<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 13, 2004

Prag

Eftir miklar pælingar í gærkvöldi þá ákvað ég að skella mér til Prag eins og ég talaði um. Ég kom öllu draslinu í geymslu og ákvað að skilja íbúðina eftir skítuga og ómálaða, það verður þá bara dregið af depositinu hjá mér, þeir hefður hvort sem er gert það þessi svín. Lestaferðin kostaði mig bara 800kr og ég svaf í ágætis klefa á leiðinni. Eini downerinn var að ég var með gömlum illa lyktandi kalli í klefa. Ég kom svo eld snemma í morgun og byrjaði að fá mér morgunmat á fallegu kaffihúsi. Svo tók ég strætó um stræti borgarinnar, þetta er ótrúlega falleg borg! Ég er núna á netcafé að blogga og ég stefni á að kíkja á eitthvað safn sem er mjög svipað og Ripleys safnið, smelly kallinn í lestinni sagði mér að kíkja á það, það eru víst fáir túristar sem vita af þessu safni og það er líka gott mál. Svo ætla ég að finna tónleika með einhverju Tékknesku bandi í kvöld og drekka svo marga bjóra eins og ég lofaði sjálfum mér. Ég ætlað reporta á morgun þegar ég kemst aftur á internet café.

p.s. Stelpurnar hérna eru nú sætari en ég hélt.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?