<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Everything must go
ég flyt út fljótlega og þarf því að koma dótinu mínu fyrir einhversstaðar. Ég verð ekki með fast heimili næsta árið því ég verð í kollegiherberginu hennar Bjargar á meðan hún er á Íslandi, svo ætla ég í hojskole í haust og svo kannski smá til Íslands og svo jafnvel til New York en það er allt annar Gvendur. Ég þarf því að koma dótinu mínu í pössun í rúmt ár og þið megið fá allt lánað á meðan ef þið viljið. Ég er með skáp, 2 hillur, 2 kommóður, tölvuborð, sjónvarp, video, tölvustól, græjur/hátalara, 2 ryksugur, diskar, glös, samlokugrill, kaffikönnu, ristavél og annað eldhúsdót, örbylgjuofn, standlampi, svartur flottur stóll og fleira. Einnig eru 4 rúm hérna! Rúmin hans Hauks og mín, Haukur vill selja þau á slikk og þau geta farið núna strax en mín fara í apríl og þið megið hafa þau frítt í rúmt ár. Látið mig vita hvað þið viljið af öllu þessu dóti.

Gaukshreiðrið þarf leigjendur í mars og apríl
Þannig ef þið vitið um einhverja sem vilja leigja Gaukshreiðrið á þessum tíma eða jafnvel styttri tíma, t.d. eina viku (tilvalið fyrir Íslendinga sem koma hingað í frí) látið mig þá vita. Leigan verður ekki há. Vika hugsanlega á 900kr, mánuður c.a. 2300kr, allt eftir samkomulagi ...kommon people, reddið mér!:)
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?