<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

ég og Haukur ætlum að kíkja aðeins í Tívolíið í kvöld því við erum með frímiða og fara svo á Stengade 30 og kíkja á nokkrar hljómsveitir ..frítt þar inn. Endilega komið með ef þið hafð áhuga.

mánudagur, nóvember 29, 2004

mánudagsljóðið
I walk inside the gloomy room and I look around
I see the pale faces of the people I dont like
but yours is the face I intent to see tonight
even though you live that fancy lifestyle,
I know your heart beats for something you still havent seen
Tonight you will see you see
Tonight you will beat for me
But tonight might also be the night
I will no longer live if you will let me down
lets find out when I come from the toilet

Tilbúna band dagsins: Fun Al. Hann er mjög feitur og er með skegg, spilar á banjo og munnhörpu, skemmtir á hinum ýmsu skemmtunum.

Lag gærdagsins: Everyday is like sunday með Morrissey

Motto dagsins: hafðu ekki áhyggjur, það er bara mánudagur

Maður dagsins: Peter Banks

Vefsíða dagsins: ora.is

Bókstafur dagsins: K

Black Rebel Motorcycle Club er ekkert nema rokkaður Bob Dylan

---ég á Bad Taste á DVD---

(www.gauiemils.blogspot.com var í 7. sæti yfir innihaldslausustu vefsíðunum á netinu samkvæmt könnun sem AOL stóð fyrir)

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Interpol voru frábærir! Þeir tóku nokkur lög af "gamla" disknum sem er gott mál. Þeir voru tvisvar kallaðir upp og þeir enduðu á Stella was a diver and she was always down. Langt nafn á lagi enda langt lag. Enginn einn hápunktur að mínu mati heldur var þetta sannfærandi prógram alveg frá byrjun til enda. Þegar ég sá þá á Leeds Festival í fyrra þá var ég fremst og því náði maður ekki að einbeita sér eins mikið að hlusta en maður sá þá reyndar mun betur. Núna á Vega sat ég á svölunum beint á móti sviðinu og maður gat fylgst með skemmtilegum hreyfingum gauranna þó andlitin voru í móðu en maður gat notið tónlistarinnar betur. Það er ágætis regla að ef maður hefur tækifæri að sjá svona fjörug bönd tvisvar að vera the crazy headbanging rebel boy á fyrstu tónleikunum en vera svo laid back enjoying the music boy á seinni tónleikunum ..einmitt það sem ég gerði á The Strokes og Deftones til að taka dæmi.

Crap ég drakk á fimmtudag, föstudag og laugardag og núna er ég alveg til í að slappa af í baði, með kertaljós allt í kring, sötrandi rauðvín og hlustandi á Kenny G eða Michael Bolton ..mmm ég fæ alveg hjartslátt við tilhugsunina

Ég labbaði framhjá glugga í dag og inni var gaur að dansa á milljón en svo sá hann mig þannig hann var fljótur að hlamma sér á stólinn sinn og draga svo fyrir ..smart move boy!

Ef það væri forrit sem fylgdist með því hvaða gamanþætti ég er búinn að horfa á síðasliðinn mánuð þá væri Seinfeld og Friends í fyrsta sæti by far ..sitcomscrobbler kannski???

Mér sýndist vera jafnt hjá The Beatles vs Bob Dylan þannig ég ætlað láta Bítlana vinna þetta. Ég fór á tónleika með Bob Dylan hérna í köben fyrir ári síðan og ég verð að viðurkenna það voru bara mjög leiðinlegir tónleikar. Eftir á hefði ég frekar vilja sjá Paul McCartney taka Bítlalög eins og hann hefur verið að gera á tónleikum sínum. En vá hvað það væri gaman að sjá Simon & Garfunkel ..það væri sko ekki að blanda saman mjólk og kók...

---ég hef aldrei séð Waterworld---

föstudagur, nóvember 26, 2004

Interpol í kvöld!!!:)

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Louise Idol stelpa (ekki systir Billy Idol) heimsótti mig í gær og við ræddum um samstarfið og hvort eitthvað gæti orðið af því, ég myndi segja að það séu 50% líkur að þetta gangi upp. Svo var hún í mat hjá okkur Hauki og horfði meira að segja á Idol þáttinn þar sem sigurvegaranum var fylgt eftir. Það var einnig viðtal við Louise í þessum þætti og það var svoldið spes, eins og það væri einhver frægur í íbúðinni hjá mér og Hauki. Ok ég veit þetta var enginn Lars Von Trier eða gítarleikarinn í Rasmus en má maður finnast þetta pínu cool :)

Tilbúna band dagsins: Kazaa vs Napster. Tilraunakent tölvupopp, 2 gaurar frá USA, þeir eru á móti downloadi laga með þeim.

---Another Brick in the Wall með Pink Floyd var í fyrsta sæti breska listans þegar ég fæddist---

...kannski ég sé bara another brick in the wall:(......

mánudagur, nóvember 22, 2004

Helgin

Föstudagur
Ég og Haukur fórum til rögguló í rólegheit en svo komu Svenni, Daði og Hersteinn og við spiluðum drykkju Trivial Persute (Persute? Persuit? Presjút? Persut? Perslut? whatever?) þar sem maður klikkaði á köku varð maður að taka staup ..margir tóku mörg staup og sumir líka. Ég stakk svo liðið af því ég freistaðist að fá miða á Nick Cave & the Bad Seeds en án árangurs. 10 aðrir höfðu sömu hugmynd og voru með spjöld sem stóð á Mangler Billet ..billet købes og svo framvegis en ég kom mjög óundirbúinn og ekki með neinn miða. Ég var bara með reikning í vasanum sem ég veifaði bara ..held að fólk hafi alveg skilið það ..nema það hafi haldið að það ætti að borga reikninginn fyrri mig ..semsagt win win situation í rauninni. Eftir að hafa horft öfundar augum á þá sem áttu eftir að sjá Nick Cave þetta kvöld þá fór ég aftur til rögguló og drekkti sorgum mínum. Við fórum svo öll í bæinn.

Við byrjuðum auðvitað á Wallstreet. Þess má geta að Haukur spurði mig daginn eftir hvort hann hefði skemmt sér vel því hann mundi ekki alveg eftir kvöldinu. Haukur, svona var kvöldið: Þú vannst vodkaflösku og við drukkum hana ásamt Sirrý og Sigrúnu og einhverjum Íslendingum sem þarna voru. Síðan keyptiru 20 lög í glimskrattanum og þú fórst úr að ofan og manaðir stelpurnar á staðnum að gera það sama, tvær þeirra voru á brjóstarhaldaranum en fóru ekki úr honum. Svo bauðstu í mig í pool og ég vann þig auðvitað og hélt þar með íslandsmeistaratitlinum. Þú varst mjög fúll við þetta og braust kjuðann. Einhver rumurinn sá þig og sagði að þú værir sterkur og hann vildi fara í þig í sjómann. Þú gerðir það, vannst og vannst þar með aðra vodkaflösku kvöldsins. Svo varstu að þræta við barþjóninn í korter því þú vildir að hún kæmi með eina tölu frá einum uppí þúsund og ef þú myndir giska rétt þá fengir þú þriðju vodkaflöskuna. Hún varð loksins til í þetta eftir að þú sagðir "come on, what are the odds!" Þú giskaðir á 365 og það var rétt! Við fórum svo nokkur á Moose þar sem þér fannst stemningin eitthvað dauf að þú ákvaðst að dansa konga einn þangað til Unkle Moose ákvað að vera með og eftir 5 mínútur var allur staðurinn í halarófu á eftir þér. Þið fóruð svo öll af Moose og niður Strikið í halarófunni og þú varst með hatt þar sem þú safnaðir áheitum. Svo fórstu með allt liðið aftur inn á Moose, eiganda Moose til mikillar gleði þannig hann splæsti á þig fjórðu vodkaflöskunni. Þá kom gítarleikarinn í Rasmus til þín og sagði að þú værir cool gaur og spurði hvort þú vildir ekki syngja við nokkur órafmögnuð Rasmus lög ..þú gerðir það og þú heillaðir stelpurnar með þessu ..fékkst 6 símanúmer á meðan Rasmus gaurinn fékk bara 4. Ég ákvað svo að rífa þig af staðnum og heim því klukkan var orðin 7 og ég abbó því ég fékk engin símanúmer, bara hálfan flatan bjór frá stelpu sem sagðist ekki geta meir (það var satt því hún ældi svo í bjórinn). Þegar við vorum að komað lestastöðinni, þá kemur að okkur blæjubíll og þá var þetta Lars Von Trier sem hafði víst verið á Moose og hann fannst þú vera cool þannig hann skutlaði þér heim. Ég þurfti að taka lestina heim það var ekki pláss í bílnum. Þannig Haukur, þú skemmtir þér vel!

Laugardagur
Ég fór í Julefrokst á ganginum hans Hauks. Ég hef aldrei farið í svona dæmi áður þannig ég hélt að forrétturinn væri aðalréttur og var því saddur fyrir aðallréttinn en ég borðaði hann samt plús eftirréttinn og ég varð líka vel mettaður af þessu. Þetta var held ég nokknuð rólegt julefrokost miðað við sögurnar sem ég hef heyrt frá hinum ýmsu julefrokostum héðan og þaðan.

Sunnudagur
Ég og Björg skelltum okkur á The Black Keys á Loppen. Þetta er band frá Ohio og þeir eru aðeins tveir í bandinu ..svona White Stripes fílíngur í þessu. Það var líka alveg nóg fyrir þá að vera tveir því krafturinn var gífurlegur. Þeir spila 60's blues rock og gítarleikarinn er greinilega vel skólaður í öllum skölum sem til eru á gítar og hann hefur eflaust fundið uppá einhverjum fleiri. Eitt besta live band sem ég hef farið á enda er tónlistinn þeirra eins og sér hönnuð fyrir tónleika. Tékkið á Set You Free ef þið viljið tékka á þessu bandi.

Mánudagsljóðið
he came for a good time
only to find he was a day too late
because the bar had closed
and the girls were gone
with only the broken glass to prove
that this was a night he better had not missed

föstudagur, nóvember 19, 2004

Hvað er að frétta
Þar sem eitthvað af fjölskyldunni les bloggið þá þýðir ekki endalaust að vera með topp eitthvað lista og kúkasögur heldur þarf maður stundum að breyta blogginu sínu í ég gerði-ég fór blogg. Hér eru fréttir:

Í rauninni engar fréttir. Ég er ekki búinn að fara út úr húsi síðan á sunnudag fyrir utan að skreppa aðeins í búð. Ekki að ég sé búinn að vera veikur heldur líður mér bara vel hérna í holunni minni. Ég er búinn að verað heimasíðast, tölvast og tónlistast. Ég er búinn að verað gera lítið demó sem ég mun láta Louise hafa. Ég hringdi í hana í gær og hún sagði að hún væri komin með nokkur tilboð en hún myndi að sjálfsögðu kíkja á mitt demo og hugsa sig svo um ..ég hef krosslagt fingur.
Framundan er kannski tónleikar með Nick Cave í kvöld ef maður nennir að fara niðrettir og freista þess að fá miða en það var uppselt fyrir löngu síðan. Svo er The Black Keys á sunnudaginn á Loppen og svo að lokum Interpol 26. nóvember.
Ég fer til Íslands 8 des og fer aftur til Danmerkur 20. des ..ég vona að maður nái að hitta ykkur gott fólk sem á klakanum kalda eruð.
Ég er svo að fara til Kanarí 20. des og verð til 10. jan. Ég fer með foreldrunum, Guggu systur minni, manninum hennar og barninu þeirra. Við munum spila golf og sleikja sólina. Ég verð 25 ára þarna úti eða 28. des og pabbi verður sextugur ..en hann lítur út fyrir að vera fimmtugur ef ég segi sjálfur frá.
Framtíðin er óljós, kannski maður skelli sér í skóla næsta haust, kannski maður flytji til New York og vinni á kaffihúsi ásamt Felicity, kannski maður fari til Afríku og láti gott af sér leiða, kannski maður geri ekki neitt í mörg ár. Kannski er besti vinur kölska.

Hvað eru annars margir sem trúa þessu með Louise? Þeir fáu sem vita mega ekki svara;)

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Leonard Cohen - Dear Heather
Nýjasta plata Leonard Cohen er bara þó nokkuð góð. Ég er reyndar ekki búinn að hlusta mikið á hana, reyndar bara einu sinni og 3svar á 2 lög en ég fæ strax ákveðna tilfinningu svona svipað og þegar ferðamenn koma til landsins og keyra frá Leifstöð og til Reykjavíkur. Það fyrsta sem þeir eru spurðir að: "how do you like Iceland" ...í mínu tilfelli er það "how do you like this record" ..."uhh yes Gudjon, I think I like it". Tékkið á laginu Dear Heather sem er titillag plötunnar. Það lag er eins og þú sért staddur í David Lynch mynd á Hawaii, hlustandi á trúbotor sem styður sig aðeins við skemmtara og 2 dverga stelpur fyrir bakraddir ...mjög krípí en cool. Annars er ótrúlegt hvað þessi maður er með skemmtilega texta miðað við hvað hann er orðinn gamall. Í fljótu bragði er fær þessi plata 7 Jónasa af 9.

---

The Beatles eða Bob Dylan?

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

topp 5
topp 5 hljómsveitir sem eru mest cool í headphones:

1. Pink Floyd
2. Radiohead
3. Interpol
4. Röyksopp
5. Aphex Twin

Ekki taka þessum listum mínum of alvarlega því ég sulla þessu bara einhvernvegin saman oft. Ég hlusta reyndar sjaldan á tónlist í headphones nema núna uppá síðkastið. Þið megið að sjálfsögðu koma með ykkar skoðun ..be my guest. Prófið að hlusta á Matinee með Franz Ferdinand í headphones (heitir þetta ekki Heyrnatól á íslensku??) maður getur ekki annað en farið í gott skap:)

Rikke vann Idolið í gær og því ætti Louise að geta verið með mér í hljómsveit nema kannski að það fari að rigna yfir hana tilboðum ..en er nú ekki líklegt að hún velji mig ..nema hún vilji vera þriðja hjólið í Nick & Jay (Nick & Jay & Louise) eða þá að hjálpa ABBA með reunion tour ...LABBA kannski? fyrir allan peninginn og til baka.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Barátta Bandanna
Liam er orðinn hress og er tilbúinn í átök dagsins. Með honum er bróðir hans Noel og saman mynda þeir ásamt 2 eða 3 öðrum sem enginn veit hvað heita hljómsveitina (ef hljómsveit skal kalla) Oasis. Oasis er einnig búð í kringlunni (veit ekki hvort hún sé komin í Smáralindina líka?) ..mér finnst að það ætti að stofna búð sem heitir Blur og staðsetja hana alltaf á móti Oasis.

Já Blur vs The Smiths segiði ...Blur spilar lagið Girls & Boys. Hér er brot úr því lagi: "Looking for Girls who want boys Who like boys to be girls Who do boys like they're girls Who do girls like they're boys. Always should be someone you really love." Ég veit ekki hverjir myndu svara ef einhver myndi setja þetta í einkamáladálk Fréttablaðsins. The Smiths koma með lagið "How Soon is Now" sem TATU endurvöktu og sumir vilja meina að hafi gert betur (sumir being Haukur). Hér er texti úr því lagi: Here's a club, if you'd like to go You could meet somebody who really loves you So you go, and you stand on your own And you leave on your own And you go home, and you cry And you want to die." Tveir einfaldir textar en dómararnir eiga meira sameiginlegt með textum The Smiths, sérstakelga Oasis bræðurnir og þeir gefa The Smiths fyrsta stigið. Eitthvað fer þetta fyrir brjóstið á Graham Coxon gítarleikara Blur að hann hættir í hljómsveitinni. Damon Albarn spyr sig þá "Are we out of time with this band?" og kemur með "Out of Time" sem er angurvært lag af nýjustu plötu blurliða "Think Tank". Textabrot úr Out of Time: Where's the love song to set us free, too many people down, everything turning the wrong way round, and I don't know what love will be but if we stop dreaming now, lord know we'll never clear the clouds." Aðeins dýpri texti en úr fyrsta laginu og Liam er farinn að gráta enda fallegt lag (þó ekki Sweet Song (nú eða Good Song) sem eru einnig lög á Think Tank). The Smiths koma með lagið Sunny sem er mjög kúl lag líka. Dómararnir eru að farað gefa Sunny atkvæðið sitt þegar Damon Albarn áttar sig á því að þetta lag er eftir Morrissey en ekki eftir The Smiths enda er Damon mikill Morrissey fan. Morrissey segir "crap, c'mon, Morrissey The Smiths, same shit" en dómararnir ákveða að gefa Blur þetta stig.

Enn og aftur er jafnt í þessari keppni þegar eitt lag er eftir ...tilviljun? nei! Blur spilar núna lagið "Death of a Party" sem er mjög svo þunglyndislegt og einn myndi segja að það væri mjög svo í anda The Smiths/Morrissey (same shit??). Texti úr því lagi: Another night And I thought "Well, well". Go to another party and hang myself Gently on the shelf. The death of the teenager Standing on his own Why did he bother? Should have slept alone". Allir í salnum koma vúúúúú því þetta er mjög svo átakanlegt lag og erfitt að gera dimmara lag ef svo má segja. The Smiths eru nú engvir aukvisar þegar það kemur að þunglyndum lögum þótt Joy Division tróna á toppnum. "Last night I dreamt that somebody loved me" er lagið sem The Smiths koma með í keppninni og hér er textabrot:Last night I dreamt that somebody loved me. No hope, no harm just another false alarm. Last night I felt real arms around me No hope, no harm just another false alarm." og lagið er ótrúlegt, byrjar með drungalegum píanohljómum og verður svo að tónaveislu sem gælir við eyrað eins og lítil tánings stelpa á heitu sumarkvöldi nema það passar betur að vera einn í dimmu, köldu herbergi þegar maður hlustar á þetta lag. Dómararnir segja að textarnir séu álíka góðir en Smiths lagið sé nú ögn betra. Blur er ekki sáttir og segja að það sé bara "betra" því Smiths er löngu hættir og því fíli þá allir. Dómararnir segja já það er satt og Smiths vinna.

Næst eru það The Beatles vs Bob Dylan þar sem þið lesendur góðir veljið sigurvegara. Þið megið þessvegna núna byrja að segja hvert ykkar atkvæði fer og afhverju.

Könnun
Er einhver sem nennir að lesa þetta allt saman??

laugardagur, nóvember 13, 2004

Audioscrobbler
Mörg ykkar hafa heyrt um og eru að nota Audioscrobbler. Þetta fyrirbæri sýnir hvaða tónlist þú ert að spila hverja stundina og einnig hvaða hljómsveitir þið hafið verið að spila ..plús margt fleira, tékkið bara á þessu sjálf. Scrobblerinn minn er búinn að vera bilaður í nokkra daga en hann virðist farinn að virka aftur og núna er allt í gúddí. Ef þið viljið tékka á mér þá er slóðin http://www.audioscrobbler.com:80/user/gauiemils/

það er Laugardagur og þið vitið hvað það þýðir! komið endilega við í gaukshreiðrinu og fáið ykkur einn kaldan eða tvo (þið verðið jú að koma sjálf með bjór sillý people:) :) :) :) :) :) :( :) :( :( :( :) ...margir glaðir mínus nokkrir í fílu gera nokkra glaða.

Barátta bandanna átti að vera í dag. Blur og The Smiths hefðu barist að þessu sinni en einn af gestadómurunum er veikur, það er hann Liam úr Oasis sem liggur veikur undir sæng með shocking 38,1 stiga hita. Kannski kauði verði orðinn hress á morgun. Hann hafði þetta um málið að segja: "it es jest hard to be sick an nottin on telly ya no, not even e geem in premiereshim ey, no City wanking thos United fokkers". fréttagaur: "but what do you think about the competition you cant attent?" Liam: "wha competition??"

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Vinsældarlistinn
núna eru það lög sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa stundina. Þetta verða bara fimm lög því listinn breytist svo ört. Ég birti nýja lista c.a. tvisvar í viku eða bara þegar mér sýnist muhahahaha. Ég er reyndar þannig að það eru yfirleitt ekki ákveðin lög sem eru í uppáhaldi hjá mér heldur kannski frekar ákveðinn diskur eða hljómsveit. Ég á mjög erfitt með að hlusta á sama lagið tvisvar á dag eða oftar. Hérna eru samt lög sem ég hef verið ansi skotinn í undanfarna daga:
(ég kem alltaf með artistann fyrst og svo lagið þar á eftir)

1. The Unicorns - Child Star
2. Low - Immune
3. Interpol - Not Even Jail
4. DJ Shadow - Midnight in a Perfect World
5. Iron & Wine - Free Until They Cut Me Down

Var líka að komast að því að ég hafði gleymt að setja Desire plötuna með Bob Dylan inná topp 100 listann hjá mér, hefði sett hana í c.a. 80. sæti. Einnig ruglaði ég saman plötum með Zero 7 því Simple Things á að vera þarna en ekki When it Falls (sorry Pétur). Ég á bara When it Falls inná tölvunni og hef ekki hlustað mikið á hana en hún á eflaust eftir að poppa upp á næsta topp 100 listanum. Einnig var ég að dusta rykið af Damien Rice plötunni "O" og hún á mjög líklega eftir að fara inná listann á næsta ári sem og Violator með Depeche Mode, en það er einmitt besta plata Hauks að hans mati ..en hver tekur svo sem mark á honum aahahahaaha ...nei bara djókur Haukur minn:)

Vanilla Sky
Ég horfði á Vanilla Sky í gærkvöldi og þetta var í annað sinn sem ég horfi á myndina og hún er betri í annað skiptið því í fyrsta skiptið vissi maður ekki upp né niður en samt var maður meira að segja hálf lost í annað skiptið ..spurning hvernig hún verði í þriðja skiptið??

Annað
það var nú ekkert annað

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Louise í úrslit!
Louise komst óvænt í úrslit í danska Idols þegar hún sló út merkikertið Søren út á glæsilegan hátt. Þetta verður til þess að Louise á möglueika á að vinna Idols keppnina og þá verður sennilega ekkert úr pælingum okkar að stofna hljómsveit, amk í bili. Reyndar á Rikke sem er einnig í úrslitum mun meiri líkur að vinna því hún hefur unnið hjörtu áhorfenda enda skarar hún framúr í söng af öllum þeim keppendum sem hafa verið í Idols.



Ég var með stelpu í bandi sem heitir Mitzi (þessi vinstra megin) en þar sem hún býr í Kolding þá getum við lítið sem ekkert æft okkur saman. Sú stelpa er mun sætari en Louise en þar sem mér finnst Louise passa betur inní bandið með sérkennilega söngstíl sínum þá varð hún fyrir valinu ..einnig getum við æft oftar saman. Svo er ekkert sem stoppar mig í að vera einnig í hljómsveit með Mitzi sem gæti verið með öðrum áherslum ...kannski meira jazzy/folk dæmi ...hver veit ...stay tuned.

Veit einhver símann hjá Jack White? er að spá í að fá hann í site project;)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Barátta Bandanna
Núna er það Coldplay vs Jeff Buckley. Gestadómarinn að þessu sinni er gestadómari í pólska Idols. Það er ekkert að landbúnaði né öðrum atvinnugreinum og við skulum byrja. Coldplay leggur út strax tromp með laginu Yello því þeir eru hræddir við meistara Buckley. Eitthvað er Buckley hræddur líka því hann trompar með laginu Hallelujah, eitt af fáum lögum sem coverið er betra en originalinn þótt originalinn er bara fínn. Bæði þessi lög eru sentimental og fær dómarana til að gráta en vitandi til þess að Buckley er dáinn þá fær hann atkvæðið. Coldplay kemur næst með lagið Trouble sem er um kóngulóavefi og eitthvað og Buckley kemur með lagið Grace sem er á samnefndri plötu. Jón Gnarr er hræddur við kóngulær og kóngulóavefi og gefur Jeff atvæðið sitt. Trommarinn úr Rickshow kannast hinsvegar ekkert við Grace því hann hlustar ekki á tónlist en hann hefur heyrt Trouble hjá konunni sinni sem gefur honum einmitt trouble á hverjum degi (eehehehe). Pólski dómarinn veit ekki einu sinni hver Jeff Buckley er og gefur Coldplay atkvæðið sitt. Úff, núna er allt jafnt og eitt lag eftir. Coldplay kemur með lagið The Scientist sem er af nýjustu plötunni. Hérna er textabrot úr því lagi: "Come up to meet you, tell you I’m sorry. You don’t know how lovely you are. I had to find you, tell you I need you. Tell you I set you apart." Jeffarinn sem gat ekki verið með okkur í stúdíóinu því hann er jú í kistunni sinni og sendir út með talstöð setur út lagið Forget Her sem er lag sem aðeins hörðustu Jeff Buckley aðdáendur vita um. Hér er textabrot: "Her love is a rose, pale and dying. Dropping her petals and then I know. All full of wine, the world before her, was sober with no place to go. Don't fool yourself, she was heartache from the moment that you met her. My heart is so still as I try to find the will to forget her somehow." og lagið bara of fallegt og það er engin spurning hver vinnur. Jeff Buckley áfram og mætir Interpol í undanúrslitum. Á morgun er það svo Blur vs The Smiths ..ágætt að félagarnir í Blur eru að berjast við einhverja aðra en Oasis.

Pétur vinur minn er harður Manchester United fan og sendi mér lag þar sem þeir eru dissandi öll hin liðin og ég veit ekki hvað og hvað. En sýnir þetta ekki svoldið óöryggi hjá þeim í woMan Utd? Þetta er reyndar frekar fyndið lag þótt ég eigi að kallast Liverpool fan. Ef þið viljið tékka á þessu lagi farið þá hingað og klikkið á: "Hérna er allavega lagið og textinn fyrir neðan".

...ég fór að kúka um daginn með headphones á mér og það var bara mjög gaman að hafa smá tónlist í eyrunum þegar maður gerir númer 2. Pínu hommalegt en hefði getað reddað því með að hlusta t.d. á Metallica (þeir eru nú hommar segja sumir) en í staðin hlustaði ég á Blondie ..ég hlustaði amk ekki á Gay Bar!

mánudagur, nóvember 08, 2004

Idol stjarna og Gaui Emils í samstarf



Idol þáttakandinn Louise hefur ákveðið að vera með mér í hljómsveit. Ég hringdi í hana 2. dögum eftir að hún datt úr keppninni og spurði hvort hún vildi hitta mig. Hún gerði það svo í gær og ég lét hana hafa 4. laga demó og leist stelpa það vel á að hún vildi byrja með mér ...í hljómsveit. Louise er reyndar komin aftur inní Idol keppnina því TDC fokkuðu upp sms talningunni og fær hún því að taka aftur þátt í keppninni sem er næsta þriðjudag á TV3. Það er í rauninni slæmt fyrir mig ef hún myndi vinna þessa keppni því þá fær hún plötusamning og 500.00 dkr og þá er hún ekkert á leiðinni að spila með mér neitt. Þannig ég bið ykkur um að kjósa hana ekki;) ..neinei það væri mjög cool ef hún myndi lenda í öðru sæti en þau eru núna fjögur eftir og tveir detta út næsta þriðjudag.

Barátta Bandanna
ný þáttaröð er hafin göngu sína akkurat núna. Barátta Bandanna er bloggþáttur fyrir alla fjölskylduna einmitt hér og aðeins hér á Gaui Emils Blogg þar sem börn baka kökur og hafa gaman af. 8 bönd berjast um titilinn Bandmeistarinn. Þetta er útsláttarkeppni og tek ég fyrir tvö bönd hverju sinni. Bandmeistarinn verður svo leistur út með geisladiskum með sinni eigin tónlist. Barátta Bandanna er styrkt af Baráttumóti kvenna sem er golfmót sem haldið er ár hvert í Golfklúbbi Reykjavíkur. Dómarar keppninar er Jón Gnarr og trommarinn sem var í Rickshow. Gestadómari að þessu sinni er gaurinn sem lék í Staur auglýsingunum í eld eld gamla daga "ég er ekkert með langan haus". Keppendur eru eftirtaldir:

Air vs Interpol
Coldplay vs Jeff Buckley
Blur vs The Smiths
The Beatles vs Bob Dylan

VIð byrjum á Air vs Interpol ...einn tveir og elda!!! Air leggur lagið Playground Love í keppnina og Interpol svarar með laginu Stella was a diver and she was always down sem er líka hálfgert ástarlag. Jón segist eiga ljúfar minningar við Playground Love og trommarinn líka en staur gaurinn segist bara vera með langan haus þannig fyrsta stigið fær Air. Næst leggur air fram nokkuð nýtt lag sem heitir Cherry Blossom Girl sem hefur hina undurfögru Hope Sandoval sem spilar á hljóðfærið söngur í því lagi. Interpol leggur fram Say Hello to the angels sem er þrusu þéttur slagari og virkar vel í öll partý og Jón er að fíla það í botn ..Air 1, Interpol 1. Air á nú mörg lögin á Moon Safari og kemur með Sexy Boy (hefðu átt að leggja fram lagið All I Need sem er eitt besta lag allra tíma en þetta eru frakkar og þeir vita ekkert). Interpol sá hversu góð áhrif síðasta lag hafði og leggur því fram Not Even Jail sem er nýtt lag af nýju plötunni Antics. Staur gaurinn tekur meira að segja við sér og segir að þetta lag sé alveg þráðbeint og úrslitin eru klár Interpol er áfram. Á góðum degi hefði Air átt að taka þetta en hugsunarleysi í lagavali varð þeim að falli í þetta sinn. Interpol 2, Air 1. Næst verða það Coldplay og Jeff Buckley sem glíma og gaman verður að sjá hvort sumir verða yellow og aðrir segi hallelujah.

...bad TV er eitt, steiktur laukur er annað...

laugardagur, nóvember 06, 2004

og listarnir halda áfram..

Topp 30 bestu plötur ever ef ég þættist vera cool og myndi hafa áhyggjur af áliti annara:

1. The Beatles - Revolver
2. The Beach Boys - Pet Sounds
3. Bob Dylan - Blonde on Blonde
4. Stone Roses - Stone Roses
5. The Beatles - Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band
6. The Velvet Underground - Velvet Underground & Nico
7. Radiohead - OK Computer
8. Nirvana - Nevermind
9. Pink Floyd - Dark Side of the Moon
10. Radiohead - The Bends
11. U2 - The Josah Tree
12. Rolling Stones - Exile on Main Street
13. The Smiths - The Queen is Dead
14. Led Zeppelin - Led Zeppelin IV
15. The Clash - London Calling
16. The Strokes - Is This It
17. Simon & Garfunkel - Bridge Over Troubled Water
18. Jimi Hendrix - Are You Experienced?
19. Pixies - Doolittle
20. AC/DC - Back in Black
21. REM - Automatic for the People
22. Jeff Buckley - Grace
23. Michael Jackson - Thriller
24. David Bowie - Hunky Dory
25. The Beatles - Abbey Road
26. Bob Dylan - Blood on the Tracks
27. Beck - Odelay
28. The Doors - The Doors
29. Metallica - Metallica
30. Massive Attack - Messanine

...en ég er ekki cool

föstudagur, nóvember 05, 2004

Sprenging í Kolding

Það varð sprenging í gamla heimabæ mínum Kolding fyrir nokkrum dögum þegar flugeldaverskmiðja sprakk í loft upp. Einn slökkviliðsmaður lést og um 80 særðust. Ég hélt að þessi tala væri fáránleg og ímyndaði mér smá sprengingu en ekki eftir að ég sá ÞETTA myndband frá íslenskum stráki sem er við nám í Kolding. Tékkið einnig á ÞESSU myndbandi sem varð eftir þessa sprengingu.

Það hafði einmitt samband við mig maður að nafni Sighvatur (held ég alveg örugglega) sem hefur unnið í útvarpi í mörg ár á Norðurljósum og einnig verið eitthvað tengdur fréttum þar á bæ að ég held. Hann stundar núna nám í Aarhus og vildi vita hvort ég vissi af einhverjum Íslendingum í Kolding því hann ætlaði að fjalla um sprenginguna. Ég sagðist sko heldur betur vita af nokkrum þar þannig ég gaf símanúmer hjá nokkrum krökkum í Kolding. Árni Már vinur minn gaf þessum manni símann minn því hann var með mér þarna í Kolding og einnig er hann besti útvarpsmaður Íslensku þjóðarinnar í dag og jafnvel á topp 5 listanum frá upphafi ..bara synd að hann skuli vera á FM957;) ..en nú spyr ég þig Árni, ekki var þetta hann Hvati ..as in Hvati og félagar?? Ef svo er þá var þetta ekki eina "selebbið" sem ég talaði við í gær ..en ég segi frá hinu selebbinu nema ákveðið gerist sem ég segi ekki strax frá og aldrei ef ekkert verður úr því ...spennó ekki satt!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

topp 1-25 bestu plötur allra allra allra tíma ever og mér er sama hvað þið segið;)


1. yo la tengo - and then nothing turned itself inside-out
2. Jeff Buckly - grace
3. air - moon safari
4. nirvana - smells like teen spirit
5. sigur rós - ágætis byrjun
6. the smiths - the queen is dead
7. radiohead - the bends
8. travis - the man who
9. interpol - turn on the bright lights
10. the strokes - is this it
11. pulp - different class
12. the shins - oh, inverted world
13. doves - lost souls
14. mazzy star - among my swan
15. lambchop - is a woman
16. smashing pumpkins - siamese dream
17. the smiths - hatful of hollow
18. low - things we lost in the fire
19. radiohead - ok computer
20. hope sandoval - bravarian fruit bread
21. m. ward - transfiguration of vincent
22. yo la tengo - I can hear the hart beating as one
23. the shins - chutes too narrow
24. goldfrapp - felt mountain
25. stina nordenstam - and she closed her eyes

ha?? ekki sammála!? hvað viljið þið þá hafa í staðin??

Tók eftir því að á topp 100 listanum mínum eru 5 plötur með Yo La Tengo. 4 með Radiohead, The Beatles, og Elliott Smith. 3 með Low, Incubus, Nirvana og The Smiths. Svo eru mörg bönd með 2 plötur á listanum. Ég sé að ég á samt eftir að þroskast heilmikið í tónlistinni því ég er nokkuð viss um að þessi listi muni verða ansi breyttur eftir 5 ár eða svo.
þegar ég skrifa þetta er Bush sennilega að verða endurkjörinn ...alveg ótrúlegt.

ég og Björg föttuðum uppá þessum lista:
Topp 5 atriði sem er hallærislegt að gera einn:
1. Fara að djamma
2. Fara í pool í keiluhöllinni
3. Fara í útilegu
4. Fara í bíó
5. Fara á tónleika

..reyndar geri ég númer 5 ansi oft. Fer sennilega einn á The Black Keys 21. nóvember því enginn veit hverjir þeir eru af vinum mínum ...huh, friends like these

Veit einhver hvernig maður fær símanúmer hjá einstaklingi sem hefur dottið úr Idol keppninni ekki alls fyrir löngu?

Í kvöld kemur svo topp 100 listinn ...ohhhhhhhh svo spennandi!!!!!!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Innflutningspartýið
Partýið var bara mjög vel heppnað eins og sést á þessum myndum ..do I need to say more. Vil þakka öllum sem komu fyrir gott kvöld.

Helena er kona dagsins í gær og í dag því hún átti afmæli í gær og hún er örugglega með bros á vor í dag sem og í gær og á morgun.

John Peel er farinn yfir hæðina og yfir móðuna. Breskur útvarspgaur sem tók upp fjöldan allan af böndum ..hvaða band tók hann ekki upp kallinn?? náði alltaf að útsetja lögin á skemmtilegan hátt eins og t.d. þegar Nirvana leit í heimsókn til hans, ég á þetta session og það er alveg magnað.

Ætti maður að horfa á Kerry vs Bush ...þetta er eins og að fylgjast með Liverpool vs Arsenal því ef rétta liðið vinnur er maður mjöööög hamingjusamur en ef ranga liðið vinnur þá verður maður mjög leiður og heimurinn virðist dekkri og kaldari.

Ég birti svo restina af topp 100 bestu plötum ever á morgun. Þetta eru plötur sem þið verðið að eiga cuz I say so!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?