mánudagur, nóvember 08, 2004
Idol stjarna og Gaui Emils í samstarf
Idol þáttakandinn Louise hefur ákveðið að vera með mér í hljómsveit. Ég hringdi í hana 2. dögum eftir að hún datt úr keppninni og spurði hvort hún vildi hitta mig. Hún gerði það svo í gær og ég lét hana hafa 4. laga demó og leist stelpa það vel á að hún vildi byrja með mér ...í hljómsveit. Louise er reyndar komin aftur inní Idol keppnina því TDC fokkuðu upp sms talningunni og fær hún því að taka aftur þátt í keppninni sem er næsta þriðjudag á TV3. Það er í rauninni slæmt fyrir mig ef hún myndi vinna þessa keppni því þá fær hún plötusamning og 500.00 dkr og þá er hún ekkert á leiðinni að spila með mér neitt. Þannig ég bið ykkur um að kjósa hana ekki;) ..neinei það væri mjög cool ef hún myndi lenda í öðru sæti en þau eru núna fjögur eftir og tveir detta út næsta þriðjudag.
Barátta Bandanna
ný þáttaröð er hafin göngu sína akkurat núna. Barátta Bandanna er bloggþáttur fyrir alla fjölskylduna einmitt hér og aðeins hér á Gaui Emils Blogg þar sem börn baka kökur og hafa gaman af. 8 bönd berjast um titilinn Bandmeistarinn. Þetta er útsláttarkeppni og tek ég fyrir tvö bönd hverju sinni. Bandmeistarinn verður svo leistur út með geisladiskum með sinni eigin tónlist. Barátta Bandanna er styrkt af Baráttumóti kvenna sem er golfmót sem haldið er ár hvert í Golfklúbbi Reykjavíkur. Dómarar keppninar er Jón Gnarr og trommarinn sem var í Rickshow. Gestadómari að þessu sinni er gaurinn sem lék í Staur auglýsingunum í eld eld gamla daga "ég er ekkert með langan haus". Keppendur eru eftirtaldir:
Air vs Interpol
Coldplay vs Jeff Buckley
Blur vs The Smiths
The Beatles vs Bob Dylan
VIð byrjum á Air vs Interpol ...einn tveir og elda!!! Air leggur lagið Playground Love í keppnina og Interpol svarar með laginu Stella was a diver and she was always down sem er líka hálfgert ástarlag. Jón segist eiga ljúfar minningar við Playground Love og trommarinn líka en staur gaurinn segist bara vera með langan haus þannig fyrsta stigið fær Air. Næst leggur air fram nokkuð nýtt lag sem heitir Cherry Blossom Girl sem hefur hina undurfögru Hope Sandoval sem spilar á hljóðfærið söngur í því lagi. Interpol leggur fram Say Hello to the angels sem er þrusu þéttur slagari og virkar vel í öll partý og Jón er að fíla það í botn ..Air 1, Interpol 1. Air á nú mörg lögin á Moon Safari og kemur með Sexy Boy (hefðu átt að leggja fram lagið All I Need sem er eitt besta lag allra tíma en þetta eru frakkar og þeir vita ekkert). Interpol sá hversu góð áhrif síðasta lag hafði og leggur því fram Not Even Jail sem er nýtt lag af nýju plötunni Antics. Staur gaurinn tekur meira að segja við sér og segir að þetta lag sé alveg þráðbeint og úrslitin eru klár Interpol er áfram. Á góðum degi hefði Air átt að taka þetta en hugsunarleysi í lagavali varð þeim að falli í þetta sinn. Interpol 2, Air 1. Næst verða það Coldplay og Jeff Buckley sem glíma og gaman verður að sjá hvort sumir verða yellow og aðrir segi hallelujah.
...bad TV er eitt, steiktur laukur er annað...
Idol þáttakandinn Louise hefur ákveðið að vera með mér í hljómsveit. Ég hringdi í hana 2. dögum eftir að hún datt úr keppninni og spurði hvort hún vildi hitta mig. Hún gerði það svo í gær og ég lét hana hafa 4. laga demó og leist stelpa það vel á að hún vildi byrja með mér ...í hljómsveit. Louise er reyndar komin aftur inní Idol keppnina því TDC fokkuðu upp sms talningunni og fær hún því að taka aftur þátt í keppninni sem er næsta þriðjudag á TV3. Það er í rauninni slæmt fyrir mig ef hún myndi vinna þessa keppni því þá fær hún plötusamning og 500.00 dkr og þá er hún ekkert á leiðinni að spila með mér neitt. Þannig ég bið ykkur um að kjósa hana ekki;) ..neinei það væri mjög cool ef hún myndi lenda í öðru sæti en þau eru núna fjögur eftir og tveir detta út næsta þriðjudag.
Barátta Bandanna
ný þáttaröð er hafin göngu sína akkurat núna. Barátta Bandanna er bloggþáttur fyrir alla fjölskylduna einmitt hér og aðeins hér á Gaui Emils Blogg þar sem börn baka kökur og hafa gaman af. 8 bönd berjast um titilinn Bandmeistarinn. Þetta er útsláttarkeppni og tek ég fyrir tvö bönd hverju sinni. Bandmeistarinn verður svo leistur út með geisladiskum með sinni eigin tónlist. Barátta Bandanna er styrkt af Baráttumóti kvenna sem er golfmót sem haldið er ár hvert í Golfklúbbi Reykjavíkur. Dómarar keppninar er Jón Gnarr og trommarinn sem var í Rickshow. Gestadómari að þessu sinni er gaurinn sem lék í Staur auglýsingunum í eld eld gamla daga "ég er ekkert með langan haus". Keppendur eru eftirtaldir:
Air vs Interpol
Coldplay vs Jeff Buckley
Blur vs The Smiths
The Beatles vs Bob Dylan
VIð byrjum á Air vs Interpol ...einn tveir og elda!!! Air leggur lagið Playground Love í keppnina og Interpol svarar með laginu Stella was a diver and she was always down sem er líka hálfgert ástarlag. Jón segist eiga ljúfar minningar við Playground Love og trommarinn líka en staur gaurinn segist bara vera með langan haus þannig fyrsta stigið fær Air. Næst leggur air fram nokkuð nýtt lag sem heitir Cherry Blossom Girl sem hefur hina undurfögru Hope Sandoval sem spilar á hljóðfærið söngur í því lagi. Interpol leggur fram Say Hello to the angels sem er þrusu þéttur slagari og virkar vel í öll partý og Jón er að fíla það í botn ..Air 1, Interpol 1. Air á nú mörg lögin á Moon Safari og kemur með Sexy Boy (hefðu átt að leggja fram lagið All I Need sem er eitt besta lag allra tíma en þetta eru frakkar og þeir vita ekkert). Interpol sá hversu góð áhrif síðasta lag hafði og leggur því fram Not Even Jail sem er nýtt lag af nýju plötunni Antics. Staur gaurinn tekur meira að segja við sér og segir að þetta lag sé alveg þráðbeint og úrslitin eru klár Interpol er áfram. Á góðum degi hefði Air átt að taka þetta en hugsunarleysi í lagavali varð þeim að falli í þetta sinn. Interpol 2, Air 1. Næst verða það Coldplay og Jeff Buckley sem glíma og gaman verður að sjá hvort sumir verða yellow og aðrir segi hallelujah.
...bad TV er eitt, steiktur laukur er annað...
Comments:
Skrifa ummæli