miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Grunaði ekki Gvend! ég neyddist til að fara einn á Stengade 30 í gær þrátt fyrir tilraunir til að draga hina ýmsu köbenbúa með. Á ég enga vini? kannski sniðugt að setja þessa auglýsingu í Den Blå Avis eða í Moggann: "viltu vera vinur minn?". Nei það var bara allt í læ að þið komuð ekki með mér, ég skemmti mér bara mjög vel þarna. Sá eitthvað um 6 hljómsveitir og flestar voru bara fínar. Eitt funk/disco band sem var bara mjög gott, sérstaklega kröftugur söngur hjá söngkonunni. Það sem var sérstaklega ánægjulegt við kvöldið var að ég kynntist stelpu sem sagðist kunna syngja, spila á hljómborð, spila á trompet og ég veit ekki hvað og hvað (og hún var meira að segja myndarleg Svenni;). Ég hef einmitt ætlað mér að finna stelpu sem getur sungið og spilað á hljómborð líka (best að sameina þetta since Louise er sennilega out). Þessi stelpa var þarna með systur sinni og svo kemur þriðja stelpan sem ég hélt að væri vinkona þeirra en neinei þá var þetta þriðja systirin og hún kann líka að syngja, spilar á gítar og semur lög!! Ef það kemur ekki eitthvað uppúr þessu þá veit ég ekki hvað.
Comments:
Skrifa ummæli