<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég hef lært mína lexíu, ég ætla aldrei að fara á hvítvínsfyllerí aftur! "now I know how Jeanne of Arc felt" Gefið mér bara kippu af ódýrum bjór og ég er sáttur. Laugardagurinn fór í að jafna mig á mistökunum. Talandi um Jeanne of Arc, ég horfði á þá mynd í gær í fyrsta skiptið og hún er bara drullu góð ..svakalegt eitt atriðið í byrjun myndarinnar!

Fyrst ég er að vitna í The Smiths texta því ekki að koma með topp 5 bestu Smiths lögin. Þetta er reyndar eins og að gera upp á milli barnana sinna því The Smiths er besta hljómsveit fyrr og síðar! og best að bæta við nokkrum !!!!!!!!! í viðbót.

1. There is a light and it never goes out
2. Last night I dreamt that somebody loved me
3. Big Mouth
4. Heaven knows Im miserable now
5. Cemetry gates

...they all have so wonderful names dont they! Reynar fer 5. sæti eftir skapi hverju sinni.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Everything must go
ég flyt út fljótlega og þarf því að koma dótinu mínu fyrir einhversstaðar. Ég verð ekki með fast heimili næsta árið því ég verð í kollegiherberginu hennar Bjargar á meðan hún er á Íslandi, svo ætla ég í hojskole í haust og svo kannski smá til Íslands og svo jafnvel til New York en það er allt annar Gvendur. Ég þarf því að koma dótinu mínu í pössun í rúmt ár og þið megið fá allt lánað á meðan ef þið viljið. Ég er með skáp, 2 hillur, 2 kommóður, tölvuborð, sjónvarp, video, tölvustól, græjur/hátalara, 2 ryksugur, diskar, glös, samlokugrill, kaffikönnu, ristavél og annað eldhúsdót, örbylgjuofn, standlampi, svartur flottur stóll og fleira. Einnig eru 4 rúm hérna! Rúmin hans Hauks og mín, Haukur vill selja þau á slikk og þau geta farið núna strax en mín fara í apríl og þið megið hafa þau frítt í rúmt ár. Látið mig vita hvað þið viljið af öllu þessu dóti.

Gaukshreiðrið þarf leigjendur í mars og apríl
Þannig ef þið vitið um einhverja sem vilja leigja Gaukshreiðrið á þessum tíma eða jafnvel styttri tíma, t.d. eina viku (tilvalið fyrir Íslendinga sem koma hingað í frí) látið mig þá vita. Leigan verður ekki há. Vika hugsanlega á 900kr, mánuður c.a. 2300kr, allt eftir samkomulagi ...kommon people, reddið mér!:)

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Eftir að hafa talað við Svenna um að það séu engin skemmtileg bönd að koma til Köben þá sá ég akkurat á netinu að mínir heitt elskuðu Low eru að farað spila á Vega 13.04. Þetta yrði í þriðja sinn sem ég færi á tónleika með þeim og vonandi ekki það síðasta. Í síðustu tvö skiptin var ég með auka miða og gat því dregið með mér heppna/óheppna einstaklinga en ég efast um að ég verði með auka miða í ár.

Hérna eru tónleikar sem maður ætti kannski að fara á, en maður á bara eftir að fara á brot af þessu:

Bright Eyes + Rilo Kiley
Mikael Simpson
Mercury Rev
22 Pistepirkko
Kool and the Gang
Jon Spencer Blues Explosion
Emiliana Torrini
Le Tigre + Stereo Total
Edith Piaf

..ég fyrirgef mér aldrei að hafa misst af The Magnetic Fields og Nick Cave & the Bad Seeds fyrir nokkrum mánuðum!:(

mánudagur, febrúar 21, 2005

Audioscrobblerinn minn virðist loksins farinn að virka aftur. Þið getið því farið að sjá aftur hvaða tónlist þið ættuð að hlusta á því ég er jú auðvitað eins og þið öll vitið með flottasta, besta og fágaðasta tónlistarsmekk í heiminum í dag og allt annað er bara glatað!
;)

sunnudagur, febrúar 20, 2005

í dag hefði Kurt Cobain orðið 38 ára hefði hann ekki sett holu í hausinn sinn. Ég var alveg die hard Nirvana fan á mínum yngri árum og því festast svona dagsetningar í hausnum á manni. T.d. skaut hann sig 5. apríl 1994 (frekar en 4. apríl, æ byrjaður að förlast í dagsetningunum) dóttir hans fæddist 12. ágúst (frekar en 24 ágúst eða 9 ágúst) ..uu ok ég er byrjaður að gleyma ..en ég mun aldrei gleyma þegar ég spjallaði við hann á kaffihúsi í Seattle 19. September 1990 ..og upp úr því sömdum við nokkur lög á borð við Come as you are, lithium og hið fræga Smells like teen spirit.

Síðasta fimmtudag fórum ég, Haukur, Zhaveh og Skúli til Helsingborg sem er í Svíþjóð. Við tókum ferju frá Helsingør og ferðin tók bara 15. mínútur. Við löbbuðum um bæinn sem er fallegur, fengum okkur bjór, svo mcdonalds og svo tókum við ferjuna aftur yfir. Ég er ekki frá því að maturinn smakkist betra í Svíþjóð. Nei nei, ég er að vitna í fræg orð ömmu þegar hún sagði að hún fyndist maturinn í Svíþjóð betri en í Danmörku ..hún var einn dag í Svíþjóð ..svipað og að spyrja "how do you like Iceland" um leið og viðkomandi stígur útúr flugvélinni.

Í gær var svo kveðjudjamm Hauks. Við byrjuðum á gamla kolleginu hans þar sem hann hélt mörg skemmtileg partýin. Hersteinn joinaði okkur og við drukkum þar í dágóða stund. Svo stoppuðum við lítillega á Pumpehuset þar sem einhverjir tónleikar höfðu verið. Ég spurði eina stelpu hvort þetta hefðu ekki verið bestu tónleikar sem hún hefði farið á því mér hefði sko fundist það (ég veit ekkert hvaða band hafði spilað) og hún bara uuu nei. Svo misstum við Herstein heim, þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir þannig við fórum tveir á Moose þar sem við hittum Rema 1000 gaurinn í öllu sínu veldi (Rema 1000 er kjörbúð fyrir ykkur klakabúa) og í hvert skipti sem ég sá hann þá kom ég "hey Rema!". Fórum svo á Turbinehallen, þar var reyndar ekki alveg tónlistin sem við vonuðumst eftir en við vorum þar restina af kvöldinu. Svo var auðvitað fengið sér slice á besta pissustað í köben og þar hitti ég Hönnu Lilju og hennar skvísur en þær fóru jafn harðan. Fyrir kvöldið hafði ég ætlað mér að setja skilti á hauk sem stæði á "last kiss of freedom" og binda um augun á honum og þykjast að það væri að steggja hann. "will you please give him the last kiss of freedom because he's getting married next week". Við reyndum þetta reyndar bara á einni stelpu en það vildi svo skemmtilega/leiðinlega til að hún var lessa! Við ákváðum að það væri ágætis endir og tókum fyrstu lest heim í Gaukshreiðrið.

Haukur fer svo til Íslands á morgun og ég kveð hann í dag. Þín verður sárt saknað Haukur minn.
RIP

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Metro sexual

Metro sexual er mjög stórt buzz orð um þessar mundir. Maður kemst varla í gegnum kokteilboð án þess að þetta orð komi fram (ekki að ég fari í kokteilboð). Vinur minn spurði mig um daginn hvort að ég væri metro sexual þótt það hafi verið meira í djóki hjá honum (ég vona það amk) en ég fór samt að pæla hvort ég hafi einhverja metró tendensía. Athugum málið:

Hlutir sem mæla með að ég sé metro sexual:
* Mér finnst gaman af þáttum eins og Sex and the city, Felicity og öðrum "stelpuþáttum".
* ég á rauða camper skó
* mér finnst Baileys góður og sumir kokteilar
* mér finnst Amelie og Virgin Suicides góðar myndir
* ég lita á mér hárið
* ég hlusta á Mazzy Star, Stinu Nordenstam og aðra ljúfa tónlist
* ég skil ekki klósettsetuna uppi
* ég fíla Metró lestirnar

Hlutir sem mæla með að ég sé EKKI metro sexual:
* ég hata Maroon 5
* ég hlusta á Pantera
* ég nota engar snyrtivörur, plokkara eða annan viðbjóð, bara gel þegar ég er í stuði
* ég fer nánast aldrei í ljós
* ég naga neglurnar mínar
* ég kaupi aldrei tískuföt
* ég þríf ekki klósettið eða annað þegar ég á von á heimsókn frá stelpum
* ég strauja ekki nærbuxurnar mínar og hvað þá að brjóta þær saman

..this is a tough call ..kannski ég sé semi-metro-sexual???

mánudagur, febrúar 14, 2005

gleðilegan valentínusardag! Vonandi hafiði einhvern til að kyssa og knúsa en ef ekki þá er það líka bara allt í læ. Finnst þessi dagur vera hálf asnalegur því þetta er bara sölutrixadagur. Finnst hins vegar sniðugt að hafa dag sem maður stjanar við elskuna sína ..en þeir dagar eiga að vera á hverjum degi því annars er maður í vandræðum.

hérna eru hlutir sem maður getur gert án þess að buddan minnki eitthvað af ráði:

* nudda hana/hann hátt og lágt.
* getið fengið ykkur göngutúr í fjörunni ásamt hundinum ykkur á meðan þið gangið með gettóblasterinn á milli ykkar með Pottþétt Ást á fullum styrk.
* skrifað lítið sætt ljóð, og þá helst að forðast ælu línur eins og "án þín væri ég ekkert, eða "þú ert það besta í mínu lífi" frekar "þú færð mig til að hrjóta ljóta" ...uu nei kannski ekki ..kannski meira "hættu að vaska upp og þrýfðu mig í staðin og þá mun ég vaska upp fyrir þig alla ævi" ..hmm kannski ekki svona heldur, hef ekki verið góður að gera ljóð eins og sést á mánudagsljóðunum.
* gera mix tape. Búðu til cd með lögum sem þú veist að hún/hann fílar, láttu jafnvel lögin tala til viðkomandi, hafa smá meaning í þessu, smá boðskap.
* og þetta klassíska: láta renna í heitt bað, og blanda saman mjólk og kók útí vatnið, kveikja á kertum og hlusta saman á Kenny G með rauðvínsglas í hendi. Fyrir þá sem eru einir mæli ég með Foreigner laginu I want to know what love is.

...góðar/(slæmar) stundir gott/(slæmt) fólk :)/:(

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Mússíksmekkskeppnin 2005
Ég hef aldrei hlustað á jafn mörg dönsk lög í röð sem flest voru frekar slöpp því danir eru nú ekki þekktir fyrir góða tónlist. Ég skil ekki afhverju enginn kom með Move your feet með Junior Senior, ég hefði átt að koma með það. Við vorum 14 núna í ár þannig þetta tók sinn tíma en þetta gekk allt vel. Ég endaði í 4. sæti og ég er bara mjög sáttur við það. Ég var með lagið Am I wry? No, með Mew og svo var ég með Jealous guy með John Lennon. Skúli vann með danska fótboltalagið og Clocks með Coldplay. Það leiðinlega hins vegar var að sumir þurftu að vera með stæla og gefa öllum lögunum skít í einkunn. Sérstaklega asnalegt þegar einn ákveðinn einstaklingur gaf einu lagi 0 í einkunn, lagi sem hann sagðist hafa verið að spá í að koma með og hafði spilað alla plötuna í gegn ásamt þessu blessaða lagi kvöldinu áður + hann spilaði það 4 sinnum í síðustu viku (audioscrobbler er skemmtilegt tæki). Þessi aðili og einstaklingurinn sem gaf öllum lögunum að meðaltali 1 í einkunn eiga einfaldlega ekki heima í þessari keppni.

..annars var partýið eftir keppnina fínt og vel heppnað.

Topp 5 lög sem ég hefði komið með hefði ég ekki komið með John Lennon:
1. The Beatles - Blackbird
2. Morrissey - The more you ignore me the closer I get
3. The Shins - So says I
4. Incubus - I miss you
5. The White Stripes - We're going to be friends

...en þetta eru allt róleg lög fyrir utan Shins lagið þannig það hefði ekkert gengið.

Hey þið klakabúar ..það er geðveikur snjór hérna í danmörku, sko miðað við danmörk. Danirnir vildu meina að þetta væri þvílíkur snjóstormur og allt og allir í hættu en miðað við Ísland var þetta jafn rólegt og gamall kall að setjast hægt niður í baðkar.

föstudagur, febrúar 11, 2005

ég, Hersteinn og Helga fórum í einhverja design búð og okkur var boðið í partý í kvöld. Þetta er eitthvað á vegum Vice Magazine og eftir að hafa flétt í gegnum tvö Vice magazine þá er ég ekki enn almennilega klár út á hvað blaðið gengur. Þetta virðist vera einhversskonar twisted lífstílablað þar sem talað er um tippi og píkur á bligðunarlausan hátt (einnig myndir) with a twist of tattoos og gjörningum. T.d. var klósett á einu coverinu þannig það segir margt. Spurningin er því á maður að taka sénsinn og fara í þetta partý og eiga á hættu að vera hlekkjaður við vegginn og tekinn aftanfrá af ritstjórn blaðsins eða á ég að play it safe og fara í innflutningspartýið hjá Svenna og Gunnari Steini? eða kannski að sameina þetta tvennt ..hmm, kannski eins og að blanda saman mjólk og kók? En hver veit svo sem hvernig Svenni og Gunnar Steinn hafa innréttað íbúðina sína ..kannski það bíði eftir manni veggur þar sem ég verð áklæðið! Ég reyndar veit af túnfisksamloku í ískápnum hjá þeim, vodkinn í henni ætti að vera orðinn djúsí.

Djúsí er svoldið flott nafn ..Djúsí Guðjónsdóttir, Kjútípæ Æla Guðjónsdóttir, Ertill Stultur Guðjónsson, Guðjón Guðjón Guðjónsson, Dreifari Þorpari Guðjónsson, Guð Jón Guðjónsson, IcantbelieveIm Guðjónsson, Gastuekkivaliðbetranafn Herra Guðjónsson.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Hann: forstor du nogen skid jeg siger?
ég: kun halvdelen af den skid du siger.

Það er þriðjudagur og það þíðir aðeins eitt, Stengade 30 í kvöld, sjáið síðustu þriðjudagsfærslu til að skoða hvað ég á við. Vonandi að Haukur komi með þar sem þið hin eruð slöpp;)

bolla bolla bolla bolla bolle bolle bolle bolle ..bæði ljúfengt og maður vill alltaf meira

síminn hjá Codan er 33 55 55 55 en síminn hjá mér er 51 55 55 33 ..tilviljun?

tvö vinablogg eru með nærri því sömu addressu: blog.central.is/raggalo og blog.central/hannalo ..tilviljun?

Barbie Girl er með Aqua sem er danskt lag og því réttnotanlegt í mússíksmekskeppninni ..tilviljun?

fráviljun er ekki orð ..tilviljun?

föstudagur, febrúar 04, 2005

Söfnuninn Haukur Heim tókst vel og hann er kominn!! but for limited time only þannig hellið hann fullan og nýtið vel. Ég ætlað fara með honum niðrí bæ ásamt Skúla og auðvitað Zhaveh þar sem hún er orðinn rótgróin við hann (og meira rótgróin við ákveðna líkamsparta en aðra eins og gefur að skilja) Sem sagt ..endilega hafið samband við hann eða mig ef þið viljið hitta okkur ...leyfið börnunum að koma til okkar ..við ætlum ekki að ná í þau ..og gefið honum svo eitthvað að drekka því hann á það skilið ..og gefið mér eitthvað í leiðinni (ekki tequila) því ég á það líka skilið. Sjáumst í kvöld víííííííííííííí!!!!!!!!

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

meeeeeen fundurinn í dag var leiðinlegur! Þetta var enn einn atvinnuleysispeppfundurinn og ég var frá 10-15 (átti að mæta 9 en ég svaf yfir mig). Einhver kona hélt fundinn og ég auðvitað skildi ekki orð sem hún sagði. Ég reyndi af öllum mætti að skilja eitthvað en ég varð þá bara þreyttur þannig ég blakaði bara eyrunum og að lokum slökkti ég á þeim. Liðið sem var þarna var í eldri kantinum og þeir fáu af yngri kynslóðinni voru að sjálfsögðu margmiðlunarhönnuðir! Svo voru svaka samræður og allir tóku þátt nema ég ..ég bara kinkaði kolli ..hefði alveg eins getað verið að hlusta á rapp í leiðinni. Ég var að pæla í að koma allt í einu með innlegg og segja "børnene bager kager på Jernebanegade og spiser chokolade og laver ballade" og sjá svipinn á þeim ..en ég gerði þetta ekki ..var reyndar nærri því búinn að fá hláturskast bara við tilhugsunina.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Grunaði ekki Gvend! ég neyddist til að fara einn á Stengade 30 í gær þrátt fyrir tilraunir til að draga hina ýmsu köbenbúa með. Á ég enga vini? kannski sniðugt að setja þessa auglýsingu í Den Blå Avis eða í Moggann: "viltu vera vinur minn?". Nei það var bara allt í læ að þið komuð ekki með mér, ég skemmti mér bara mjög vel þarna. Sá eitthvað um 6 hljómsveitir og flestar voru bara fínar. Eitt funk/disco band sem var bara mjög gott, sérstaklega kröftugur söngur hjá söngkonunni. Það sem var sérstaklega ánægjulegt við kvöldið var að ég kynntist stelpu sem sagðist kunna syngja, spila á hljómborð, spila á trompet og ég veit ekki hvað og hvað (og hún var meira að segja myndarleg Svenni;). Ég hef einmitt ætlað mér að finna stelpu sem getur sungið og spilað á hljómborð líka (best að sameina þetta since Louise er sennilega out). Þessi stelpa var þarna með systur sinni og svo kemur þriðja stelpan sem ég hélt að væri vinkona þeirra en neinei þá var þetta þriðja systirin og hún kann líka að syngja, spilar á gítar og semur lög!! Ef það kemur ekki eitthvað uppúr þessu þá veit ég ekki hvað.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ég ætla að skella mér á Stengade 30 í kvöld. Þar er jam session þar sem hljómsveitir stíga sín fyrstu spor. Þetta er allt frá rokki til electro og það er frítt inn. Ég hef aldrei farið á þetta en hef ætlað mér það í allt of langan tíma og tonight is the night ..en spurningin er: ætlið þið ekki að drullast til að fara með mér!!? þetta byrjar kl 9 og er til eitthvað seint, alltaf hægt að droppa inn og fara hvenær sem er. Verðið í bandi við mig og drullist með! :D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?