<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Mússíksmekkskeppnin 2005
Ég hef aldrei hlustað á jafn mörg dönsk lög í röð sem flest voru frekar slöpp því danir eru nú ekki þekktir fyrir góða tónlist. Ég skil ekki afhverju enginn kom með Move your feet með Junior Senior, ég hefði átt að koma með það. Við vorum 14 núna í ár þannig þetta tók sinn tíma en þetta gekk allt vel. Ég endaði í 4. sæti og ég er bara mjög sáttur við það. Ég var með lagið Am I wry? No, með Mew og svo var ég með Jealous guy með John Lennon. Skúli vann með danska fótboltalagið og Clocks með Coldplay. Það leiðinlega hins vegar var að sumir þurftu að vera með stæla og gefa öllum lögunum skít í einkunn. Sérstaklega asnalegt þegar einn ákveðinn einstaklingur gaf einu lagi 0 í einkunn, lagi sem hann sagðist hafa verið að spá í að koma með og hafði spilað alla plötuna í gegn ásamt þessu blessaða lagi kvöldinu áður + hann spilaði það 4 sinnum í síðustu viku (audioscrobbler er skemmtilegt tæki). Þessi aðili og einstaklingurinn sem gaf öllum lögunum að meðaltali 1 í einkunn eiga einfaldlega ekki heima í þessari keppni.

..annars var partýið eftir keppnina fínt og vel heppnað.

Topp 5 lög sem ég hefði komið með hefði ég ekki komið með John Lennon:
1. The Beatles - Blackbird
2. Morrissey - The more you ignore me the closer I get
3. The Shins - So says I
4. Incubus - I miss you
5. The White Stripes - We're going to be friends

...en þetta eru allt róleg lög fyrir utan Shins lagið þannig það hefði ekkert gengið.

Hey þið klakabúar ..það er geðveikur snjór hérna í danmörku, sko miðað við danmörk. Danirnir vildu meina að þetta væri þvílíkur snjóstormur og allt og allir í hættu en miðað við Ísland var þetta jafn rólegt og gamall kall að setjast hægt niður í baðkar.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?