<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 20, 2005

í dag hefði Kurt Cobain orðið 38 ára hefði hann ekki sett holu í hausinn sinn. Ég var alveg die hard Nirvana fan á mínum yngri árum og því festast svona dagsetningar í hausnum á manni. T.d. skaut hann sig 5. apríl 1994 (frekar en 4. apríl, æ byrjaður að förlast í dagsetningunum) dóttir hans fæddist 12. ágúst (frekar en 24 ágúst eða 9 ágúst) ..uu ok ég er byrjaður að gleyma ..en ég mun aldrei gleyma þegar ég spjallaði við hann á kaffihúsi í Seattle 19. September 1990 ..og upp úr því sömdum við nokkur lög á borð við Come as you are, lithium og hið fræga Smells like teen spirit.

Síðasta fimmtudag fórum ég, Haukur, Zhaveh og Skúli til Helsingborg sem er í Svíþjóð. Við tókum ferju frá Helsingør og ferðin tók bara 15. mínútur. Við löbbuðum um bæinn sem er fallegur, fengum okkur bjór, svo mcdonalds og svo tókum við ferjuna aftur yfir. Ég er ekki frá því að maturinn smakkist betra í Svíþjóð. Nei nei, ég er að vitna í fræg orð ömmu þegar hún sagði að hún fyndist maturinn í Svíþjóð betri en í Danmörku ..hún var einn dag í Svíþjóð ..svipað og að spyrja "how do you like Iceland" um leið og viðkomandi stígur útúr flugvélinni.

Í gær var svo kveðjudjamm Hauks. Við byrjuðum á gamla kolleginu hans þar sem hann hélt mörg skemmtileg partýin. Hersteinn joinaði okkur og við drukkum þar í dágóða stund. Svo stoppuðum við lítillega á Pumpehuset þar sem einhverjir tónleikar höfðu verið. Ég spurði eina stelpu hvort þetta hefðu ekki verið bestu tónleikar sem hún hefði farið á því mér hefði sko fundist það (ég veit ekkert hvaða band hafði spilað) og hún bara uuu nei. Svo misstum við Herstein heim, þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir þannig við fórum tveir á Moose þar sem við hittum Rema 1000 gaurinn í öllu sínu veldi (Rema 1000 er kjörbúð fyrir ykkur klakabúa) og í hvert skipti sem ég sá hann þá kom ég "hey Rema!". Fórum svo á Turbinehallen, þar var reyndar ekki alveg tónlistin sem við vonuðumst eftir en við vorum þar restina af kvöldinu. Svo var auðvitað fengið sér slice á besta pissustað í köben og þar hitti ég Hönnu Lilju og hennar skvísur en þær fóru jafn harðan. Fyrir kvöldið hafði ég ætlað mér að setja skilti á hauk sem stæði á "last kiss of freedom" og binda um augun á honum og þykjast að það væri að steggja hann. "will you please give him the last kiss of freedom because he's getting married next week". Við reyndum þetta reyndar bara á einni stelpu en það vildi svo skemmtilega/leiðinlega til að hún var lessa! Við ákváðum að það væri ágætis endir og tókum fyrstu lest heim í Gaukshreiðrið.

Haukur fer svo til Íslands á morgun og ég kveð hann í dag. Þín verður sárt saknað Haukur minn.
RIP
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?