<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 19, 2004

Hvað er að frétta
Þar sem eitthvað af fjölskyldunni les bloggið þá þýðir ekki endalaust að vera með topp eitthvað lista og kúkasögur heldur þarf maður stundum að breyta blogginu sínu í ég gerði-ég fór blogg. Hér eru fréttir:

Í rauninni engar fréttir. Ég er ekki búinn að fara út úr húsi síðan á sunnudag fyrir utan að skreppa aðeins í búð. Ekki að ég sé búinn að vera veikur heldur líður mér bara vel hérna í holunni minni. Ég er búinn að verað heimasíðast, tölvast og tónlistast. Ég er búinn að verað gera lítið demó sem ég mun láta Louise hafa. Ég hringdi í hana í gær og hún sagði að hún væri komin með nokkur tilboð en hún myndi að sjálfsögðu kíkja á mitt demo og hugsa sig svo um ..ég hef krosslagt fingur.
Framundan er kannski tónleikar með Nick Cave í kvöld ef maður nennir að fara niðrettir og freista þess að fá miða en það var uppselt fyrir löngu síðan. Svo er The Black Keys á sunnudaginn á Loppen og svo að lokum Interpol 26. nóvember.
Ég fer til Íslands 8 des og fer aftur til Danmerkur 20. des ..ég vona að maður nái að hitta ykkur gott fólk sem á klakanum kalda eruð.
Ég er svo að fara til Kanarí 20. des og verð til 10. jan. Ég fer með foreldrunum, Guggu systur minni, manninum hennar og barninu þeirra. Við munum spila golf og sleikja sólina. Ég verð 25 ára þarna úti eða 28. des og pabbi verður sextugur ..en hann lítur út fyrir að vera fimmtugur ef ég segi sjálfur frá.
Framtíðin er óljós, kannski maður skelli sér í skóla næsta haust, kannski maður flytji til New York og vinni á kaffihúsi ásamt Felicity, kannski maður fari til Afríku og láti gott af sér leiða, kannski maður geri ekki neitt í mörg ár. Kannski er besti vinur kölska.

Hvað eru annars margir sem trúa þessu með Louise? Þeir fáu sem vita mega ekki svara;)
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?