föstudagur, júní 11, 2004
"used to belong to Kim Larsen, and now it's yours for free" ..þetta skrifaði ég á einn skápinn sem ég er að gefa. Ég er með alveg 3 hillur, sófa og skrifborð. Ég henti þessu öllu niðrí port þar sem allir labba til að komast inn, setti "gratis" miða á þetta allt saman svo fólk gæti bara valið úr hrúgunni það sem það vildi. Sófinn er farinn og svo var ein hillan farin en henni var svo aftur skilað! Hef ekki kíkt út núna en vonandi er eitthvað búið að fækka í hrúgunni. Ég er sérstaklega að vona að Kim Larsen hillan fari, þetta sölutrix hlýtur að virka. Það er allt komið í kassa í íbúðinni, ég ætla svo að þrífa á morgun og mála á sunnudaginn ..enn ein nörda helgin coming up. Væri rosalega til í að fara í innfluthingspartíið hjá Rögguló en svona er þetta.
Listinn
Topp 5 innflutningsgjafir handa stelpu
1. strákur (buythatguy.com)
2. tígrisdýr (lifandi, fer vel við rúmfötin)
3. MIchael Bolton Greatest Hits (meira fyrir nágrannana)
4. Golfkylfur (sérstaklega þegar hún er ekki í golfklúbb, býr langt frá golfvelli og hefur engar pokabuxur)
5. Myndaalbúm af gömlu flottu íbúðinni (sagan rakin í máli og myndum)
orð dagsins: Hlátur er smitandi, því hlæ ég aldrei
Listinn
Topp 5 innflutningsgjafir handa stelpu
1. strákur (buythatguy.com)
2. tígrisdýr (lifandi, fer vel við rúmfötin)
3. MIchael Bolton Greatest Hits (meira fyrir nágrannana)
4. Golfkylfur (sérstaklega þegar hún er ekki í golfklúbb, býr langt frá golfvelli og hefur engar pokabuxur)
5. Myndaalbúm af gömlu flottu íbúðinni (sagan rakin í máli og myndum)
orð dagsins: Hlátur er smitandi, því hlæ ég aldrei
Comments:
Skrifa ummæli