<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Leonard Cohen - Dear Heather
Nýjasta plata Leonard Cohen er bara þó nokkuð góð. Ég er reyndar ekki búinn að hlusta mikið á hana, reyndar bara einu sinni og 3svar á 2 lög en ég fæ strax ákveðna tilfinningu svona svipað og þegar ferðamenn koma til landsins og keyra frá Leifstöð og til Reykjavíkur. Það fyrsta sem þeir eru spurðir að: "how do you like Iceland" ...í mínu tilfelli er það "how do you like this record" ..."uhh yes Gudjon, I think I like it". Tékkið á laginu Dear Heather sem er titillag plötunnar. Það lag er eins og þú sért staddur í David Lynch mynd á Hawaii, hlustandi á trúbotor sem styður sig aðeins við skemmtara og 2 dverga stelpur fyrir bakraddir ...mjög krípí en cool. Annars er ótrúlegt hvað þessi maður er með skemmtilega texta miðað við hvað hann er orðinn gamall. Í fljótu bragði er fær þessi plata 7 Jónasa af 9.

---

The Beatles eða Bob Dylan?
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?