<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Barátta Bandanna
Núna er það Coldplay vs Jeff Buckley. Gestadómarinn að þessu sinni er gestadómari í pólska Idols. Það er ekkert að landbúnaði né öðrum atvinnugreinum og við skulum byrja. Coldplay leggur út strax tromp með laginu Yello því þeir eru hræddir við meistara Buckley. Eitthvað er Buckley hræddur líka því hann trompar með laginu Hallelujah, eitt af fáum lögum sem coverið er betra en originalinn þótt originalinn er bara fínn. Bæði þessi lög eru sentimental og fær dómarana til að gráta en vitandi til þess að Buckley er dáinn þá fær hann atkvæðið. Coldplay kemur næst með lagið Trouble sem er um kóngulóavefi og eitthvað og Buckley kemur með lagið Grace sem er á samnefndri plötu. Jón Gnarr er hræddur við kóngulær og kóngulóavefi og gefur Jeff atvæðið sitt. Trommarinn úr Rickshow kannast hinsvegar ekkert við Grace því hann hlustar ekki á tónlist en hann hefur heyrt Trouble hjá konunni sinni sem gefur honum einmitt trouble á hverjum degi (eehehehe). Pólski dómarinn veit ekki einu sinni hver Jeff Buckley er og gefur Coldplay atkvæðið sitt. Úff, núna er allt jafnt og eitt lag eftir. Coldplay kemur með lagið The Scientist sem er af nýjustu plötunni. Hérna er textabrot úr því lagi: "Come up to meet you, tell you I’m sorry. You don’t know how lovely you are. I had to find you, tell you I need you. Tell you I set you apart." Jeffarinn sem gat ekki verið með okkur í stúdíóinu því hann er jú í kistunni sinni og sendir út með talstöð setur út lagið Forget Her sem er lag sem aðeins hörðustu Jeff Buckley aðdáendur vita um. Hér er textabrot: "Her love is a rose, pale and dying. Dropping her petals and then I know. All full of wine, the world before her, was sober with no place to go. Don't fool yourself, she was heartache from the moment that you met her. My heart is so still as I try to find the will to forget her somehow." og lagið bara of fallegt og það er engin spurning hver vinnur. Jeff Buckley áfram og mætir Interpol í undanúrslitum. Á morgun er það svo Blur vs The Smiths ..ágætt að félagarnir í Blur eru að berjast við einhverja aðra en Oasis.

Pétur vinur minn er harður Manchester United fan og sendi mér lag þar sem þeir eru dissandi öll hin liðin og ég veit ekki hvað og hvað. En sýnir þetta ekki svoldið óöryggi hjá þeim í woMan Utd? Þetta er reyndar frekar fyndið lag þótt ég eigi að kallast Liverpool fan. Ef þið viljið tékka á þessu lagi farið þá hingað og klikkið á: "Hérna er allavega lagið og textinn fyrir neðan".

...ég fór að kúka um daginn með headphones á mér og það var bara mjög gaman að hafa smá tónlist í eyrunum þegar maður gerir númer 2. Pínu hommalegt en hefði getað reddað því með að hlusta t.d. á Metallica (þeir eru nú hommar segja sumir) en í staðin hlustaði ég á Blondie ..ég hlustaði amk ekki á Gay Bar!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?