<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 27, 2004

Kominn aftur
Ég er búinn að vera netlaus(og vitlaus) í marga daga og hef því ekkert getað bloggað. Svo er ég reyndar að fara á Hróarskeldu á morgun eða hinn og þá get ég heldur ekkert bloggað en svo þegar ég kem af Hróanum þá get ég verið nörd aftur og bloggað þar til mér blæðir.

Rømø
Ég skellti mér í ferðalag um Jótland síðasta miðvikudag með Árna og Kollu. Já í þetta sinn er ég ekki að djóka ein og ég gerði um daginn:) Við vorum á bíl og keyrðum á eyju sem heitir Rømø sem er øa vesturströnd Jótlands. Ströndin þarna er huuuuuge og það mátti keyra á henni. Við keyrðum svo einhvern primitive safari veg þarna um miðja nótt og hann var endlaus og þetta var mjög spúkí ..sem er gott mál.

Útskriftin
ég útskrifaðist um daginn. Útskriftin fór fram í skólanum og við urðum að syngja eitthvað Kim Larsen lag og svo eitt enskt lag sem ég man ekki hvað heitir. Maður var varla að nenna þessu, það sem reddaði mér var ókeypis bjór. Svo var dúndur djamm um kvöldið þar sem kennarinn minn var mjög fullur og talaði mjög opinskátt um ýmis málefni.

Midsommer Fest
já og svo var það fest hjá Hauki ..það var líka cool ..æi ég nenni ekki að skrifa um þetta allt ..ég er þunnur ..þreyttur ..ruglaður ..ég fór samt í körfubolta kl 10 í morgun ..einn ..fór að sofa kl 6:30 ..afhverju þá karfa um morguninn? ..löng sama ..samt ekki ..fuckit, ég er farinn!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?