<$BlogRSDURL$>

mánudagur, febrúar 14, 2005

gleðilegan valentínusardag! Vonandi hafiði einhvern til að kyssa og knúsa en ef ekki þá er það líka bara allt í læ. Finnst þessi dagur vera hálf asnalegur því þetta er bara sölutrixadagur. Finnst hins vegar sniðugt að hafa dag sem maður stjanar við elskuna sína ..en þeir dagar eiga að vera á hverjum degi því annars er maður í vandræðum.

hérna eru hlutir sem maður getur gert án þess að buddan minnki eitthvað af ráði:

* nudda hana/hann hátt og lágt.
* getið fengið ykkur göngutúr í fjörunni ásamt hundinum ykkur á meðan þið gangið með gettóblasterinn á milli ykkar með Pottþétt Ást á fullum styrk.
* skrifað lítið sætt ljóð, og þá helst að forðast ælu línur eins og "án þín væri ég ekkert, eða "þú ert það besta í mínu lífi" frekar "þú færð mig til að hrjóta ljóta" ...uu nei kannski ekki ..kannski meira "hættu að vaska upp og þrýfðu mig í staðin og þá mun ég vaska upp fyrir þig alla ævi" ..hmm kannski ekki svona heldur, hef ekki verið góður að gera ljóð eins og sést á mánudagsljóðunum.
* gera mix tape. Búðu til cd með lögum sem þú veist að hún/hann fílar, láttu jafnvel lögin tala til viðkomandi, hafa smá meaning í þessu, smá boðskap.
* og þetta klassíska: láta renna í heitt bað, og blanda saman mjólk og kók útí vatnið, kveikja á kertum og hlusta saman á Kenny G með rauðvínsglas í hendi. Fyrir þá sem eru einir mæli ég með Foreigner laginu I want to know what love is.

...góðar/(slæmar) stundir gott/(slæmt) fólk :)/:(
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?