<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 15, 2004

Barátta Bandanna
Liam er orðinn hress og er tilbúinn í átök dagsins. Með honum er bróðir hans Noel og saman mynda þeir ásamt 2 eða 3 öðrum sem enginn veit hvað heita hljómsveitina (ef hljómsveit skal kalla) Oasis. Oasis er einnig búð í kringlunni (veit ekki hvort hún sé komin í Smáralindina líka?) ..mér finnst að það ætti að stofna búð sem heitir Blur og staðsetja hana alltaf á móti Oasis.

Já Blur vs The Smiths segiði ...Blur spilar lagið Girls & Boys. Hér er brot úr því lagi: "Looking for Girls who want boys Who like boys to be girls Who do boys like they're girls Who do girls like they're boys. Always should be someone you really love." Ég veit ekki hverjir myndu svara ef einhver myndi setja þetta í einkamáladálk Fréttablaðsins. The Smiths koma með lagið "How Soon is Now" sem TATU endurvöktu og sumir vilja meina að hafi gert betur (sumir being Haukur). Hér er texti úr því lagi: Here's a club, if you'd like to go You could meet somebody who really loves you So you go, and you stand on your own And you leave on your own And you go home, and you cry And you want to die." Tveir einfaldir textar en dómararnir eiga meira sameiginlegt með textum The Smiths, sérstakelga Oasis bræðurnir og þeir gefa The Smiths fyrsta stigið. Eitthvað fer þetta fyrir brjóstið á Graham Coxon gítarleikara Blur að hann hættir í hljómsveitinni. Damon Albarn spyr sig þá "Are we out of time with this band?" og kemur með "Out of Time" sem er angurvært lag af nýjustu plötu blurliða "Think Tank". Textabrot úr Out of Time: Where's the love song to set us free, too many people down, everything turning the wrong way round, and I don't know what love will be but if we stop dreaming now, lord know we'll never clear the clouds." Aðeins dýpri texti en úr fyrsta laginu og Liam er farinn að gráta enda fallegt lag (þó ekki Sweet Song (nú eða Good Song) sem eru einnig lög á Think Tank). The Smiths koma með lagið Sunny sem er mjög kúl lag líka. Dómararnir eru að farað gefa Sunny atkvæðið sitt þegar Damon Albarn áttar sig á því að þetta lag er eftir Morrissey en ekki eftir The Smiths enda er Damon mikill Morrissey fan. Morrissey segir "crap, c'mon, Morrissey The Smiths, same shit" en dómararnir ákveða að gefa Blur þetta stig.

Enn og aftur er jafnt í þessari keppni þegar eitt lag er eftir ...tilviljun? nei! Blur spilar núna lagið "Death of a Party" sem er mjög svo þunglyndislegt og einn myndi segja að það væri mjög svo í anda The Smiths/Morrissey (same shit??). Texti úr því lagi: Another night And I thought "Well, well". Go to another party and hang myself Gently on the shelf. The death of the teenager Standing on his own Why did he bother? Should have slept alone". Allir í salnum koma vúúúúú því þetta er mjög svo átakanlegt lag og erfitt að gera dimmara lag ef svo má segja. The Smiths eru nú engvir aukvisar þegar það kemur að þunglyndum lögum þótt Joy Division tróna á toppnum. "Last night I dreamt that somebody loved me" er lagið sem The Smiths koma með í keppninni og hér er textabrot:Last night I dreamt that somebody loved me. No hope, no harm just another false alarm. Last night I felt real arms around me No hope, no harm just another false alarm." og lagið er ótrúlegt, byrjar með drungalegum píanohljómum og verður svo að tónaveislu sem gælir við eyrað eins og lítil tánings stelpa á heitu sumarkvöldi nema það passar betur að vera einn í dimmu, köldu herbergi þegar maður hlustar á þetta lag. Dómararnir segja að textarnir séu álíka góðir en Smiths lagið sé nú ögn betra. Blur er ekki sáttir og segja að það sé bara "betra" því Smiths er löngu hættir og því fíli þá allir. Dómararnir segja já það er satt og Smiths vinna.

Næst eru það The Beatles vs Bob Dylan þar sem þið lesendur góðir veljið sigurvegara. Þið megið þessvegna núna byrja að segja hvert ykkar atkvæði fer og afhverju.

Könnun
Er einhver sem nennir að lesa þetta allt saman??
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?