<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 08, 2004

Ég er að farað flytja eins og þið vitið og því er ég að fara í gegnum allt sem ég á því ég get ómögulega verið að dröslast með allt draslið sem ég hef sankað að mér. Ég er að finna gamla tónleikamiða, póstkort, tímarit, myndir og fleira og þá auðvitað hugsar maður til baka þegar maður upplifði þessi augnablik. Svo er eins og maður velji tónlist við hæfi þegar maður fer í gegnum þetta allt saman. Pínu sorglegt að líta til baka en líka pínu broslegt ..góðar og slæmar minningar sem koma upp ..þið hafið eflaust lent í þessu líka þegar þið eruð að flytja er þaggi. En nóg með þetta sentimental crap ..nútíminn er góður og framtíðin er björt og skemmtilegur tími framundan ...Times they are a changin' ...ég væri einmitt það lag ef ég væri lag með Bob Dylan samkvæmt quizi sem ég tók í dag. Ég spilaði einmitt Desire diskinn með honum í dag og það var áður en ég rakst á þetta quiz á einhverri blogsíðunni ..tilviljun? Kannski Bob kallinn eigi afmæli í dag? kannski lenti hann í slysi?? nei ég held að ég sé ekkert sérstaklega tengdur honum á andlegan né líkamlegan hátt ..vona ekki að minnsta kosti.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?