<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Interpol voru frábærir! Þeir tóku nokkur lög af "gamla" disknum sem er gott mál. Þeir voru tvisvar kallaðir upp og þeir enduðu á Stella was a diver and she was always down. Langt nafn á lagi enda langt lag. Enginn einn hápunktur að mínu mati heldur var þetta sannfærandi prógram alveg frá byrjun til enda. Þegar ég sá þá á Leeds Festival í fyrra þá var ég fremst og því náði maður ekki að einbeita sér eins mikið að hlusta en maður sá þá reyndar mun betur. Núna á Vega sat ég á svölunum beint á móti sviðinu og maður gat fylgst með skemmtilegum hreyfingum gauranna þó andlitin voru í móðu en maður gat notið tónlistarinnar betur. Það er ágætis regla að ef maður hefur tækifæri að sjá svona fjörug bönd tvisvar að vera the crazy headbanging rebel boy á fyrstu tónleikunum en vera svo laid back enjoying the music boy á seinni tónleikunum ..einmitt það sem ég gerði á The Strokes og Deftones til að taka dæmi.

Crap ég drakk á fimmtudag, föstudag og laugardag og núna er ég alveg til í að slappa af í baði, með kertaljós allt í kring, sötrandi rauðvín og hlustandi á Kenny G eða Michael Bolton ..mmm ég fæ alveg hjartslátt við tilhugsunina

Ég labbaði framhjá glugga í dag og inni var gaur að dansa á milljón en svo sá hann mig þannig hann var fljótur að hlamma sér á stólinn sinn og draga svo fyrir ..smart move boy!

Ef það væri forrit sem fylgdist með því hvaða gamanþætti ég er búinn að horfa á síðasliðinn mánuð þá væri Seinfeld og Friends í fyrsta sæti by far ..sitcomscrobbler kannski???

Mér sýndist vera jafnt hjá The Beatles vs Bob Dylan þannig ég ætlað láta Bítlana vinna þetta. Ég fór á tónleika með Bob Dylan hérna í köben fyrir ári síðan og ég verð að viðurkenna það voru bara mjög leiðinlegir tónleikar. Eftir á hefði ég frekar vilja sjá Paul McCartney taka Bítlalög eins og hann hefur verið að gera á tónleikum sínum. En vá hvað það væri gaman að sjá Simon & Garfunkel ..það væri sko ekki að blanda saman mjólk og kók...

---ég hef aldrei séð Waterworld---
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?