þátt í drykkjunni. Svo skelltum við okkur á internet café kl hálf 2 um nóttina og það var alveg ótrúlega margir þar inni að nördast, því nörduðumst við Haukur líka og spiluðum online pool leik.
Skál dagsins þetta kvöld: Fulla rauðhærða barþjónakellingin með stóra fæðingablettinn á sæta rassinum sínum, maðurinn sem gaf okkur nokkur lög í glymskrattanum, ítalinn sem bakaði pizzur fyrir okkur þrátt fyrir að vera búin að loka, góðan daginn-bless gaurinn, trúbadorinn, fulli barþjónninn nr 2 og eflaust einhverjir fleiri. Óskál kvöldsins: kona pizzugaursins og hægri fóturinn minn.

Í dag er svo planið að fara kaupa nýtt lyklaborð handa Hauki því ég helti bjór yfir það á föstudaginn og rústaði því. Svo ætla Haukur, Anna Lind og Ragga Ló (já þú líka Ló) að kaupa miða á Hróarskeldu og hver veit ..kannski maður taki mánudagsdjamm;)

Mánudagsljóðið
Er það mér að kenna að ég eyðilagði lyklaborð
Er það mér að kenna að það skrifi ekki orð
orð rímar við morð
morð rímar við Stevens

Mynd dagsins: My left foot
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?