<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 06, 2004

Ái!

Sumarbústaðarferðin í gær var mjög skemmtileg. Bústaðurinn var örugglega notaður sem tökustaður fyrir danskar klámmyndir á áttunda áratuginum. Ströndin var í 200 metra fjarlægð og það kom mjög svo skemmtilegt hljóð þegar gengið var á honum ..þetta var svona dj sandur. Svo spiluðum við fótbolta við dani sem voru í næta bústað og við unnum! Svo unnum við þá líka í drykkjuleik. Ísland 2, Danmörk 0 ..betri en úrslitin úr England-Ísland sem var fyrr um daginn. Það var allt morandi í kóngulóm útum allt en þær bögguðu mig ekkert í þetta sinn, bara ein risa bjalla sem Haukur náði að bjarga mér frá. Svo í blá lokin (it always is) þegar við vorum að fara í bæinn þá sparkaði ég óvart í jörðina þegar ég ætlaði að sparka í fótbolta og eftir það haltraði ég alla leið í bæinn og sársaukinn varð alltaf meiri og meiri þannig ég fór beint heim ...Im out for the season.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?