<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júní 04, 2004

Búinn að skila!

Ég skilaði lokaverkefninu mínu í gær og brunaði beint (nánast, eftir 2 bjóra og sonna) til Köben og fór á tónleika með José González. Ég mætti svoldið seint þannig ég sá bara hálfa tónleikana eða svo. Hann coveraði Love Will Tear Us Apart með Joy Division, það var bara flott. Fyrir þá sem vita ekki hvernig hann er þá er hann blanda af Nick Drake, Elliott Smith með twist af spanish guitar ..en þið þarna úti eruð auðvitað engu nær.

Í dag er Haukur frændi að skila sínu lokaverkefni og því ætlum við að fara á fredagsbarinn uppúr hádegi og byrjað djúsa ..ég þarf nú að fagna líka haaaa. Svo er afmælið hans Svenna á morgun. Vonandi að það verði gott veður því við förum öll í sumarhús sem er við ströndina ..best að taka með sér Beach Boys diska.

maður dagsins: Haukur
maður gærdagsins: ég
orð dagsins: ekki láta vaða yfir þig á Nike skóm
Bítlarnir eða Rolling Stones?
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?