<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 14, 2004

Mikanos

Ég nældi mér í hræódýrt flug frá Prag til Grikklands kl 3 um nóttina. Ég hafði hugsað mér að vera lengur í Prag en þetta flug kostaði mig bara 300dkr en hefði kostað mig 1400dkr hefði ég farið í dag. Ég náði að sjá tvenna tónleika í gær í Prag. Fyrst var það The Sorrores, frekar lélegt upphitunar band en svo kom Effective Medicine og þeir voru þrusu góðir, blanda af pönki og funki.
Ég ætlaði mér aldrei að enda hérna í Grikklandi en mér fannst það bara cool að gera það sem ég hafði bara sagt í hálfgerðu djóki á blogginu fyrir 2 dögum. Anyway, ég er núna kominn á MIkanos sem er eyja á Grikklandi, sól dauðans, fallegar strendur, ískaldur bjór mmm. Ég er alveg drullu þreyttur eftir flugið og ferðalagið hingað til Mikanos, ósofinn en ég ætla ekkert að farað sofa úr þessu ...maður kannski leggur sig á ströndinni í klukkutíma eða svo. Ég ætla svo ekki að fara til Möltu heldur ætla ég að vera hér í 3 daga eða svo. Tala betur við ykkur seinna, það eru amk 3 net café hérna:)
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?