föstudagur, janúar 18, 2013
2012
Og þið hélduð (þú hélst (ég hélt)) að ég væri hættur??? Neibb, bara rétt að byrja! 2013 verður mikið bloggár! Djóóók!
2012 var viðburðaríkt ár. Ég næ ekki að telja allt upp hér.
Bjó og bý enn í Berlín. Fyrri hluti ársins (ég er að tala um 2012) var fjörugur en svo róaðist ég.
Stofnaði hljómsveit: Volcano Victims (www.volcanovictims.com) og við spiluðum nokkur gigg. Okkar fyrsta alvöru gigg var á Oslo Kaffebar í September sem gekk ágætlega.
Hægri úlnliðurinn minn var senuþjófurinn árið 2012. Eftir að hafa verið með verk allt árið (og er með enn) komst læknirinn að því að ég sé líklegast með psoriasis arthritis. Úlnliðurinn er nú þegar mikið skemmdur því miður og lítið vitað hversu mikið hann mun lagast þar sem þetta er krónískt.
Ég fór í fyrsta skipti til Pólands. Fór á OFF Festival. Sá þar Mazzy Star í fyrsta skiptið og þau ollu mér vonbrigðum. Sá líka Kurt Vile (sama sagan þar), Charles Bradley, Iggy Pop, Thurston Moore og fl. Fór líka á Way out West í Gautaborg og það var góð skemmtun. Sá þar of mikið af böndum... the black keys, blur, mazzy star, wilco, feist, kraftwerk, best coast og fleiri góð bönd.
Ég kynntist mjög mikið af góðu fólki, þar á meðal Hönnu sem er með mér í hljómsveitinni og Romy sem er góð vinkona.
Amma mín dó á árinu og fór ég til Íslands í jarðarförina. Fór aftur til Íslands í október út af höndinni.
Bolabransinn gekk so and so. Það er erfitt að selja í Berlin.
Ég flutti úr íbúðinni á Mehringdamm yfir í íbúðina við hliðiná! Auðveldustu flutningar í sögunni. Í lok mars flyt ég aftur yfir í herbergið og verð þar í 2 mánuði.
Ég gleymdi að koma með lista yfir bestu plötur árið 2011 ...gömul hefð fór í vaskinn þar. Betra seint en aldrei en þessi listi verður mjög þunnur og stuttur.
Í engri séstakri röð. Bestu plötur árið 2011 gjörið þið svo vel:
Kurt Vile - Smoke Ring for My Halo
Girls - Father, Son, Holy Ghost
Youth Lagoon - The Year of Hibernation
Real Estate - Days
Dirty Beaches - Badlands
Widowspeak - Widowspeak
Blouse - Blouse
Lög ársins:
Girls - Alex
Windowspeak - Gun Shy
Blouse - Into Black
Dirty Beaches - Lord Knows Best
Kurt Vile - Baby's Arms
Og núna 2012... (ég ætti kannski að gera þetta á 10 ára fresti)
Ég reyndar fylgdist lítið með en hér eru einhverjar plötur (í engri sérstakri röð)
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Mature Themes
Tame Impala - Lonerism
Waxahachee - American Weekend
Fenster - Bones
...hmm ekki margar plötur ...Beach House og Dirty Projectors voru með ágætis plötur líka.
Lög ársins 2012:
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Baby
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Only In My Dreams
Tame Impala - Feels Like We Only Go Backwards
Tame Impala - Elephant
Waxahachee - I Think I Love You
Kavinsky - Nightcall (kom út 2010 eða 2011)
2013...
Ég er að koma mér upp litlu heimastúdíói svo ég get tekið upp almennilega mússík.
í febrúar fer ég á mini tour til Tékklands, Ungverjalands og Austurríkis. Hljómar vá! en þetta eru bara 4 gigg á litlum stöðum ...samt spennandi.
Svo er stefnan sett á stóran túr í sumar.
aaahhhhhh ...alltaf gaman að blogga.....
2012 var viðburðaríkt ár. Ég næ ekki að telja allt upp hér.
Bjó og bý enn í Berlín. Fyrri hluti ársins (ég er að tala um 2012) var fjörugur en svo róaðist ég.
Stofnaði hljómsveit: Volcano Victims (www.volcanovictims.com) og við spiluðum nokkur gigg. Okkar fyrsta alvöru gigg var á Oslo Kaffebar í September sem gekk ágætlega.
Hægri úlnliðurinn minn var senuþjófurinn árið 2012. Eftir að hafa verið með verk allt árið (og er með enn) komst læknirinn að því að ég sé líklegast með psoriasis arthritis. Úlnliðurinn er nú þegar mikið skemmdur því miður og lítið vitað hversu mikið hann mun lagast þar sem þetta er krónískt.
Ég fór í fyrsta skipti til Pólands. Fór á OFF Festival. Sá þar Mazzy Star í fyrsta skiptið og þau ollu mér vonbrigðum. Sá líka Kurt Vile (sama sagan þar), Charles Bradley, Iggy Pop, Thurston Moore og fl. Fór líka á Way out West í Gautaborg og það var góð skemmtun. Sá þar of mikið af böndum... the black keys, blur, mazzy star, wilco, feist, kraftwerk, best coast og fleiri góð bönd.
Ég kynntist mjög mikið af góðu fólki, þar á meðal Hönnu sem er með mér í hljómsveitinni og Romy sem er góð vinkona.
Amma mín dó á árinu og fór ég til Íslands í jarðarförina. Fór aftur til Íslands í október út af höndinni.
Bolabransinn gekk so and so. Það er erfitt að selja í Berlin.
Ég flutti úr íbúðinni á Mehringdamm yfir í íbúðina við hliðiná! Auðveldustu flutningar í sögunni. Í lok mars flyt ég aftur yfir í herbergið og verð þar í 2 mánuði.
Ég gleymdi að koma með lista yfir bestu plötur árið 2011 ...gömul hefð fór í vaskinn þar. Betra seint en aldrei en þessi listi verður mjög þunnur og stuttur.
Í engri séstakri röð. Bestu plötur árið 2011 gjörið þið svo vel:
Kurt Vile - Smoke Ring for My Halo
Girls - Father, Son, Holy Ghost
Youth Lagoon - The Year of Hibernation
Real Estate - Days
Dirty Beaches - Badlands
Widowspeak - Widowspeak
Blouse - Blouse
Lög ársins:
Girls - Alex
Windowspeak - Gun Shy
Blouse - Into Black
Dirty Beaches - Lord Knows Best
Kurt Vile - Baby's Arms
Og núna 2012... (ég ætti kannski að gera þetta á 10 ára fresti)
Ég reyndar fylgdist lítið með en hér eru einhverjar plötur (í engri sérstakri röð)
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Mature Themes
Tame Impala - Lonerism
Waxahachee - American Weekend
Fenster - Bones
...hmm ekki margar plötur ...Beach House og Dirty Projectors voru með ágætis plötur líka.
Lög ársins 2012:
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Baby
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Only In My Dreams
Tame Impala - Feels Like We Only Go Backwards
Tame Impala - Elephant
Waxahachee - I Think I Love You
Kavinsky - Nightcall (kom út 2010 eða 2011)
2013...
Ég er að koma mér upp litlu heimastúdíói svo ég get tekið upp almennilega mússík.
í febrúar fer ég á mini tour til Tékklands, Ungverjalands og Austurríkis. Hljómar vá! en þetta eru bara 4 gigg á litlum stöðum ...samt spennandi.
Svo er stefnan sett á stóran túr í sumar.
aaahhhhhh ...alltaf gaman að blogga.....
mánudagur, mars 05, 2012
obbossí, engin færsla í 2 mánuði. Þetta er búið spil. Þetta er búið að vera eitt brjálæðislegt geim.
Það varð ekkert úr 2012 spánni. Ég hefði spáð andláti Whitney Houston en hver trúir því núna.
Ok kæra dagbók, hvað er búið að gerast..
kannski of persónulegt stöff en janúar og fyrri hluti febrúars fór í að jafna mig eftir sambandsslit. Það var líka kalt úti og það var ekki að hjálpa. Einnig klassísk tilvistarkreppa og ég veit ekki hvað og hvað. Berlin getur verið mjög yfirþyrmandi og ég er í miklu love hate sambandi við borgina. Sumarið hérna er mjög góður tími þannig maður bíður eftir vorinu og sumrinu.
Fór á Black Atlantic og Rue Royal í Janúar ..ágætis gigg. Sá einnig The Black Keys. Fyrst sá ég þá á Loppen c.a. 2003. Það voru 150 manna tónleikar en núna var þetta í stórri tónleikahöll og amk 7000 manns voru þarna. Þeir voru mjög góðir og duglegir að spila gömul lög eins og Thickfreakness og I got mine. Ég fór með Nadine og Milena á tónleikana og whiskey var aðal drykkurinn. Það var gaman að sjá að þeir virðast njóta þess enn að spila.
Í byrjun febrúar fór ég á I break Horses frá Svíþjóð. Draumkennt pop. Þau voru ekkert spes, flest lögin sánduðu eins.
Fór á Youth Lagoon fyrir nokkrum dögum. Rólegir og nánir (segir maður það? intimate) tónleikar. Hljómsveitin eru bara tveir gaurar. Þeir spjölluðu við fólk eftir tónleikana og ég fékk mynd af mér og söngvaranum ..eins og unglingur.
Ég fór í Berghain (frægur skemmtistaður) í fyrsta skiptið. Fór sérstaklega að sofa um miðnætti til að vakna rétt fyrir 6 til að fara þangað. Ég entist þar til hádegis sem mér finnst mikið afrek. Lisa vinkona mín entist til 2 um daginn.
Ég spilaði tvisvar á open mic og í fyrsta skiptið einn. Það gekk ágætlega.
Ég er loksins kominn með hitapressu þannig núna hefst framleiðsla og svo sala á mörkuðum.
Ég keypti hljómborð ..en auðvitað hef ég lítið spilað.
Ég er loksins kominn með Spotify!
Ég veit ekki meir...
Það varð ekkert úr 2012 spánni. Ég hefði spáð andláti Whitney Houston en hver trúir því núna.
Ok kæra dagbók, hvað er búið að gerast..
kannski of persónulegt stöff en janúar og fyrri hluti febrúars fór í að jafna mig eftir sambandsslit. Það var líka kalt úti og það var ekki að hjálpa. Einnig klassísk tilvistarkreppa og ég veit ekki hvað og hvað. Berlin getur verið mjög yfirþyrmandi og ég er í miklu love hate sambandi við borgina. Sumarið hérna er mjög góður tími þannig maður bíður eftir vorinu og sumrinu.
Fór á Black Atlantic og Rue Royal í Janúar ..ágætis gigg. Sá einnig The Black Keys. Fyrst sá ég þá á Loppen c.a. 2003. Það voru 150 manna tónleikar en núna var þetta í stórri tónleikahöll og amk 7000 manns voru þarna. Þeir voru mjög góðir og duglegir að spila gömul lög eins og Thickfreakness og I got mine. Ég fór með Nadine og Milena á tónleikana og whiskey var aðal drykkurinn. Það var gaman að sjá að þeir virðast njóta þess enn að spila.
Í byrjun febrúar fór ég á I break Horses frá Svíþjóð. Draumkennt pop. Þau voru ekkert spes, flest lögin sánduðu eins.
Fór á Youth Lagoon fyrir nokkrum dögum. Rólegir og nánir (segir maður það? intimate) tónleikar. Hljómsveitin eru bara tveir gaurar. Þeir spjölluðu við fólk eftir tónleikana og ég fékk mynd af mér og söngvaranum ..eins og unglingur.
Ég fór í Berghain (frægur skemmtistaður) í fyrsta skiptið. Fór sérstaklega að sofa um miðnætti til að vakna rétt fyrir 6 til að fara þangað. Ég entist þar til hádegis sem mér finnst mikið afrek. Lisa vinkona mín entist til 2 um daginn.
Ég spilaði tvisvar á open mic og í fyrsta skiptið einn. Það gekk ágætlega.
Ég er loksins kominn með hitapressu þannig núna hefst framleiðsla og svo sala á mörkuðum.
Ég keypti hljómborð ..en auðvitað hef ég lítið spilað.
Ég er loksins kominn með Spotify!
Ég veit ekki meir...
sunnudagur, janúar 08, 2012
jæææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææja 2012 bara komið ..hvar endar þetta allt saman? Sumir segja að þetta endi einmitt í ár.
ok ég skildi við ykkur í nóvember. Hvaða tónleika er ég búinn að sjá... Pure X og Sleep8over voru góð. Spjallaði við söngvarana úr báðum böndum. Þau biðu meira að segja með að spila þegar ég þurfti að fara í hraðbanka sem var 500 metra í burtu svo ég gæti keypt plötu.
Snorri kom í heimsókn og við sáum Califone. Fannst þeir bara allt í lagi, hefði þurft að vera fan. Sáum svo Stephen Malkmus daginn eftir og það var gott gigg, súper hress og kraftmikill.
Þetta voru frekar rólegir dagar hjá okkur Snorra sem er bæting frá árum áður. Við klikkuðum ekki á að fara á indverskan stað sem er löngu orðin rótgróin hefð.
Svenni kíkti í heimsókn í einn dag og fórum við í partý hjá Damian og svo út í ódýra kokteila.
Fór á tónleika með Widowspeak ..band sem ég er að fíla mjög vel. Einhver blanda af Mazzy Star og tónlist sem gæti fittað í kvikmynd samleikstýrð af David Lynch og Quentin Tarantino.
Ég fékk vel launaða 4. daga vinnu við að bera saman verð á internet fyrirtækjum á Íslandi. Við vorum c.a. 30 frá 30 Evrópuþjóðum. Mér leið eins og á ráðstefnu hjá Sameinuðu Þjóðunum. Fékk nafnspjald á borðið hjá mér "Gudjon Emilsson - Iceland". Væri gaman að fá svona verkefni aftur.
Því miður bauðst mér bara tveir dagar á jólamarkaði fyrir Jólin. Það gekk nokkuð vel en ég hefði viljað geta unnið meira fyrir Jólin.
Ég eyddi Jólunum með Vilju. Við elduðum önd með fyllingu. Ég gerði líka graflaxsósu frá grunni fyrir graflaxinn sem við höfðum í forrétt og svo gómsæta sósu með öndinni. Waldorf salatið var á sínum stað. Allt þetta var ég að gera í fyrsta skiptið og það heppnaðist ótrúlega vel. Súkkulaðikakan í eftirrétt klikkaði heldur ekki. Seinna um kvöldið og daginn eftir eyddum við í að borða meira og horfa á Twin Peaks.
Var á Íslandi 26. des til 6. jan. Afmælisdinner með fjölskyldunni. 90. ára afmæli ömmu. Brúðkaup hjá Hauki og Zhaveh sem heppnaðist vel. Allir með hatta. Elvis tók lagið. Ég hélt ræðu. Presturinn mismælti sig og sagði The big gang bang. Haukur og Zhaveh voru sæt og full af ást. Myndbandið frá steggjuninni var snilld. Gott gigg.
Öll familían fór svo til Halldóru í mat á Gamlárs. Skaupið fannst mér ekkert spes en ég skildi ekki allt því ég er orðinn svo mikill útlendingur. Heyrði ég frá fólki sem veit betur að þetta hafi verið ágætis skaup. Eftir miðnætti fór ég og Gugga í partý hjá Hauki Ben. Vorum ekki mörg en það var gaman.
Höndin er enn að bögga mig þannig ég fór á slysó og þeir tóku röntgen og það kom auðvitað ekkert í ljós. Læknirinn sagði mér að fara til sjúkraþjálfara. Allt þetta kostaði mig 43.000 kr því ég er ekki sjúkratryggður á Íslandi (né í Þýskalandi). Hefði annars kostað 5300kr. Fór til sjúkraþjálfara tvisvar og það var sem betur fer ekki svo dýrt. Hann hafði aldrei séð svona frosna hönd og mína (frábært!) en eftir þessa tvo tíma þá lagaðist höndin smá ..þó langt í land og vonandi skila æfingar sem ég get gert árangri. Er líka á sterkum voltarin töflum.
Núna er ég í Berlin og það sem ég mun leggja áherslu á í Janúar er mín eigin tónlist. Kynntist söngkonu frá Spáni sem semur sín eigin lög og vonandi verður eitthvað úr samstarfi.
Styttist líka í spá fyrir 2012 og bestu plötur ársins 2011.
ok ég skildi við ykkur í nóvember. Hvaða tónleika er ég búinn að sjá... Pure X og Sleep8over voru góð. Spjallaði við söngvarana úr báðum böndum. Þau biðu meira að segja með að spila þegar ég þurfti að fara í hraðbanka sem var 500 metra í burtu svo ég gæti keypt plötu.
Snorri kom í heimsókn og við sáum Califone. Fannst þeir bara allt í lagi, hefði þurft að vera fan. Sáum svo Stephen Malkmus daginn eftir og það var gott gigg, súper hress og kraftmikill.
Þetta voru frekar rólegir dagar hjá okkur Snorra sem er bæting frá árum áður. Við klikkuðum ekki á að fara á indverskan stað sem er löngu orðin rótgróin hefð.
Svenni kíkti í heimsókn í einn dag og fórum við í partý hjá Damian og svo út í ódýra kokteila.
Fór á tónleika með Widowspeak ..band sem ég er að fíla mjög vel. Einhver blanda af Mazzy Star og tónlist sem gæti fittað í kvikmynd samleikstýrð af David Lynch og Quentin Tarantino.
Ég fékk vel launaða 4. daga vinnu við að bera saman verð á internet fyrirtækjum á Íslandi. Við vorum c.a. 30 frá 30 Evrópuþjóðum. Mér leið eins og á ráðstefnu hjá Sameinuðu Þjóðunum. Fékk nafnspjald á borðið hjá mér "Gudjon Emilsson - Iceland". Væri gaman að fá svona verkefni aftur.
Því miður bauðst mér bara tveir dagar á jólamarkaði fyrir Jólin. Það gekk nokkuð vel en ég hefði viljað geta unnið meira fyrir Jólin.
Ég eyddi Jólunum með Vilju. Við elduðum önd með fyllingu. Ég gerði líka graflaxsósu frá grunni fyrir graflaxinn sem við höfðum í forrétt og svo gómsæta sósu með öndinni. Waldorf salatið var á sínum stað. Allt þetta var ég að gera í fyrsta skiptið og það heppnaðist ótrúlega vel. Súkkulaðikakan í eftirrétt klikkaði heldur ekki. Seinna um kvöldið og daginn eftir eyddum við í að borða meira og horfa á Twin Peaks.
Var á Íslandi 26. des til 6. jan. Afmælisdinner með fjölskyldunni. 90. ára afmæli ömmu. Brúðkaup hjá Hauki og Zhaveh sem heppnaðist vel. Allir með hatta. Elvis tók lagið. Ég hélt ræðu. Presturinn mismælti sig og sagði The big gang bang. Haukur og Zhaveh voru sæt og full af ást. Myndbandið frá steggjuninni var snilld. Gott gigg.
Öll familían fór svo til Halldóru í mat á Gamlárs. Skaupið fannst mér ekkert spes en ég skildi ekki allt því ég er orðinn svo mikill útlendingur. Heyrði ég frá fólki sem veit betur að þetta hafi verið ágætis skaup. Eftir miðnætti fór ég og Gugga í partý hjá Hauki Ben. Vorum ekki mörg en það var gaman.
Höndin er enn að bögga mig þannig ég fór á slysó og þeir tóku röntgen og það kom auðvitað ekkert í ljós. Læknirinn sagði mér að fara til sjúkraþjálfara. Allt þetta kostaði mig 43.000 kr því ég er ekki sjúkratryggður á Íslandi (né í Þýskalandi). Hefði annars kostað 5300kr. Fór til sjúkraþjálfara tvisvar og það var sem betur fer ekki svo dýrt. Hann hafði aldrei séð svona frosna hönd og mína (frábært!) en eftir þessa tvo tíma þá lagaðist höndin smá ..þó langt í land og vonandi skila æfingar sem ég get gert árangri. Er líka á sterkum voltarin töflum.
Núna er ég í Berlin og það sem ég mun leggja áherslu á í Janúar er mín eigin tónlist. Kynntist söngkonu frá Spáni sem semur sín eigin lög og vonandi verður eitthvað úr samstarfi.
Styttist líka í spá fyrir 2012 og bestu plötur ársins 2011.
föstudagur, nóvember 11, 2011
jæææææææææææja ok hvað hefur gerst...
Sin Fan og Sóley tónleikar daginn eftir að ég kom. Sá líka Zola Jesus.
Fljótlega eftir að ég kom fékk ég heiftarlegan verk í hægri úlnlið sem reyndist vera sinaskeiðabólga en ég er ekki lengur viss því ég er enn með þennan verk 2 mánuðum síðar.
Þar sem ég er ekki með sjúkratryggingu hér (mjög dýr) og ekki með á Íslandi (þar sem ég er skráður hér í Þýskalandi) þá leitaði ég til stofnunar sem veitir fría læknishjálp. Þessi þjónusta er aðallega ætluð heimilislausum en á þessum nýju tímum einnig fyri Íslendinga. Ég fékk töflur og spelku en eftir 3 vikur fór ég aftur til þeirra. Þau sendu mig í röntgen (frítt) og þar kom ekkert slæmt í ljós. Loks var tekin blóðprufa og þau ætluðu að hringja ef eitthvað athugavert kæmi í ljós ..þau hringdu aldrei. Svo fyrir viku var mér byrjað að líða betur en fyrir 3 dögum er þetta komið aftur. Kannski er þetta orðið krónískt.
Ég hef því ekkert getað spilað á gítar og þar með hafa engar æfingar verið hjá stórsveit Gauja.
Ég fékk herbergi í Mehringdamm, beint fyrir ofan frægasta curry wrust stað Berlínar, Curry 36 og 20 metra frá frægasta kebabstað Berlínar, Mustafas. Meðleigendurnir eru fínir.
Fór á mjög góða Twin Sister tónleika ..mæli með þeim.
Búslóðin mín kom loksins fyrir 2 vikum ..skipið hjá Samskip bilaði.
Sá Bon Iver 1. nóv. 9 manns á sviðinu gerðu þessi kósí lög hans hávær og stadium-leg ..fínt gigg svo sem en hann er orðinn of stór.
Fór til Parísar með Vilju. Sáum Bonnie Prince Billy og hann var góður. Þetta var fyrsta skiptið mitt í París og ég fíla borgina en maður þarf að eiga haug af pening til að vera þarna. Sá allt helsta túristastöffið eins og Effel turninn. Gistum hjá couchsurfing pari sem voru nice ..Max og Ofilie (pottþétt vitlaust skrifað).
Hey svo er Stephen Malkmus að farað flytja til Berlínar ..magnað að geta heilsað honum í local kjörbúðinni. Ég og Snorri munum sjá tónleika með honum eftir rúma viku.
Ég er loksins kominn með etsy.com og facebook síðu fyrir nýja merkið mitt Pilvet. Þetta eru samt sömu lummurnar úr Fígúru en vonandi á ég eftir að koma með ný prent fljótlega á næsta ári.
Sin Fan og Sóley tónleikar daginn eftir að ég kom. Sá líka Zola Jesus.
Fljótlega eftir að ég kom fékk ég heiftarlegan verk í hægri úlnlið sem reyndist vera sinaskeiðabólga en ég er ekki lengur viss því ég er enn með þennan verk 2 mánuðum síðar.
Þar sem ég er ekki með sjúkratryggingu hér (mjög dýr) og ekki með á Íslandi (þar sem ég er skráður hér í Þýskalandi) þá leitaði ég til stofnunar sem veitir fría læknishjálp. Þessi þjónusta er aðallega ætluð heimilislausum en á þessum nýju tímum einnig fyri Íslendinga. Ég fékk töflur og spelku en eftir 3 vikur fór ég aftur til þeirra. Þau sendu mig í röntgen (frítt) og þar kom ekkert slæmt í ljós. Loks var tekin blóðprufa og þau ætluðu að hringja ef eitthvað athugavert kæmi í ljós ..þau hringdu aldrei. Svo fyrir viku var mér byrjað að líða betur en fyrir 3 dögum er þetta komið aftur. Kannski er þetta orðið krónískt.
Ég hef því ekkert getað spilað á gítar og þar með hafa engar æfingar verið hjá stórsveit Gauja.
Ég fékk herbergi í Mehringdamm, beint fyrir ofan frægasta curry wrust stað Berlínar, Curry 36 og 20 metra frá frægasta kebabstað Berlínar, Mustafas. Meðleigendurnir eru fínir.
Fór á mjög góða Twin Sister tónleika ..mæli með þeim.
Búslóðin mín kom loksins fyrir 2 vikum ..skipið hjá Samskip bilaði.
Sá Bon Iver 1. nóv. 9 manns á sviðinu gerðu þessi kósí lög hans hávær og stadium-leg ..fínt gigg svo sem en hann er orðinn of stór.
Fór til Parísar með Vilju. Sáum Bonnie Prince Billy og hann var góður. Þetta var fyrsta skiptið mitt í París og ég fíla borgina en maður þarf að eiga haug af pening til að vera þarna. Sá allt helsta túristastöffið eins og Effel turninn. Gistum hjá couchsurfing pari sem voru nice ..Max og Ofilie (pottþétt vitlaust skrifað).
Hey svo er Stephen Malkmus að farað flytja til Berlínar ..magnað að geta heilsað honum í local kjörbúðinni. Ég og Snorri munum sjá tónleika með honum eftir rúma viku.
Ég er loksins kominn með etsy.com og facebook síðu fyrir nýja merkið mitt Pilvet. Þetta eru samt sömu lummurnar úr Fígúru en vonandi á ég eftir að koma með ný prent fljótlega á næsta ári.
þriðjudagur, október 11, 2011
Fluttur aftur til Berlínar. Búinn að vera hérna í mánuð núna. Ég fæ ekki búslóðina fyrr en eftir 10 daga.
Ég er búinn að vera með mikinn verk í úlnliðnum og ég skrifa þetta með vinstri. Hef því lítið getað gert hérna. En ég segi betur frá því fljótlega og því sem hefur gerst hérna síðan ég kom.
Ég er búinn að vera með mikinn verk í úlnliðnum og ég skrifa þetta með vinstri. Hef því lítið getað gert hérna. En ég segi betur frá því fljótlega og því sem hefur gerst hérna síðan ég kom.
þriðjudagur, ágúst 30, 2011
USA Roadtrip, síðasti hluti
Viðeigandi að ég komi loksins með síðasta hluta ferðalagsins því akkúrat ár er liðið frá ég lagði af stað í það.
240910-260910 (tímaröð á einhverju reiki)
Keyrðum ótrúlega fallega leið með ám og skógi vöxnum hlíðum með fram veginum. Fundum tjaldsvæði (25 dollarar), tjölduðum og fórum svo á local “grískan” veitingastað í eða nálægt Boome í North-Carolina. Þjónustustúlkan kom með ranga pöntun til mín en ég fattaði það þegar ég var byrjaður að borða. Pantaði 7 dollara rétt en fékk 13 dollara rétt. Sagðist vera sáttur með að borga bara fyrir ódýrari réttinn en eftir að hún hafði talað við yfirmann sinn þá var það ekkert mál nema hún þurfti sjálf að borga fyrir mismuninn úr sínum eigin vasa! Hún var nýr starfsmaður og hún mátti ekki gera smá mistök. Ég vorkenndi henni þannig ég gaf henni tips sem jafngilti mismuninum.
Keyrðum Blue Ridge Parkway sem er vegur sem liggur aðallega yfir fjöll eins og Smokey Mountain og fleiri fjöll. Borðuðum morgunmat með fallegu útsýni. Sáum Bambi hlaupa yfir veginn og kanínu sem keyrt hafði verið yfir en hún var ekki alveg dauð heldur kipptist hún til á veginum. Frekar ógeðslegt en ég var orðinn vanur maður eftir að hafa keyrt á kanínuna í Vermont.
Keyrði framhjá bíl (rúgbrauði) sem var búið að breyta í ísbúð. Ég keyrði of hratt framhjá (sem átti eftir að koma mér í vandræði ef þið lesið lengra) og ég lenti á hraðbraut áður en ég gat snúið við. 15 mínútum síðar (allt fyrir shake) fann ég bílinn/búðina aftur og það var vel þess virði. Gamall góðlegur karl og konan hans gerðu kalhua shake fyrir mig ...D-lish! Kallinn er að sjálfsögðu tónlistarmaður í hjálögum og diskurinn hans til sölu. Teresa keypti eintak og tónlistin reyndist vera kristilegur rokk blús, ekki slæm tónlist en heldur ekki góð en öll þessi upplifun: priceless!
Fundum svo minnisstæðasta mótelið til þessa. Mótel fyrir vörubílstjóra! Risastórt bílastæði þakið vörubílum. Setustofa full af vörubílstjórum horfandi á amerískan fótbolta ..fullkomið! Horfði á Back to the Future (alltaf jafn góð mynd) og svo á Die Hard with a Vengence upp á herbergi ..ekki slæmur endir á góðum degi.
Fórum í bæ sem heitir Mount Airy (eða eitthvað svoleiðis) bara vegna þess að ég las um að legendary pork sandwich (orðinn hooked) fengist þar. Röðin út af staðnum var 50 metra löng! Ástæðan er sú að í lok september hvert ár fyllist bærinn af fólki út af svokölluðum Mayfair Days vegna þess að bærinn er heimabær Andy Griffin. Ég nennti ekki að bíða eftir samlokunni og við keyrðum áleiðis. Svo gerðist það að ég “did a 60 on a 45” eins og löggan segir það. Með öðrum orðum þá var ég stoppaður af löggunni vegna hraðaksturs. Nokkrum dögum áður hafði ég fantaserað að vera tekinn af löggunni (hmm ekki lesa neitt dirty út úr þessu) ...svona eins og í bíómyndunum ..”what seems to be the problem officer” sagði ég svell kaldur ..nei ok ég sagði það ekki en ég hefði átt að segja það. Löggan var reyndar súper nice og hann gaf mér ekki einu sinni sekt. Hann meira að segja sá tvær áfengisflöskur aftur í sem höfðum opnað áður. Það er víst lögbrot en ég slapp með það líka ..stundum gott að vera heimskur Evrópubúi. Hann spurði reyndar “how many drinks have you had today?” og ég svarði “how many are too many?” ...nei ok djók nr. 2 ...allavegana þá slapp ég en það var gaman að lenda í þessu ..mæli með þessu.
Héldum áfram að keyra Blue Ridge Parkway. Urðum að borða morgunmatinn í bílnum vegna rigningar. Næsta stopp var Washington DC. Leituðum að mótelum, fyrsta var allt of dýrt, næsta var skuggalegt, næsta ógeðslegt með pöddum í herberginu þannig við enduðum á Quality Inn (112 dollarar), dýrasta nóttin en okkur fannst það í lagi því þetta var síðasta nóttin sem við þurftum að borga fyrir gistingu.
c.a. 27.09.10
Fórum í Holocaust Museum og svo splittuðum við liði og ég skoðaði borgina einn. Sá Capital Hill og fór svo á National Museum of Art. Sá verk eftir þá helstu, Picasso, Monet, Hoffman og hvað þeir heita nú allir. Fór líka á American Museum of Portrets. Margt áhugavert þar líka, t.d. Hope pósterinn af Obama. Sá Hvíta Húsið, ekkert merkilegt svo sem, stór garður sem er aldrei notaður. Ekki eins og forsetafjölskyldan noti hann á fallegum degi “hey son, wanna go out for a catch!?” ..held ekki.
Skoðaði typpa minnisvarðann og gekk að Warld War II Memorial og að Reflectin Poolen en fór ekki lengra en það.
Keyrðum svo til Baltimore. Keyrðum í gegnum nokkur skuggaleg hverfi. Sum staðar voru lögreglumenn sem vöktuðu göturnar (eins og í Memphis). Fundum Dominos og borðuðum í bílnum. Keyrðum svo til Nick sem var couchsurfer hjá mér í fyrra (talandi um exhange program). Hann leigir með fjórum öðrum og þau eru með verönd og við héngum þar þangað til við fórum að sofa.
Síðasti dagur vegaferðarinnar (the road trip). Keyrðum í gegnum Delaware (þjónar svo sem ekki öðrum tilgangi en það) og svo stoppuðum við á strönd einhversstaðar í New Jersey. Við höfðum ekki séð hafið síðan 2. sept. Ég fór úr sokkunum og skónum (samt ekki í þessari röð) og óð út í. Sjórinn orðinn mun kaldari en fyrir mánuði. Keyrðum svo “heim” til Brooklyn og þar með var þessum hluta ferðarinnar lokið.
New York
Var í viku í gyðingahverfinu hjá Melissu og Red. Ég var orðinn mjög peningasnauður og því lítið hægt að gera en að labba bara (rabbabara) um bæinn. Gisti svo í viku hjá gömlum couchsurfer, Lauren. Fór með henni í martarboð hjá vinkonu hennar uppi á þaki með útsýni yfir Manhattan. Fórum einnig á Lost in the Trees. Eitt kvöldið þá kom massíft þrumuveður með ótrúlega stórum haglélum sem tætti laufblöðin af trjánum. Lækur myndaðist niður götuna, fullur af hagléli og laufblöðum. Ég gerði líka einn besta ís sem ég hef smakkað (ekki úr haglélunum). Blandaði saman vanilluís og súkkulaði og bætti kanadíska hlynsírópsdrykknum út í ásamt þristabitum, frysti svo aftur og voila.
Skellti mér svo þann 3. októbober á The XX tónleika í Philadelphia. Warpaint og Zola Jesus hituðu upp og þau stóðu sig með prýði. The XX voru líka góð. Tónleikarnir fóru fram í gömlu leikhúsi. Laurie frá couchsurfing (hvað annað) fór með mér á tónleikana og bauð mér gistingu. Fengum okkur kínverskan mat eftir miðnætti í skuggalegu hverfi á take-away stað þar sem maður þurfti að panta í gegnum plexigler.
Ég fór títt til Manhattan og skoðaði þar ýmis hverfi, m.a. Wall Street en önnur hverfi voru skemmtilegri. Borðaði á Seinfeld kaffihúsinu, skoðaði Colombia háskólann, Times Square, MOMA (fór þangað með Fridu, gömlum couchsurfer þegar ég fór til Belgíu). Ég var að líka að fíla Central Park.
Hitti Pétur og Nínu og borðaði með þeim á dýrum veitingastað a la New York. Hitti þau svo fyrir tilviljun í Central Park (þetta er allt of lítil borg).
Fór aftur til Philadelphiu með hræódýrum China Bus en núna til að kaupa vintage kjóla í stórri vöruskemmu.
Gisti svo hjá vinkonu Svanhvítar, Elizu. Horfði á New York vs Texas í undanúrslitunum í hafnabolta (í sjónvarpinu by the way). New York var með ótrúlega síðustu lotu og unnu leikinn við lítinn fögnuð leikmanna New York (já þið lásuð rétt) ..ég missti svoldið álit á þessari keppni við það ..menn nokkuð sama hvort þeir vinna eða tapa virðist vera.
Ég fór í Brooklin Brewery og fékk mér Arnold Palmer...
á töff kaffihúsi í Brooklyn. Já og svo var bara ferðin búin og þann 18. Október pakkaði ég niður í þessa tösku og fór til Íslands....
Viðeigandi að ég komi loksins með síðasta hluta ferðalagsins því akkúrat ár er liðið frá ég lagði af stað í það.
240910-260910 (tímaröð á einhverju reiki)
Keyrðum ótrúlega fallega leið með ám og skógi vöxnum hlíðum með fram veginum. Fundum tjaldsvæði (25 dollarar), tjölduðum og fórum svo á local “grískan” veitingastað í eða nálægt Boome í North-Carolina. Þjónustustúlkan kom með ranga pöntun til mín en ég fattaði það þegar ég var byrjaður að borða. Pantaði 7 dollara rétt en fékk 13 dollara rétt. Sagðist vera sáttur með að borga bara fyrir ódýrari réttinn en eftir að hún hafði talað við yfirmann sinn þá var það ekkert mál nema hún þurfti sjálf að borga fyrir mismuninn úr sínum eigin vasa! Hún var nýr starfsmaður og hún mátti ekki gera smá mistök. Ég vorkenndi henni þannig ég gaf henni tips sem jafngilti mismuninum.
Keyrðum Blue Ridge Parkway sem er vegur sem liggur aðallega yfir fjöll eins og Smokey Mountain og fleiri fjöll. Borðuðum morgunmat með fallegu útsýni. Sáum Bambi hlaupa yfir veginn og kanínu sem keyrt hafði verið yfir en hún var ekki alveg dauð heldur kipptist hún til á veginum. Frekar ógeðslegt en ég var orðinn vanur maður eftir að hafa keyrt á kanínuna í Vermont.
Keyrði framhjá bíl (rúgbrauði) sem var búið að breyta í ísbúð. Ég keyrði of hratt framhjá (sem átti eftir að koma mér í vandræði ef þið lesið lengra) og ég lenti á hraðbraut áður en ég gat snúið við. 15 mínútum síðar (allt fyrir shake) fann ég bílinn/búðina aftur og það var vel þess virði. Gamall góðlegur karl og konan hans gerðu kalhua shake fyrir mig ...D-lish! Kallinn er að sjálfsögðu tónlistarmaður í hjálögum og diskurinn hans til sölu. Teresa keypti eintak og tónlistin reyndist vera kristilegur rokk blús, ekki slæm tónlist en heldur ekki góð en öll þessi upplifun: priceless!
Fundum svo minnisstæðasta mótelið til þessa. Mótel fyrir vörubílstjóra! Risastórt bílastæði þakið vörubílum. Setustofa full af vörubílstjórum horfandi á amerískan fótbolta ..fullkomið! Horfði á Back to the Future (alltaf jafn góð mynd) og svo á Die Hard with a Vengence upp á herbergi ..ekki slæmur endir á góðum degi.
Fórum í bæ sem heitir Mount Airy (eða eitthvað svoleiðis) bara vegna þess að ég las um að legendary pork sandwich (orðinn hooked) fengist þar. Röðin út af staðnum var 50 metra löng! Ástæðan er sú að í lok september hvert ár fyllist bærinn af fólki út af svokölluðum Mayfair Days vegna þess að bærinn er heimabær Andy Griffin. Ég nennti ekki að bíða eftir samlokunni og við keyrðum áleiðis. Svo gerðist það að ég “did a 60 on a 45” eins og löggan segir það. Með öðrum orðum þá var ég stoppaður af löggunni vegna hraðaksturs. Nokkrum dögum áður hafði ég fantaserað að vera tekinn af löggunni (hmm ekki lesa neitt dirty út úr þessu) ...svona eins og í bíómyndunum ..”what seems to be the problem officer” sagði ég svell kaldur ..nei ok ég sagði það ekki en ég hefði átt að segja það. Löggan var reyndar súper nice og hann gaf mér ekki einu sinni sekt. Hann meira að segja sá tvær áfengisflöskur aftur í sem höfðum opnað áður. Það er víst lögbrot en ég slapp með það líka ..stundum gott að vera heimskur Evrópubúi. Hann spurði reyndar “how many drinks have you had today?” og ég svarði “how many are too many?” ...nei ok djók nr. 2 ...allavegana þá slapp ég en það var gaman að lenda í þessu ..mæli með þessu.
Héldum áfram að keyra Blue Ridge Parkway. Urðum að borða morgunmatinn í bílnum vegna rigningar. Næsta stopp var Washington DC. Leituðum að mótelum, fyrsta var allt of dýrt, næsta var skuggalegt, næsta ógeðslegt með pöddum í herberginu þannig við enduðum á Quality Inn (112 dollarar), dýrasta nóttin en okkur fannst það í lagi því þetta var síðasta nóttin sem við þurftum að borga fyrir gistingu.
c.a. 27.09.10
Fórum í Holocaust Museum og svo splittuðum við liði og ég skoðaði borgina einn. Sá Capital Hill og fór svo á National Museum of Art. Sá verk eftir þá helstu, Picasso, Monet, Hoffman og hvað þeir heita nú allir. Fór líka á American Museum of Portrets. Margt áhugavert þar líka, t.d. Hope pósterinn af Obama. Sá Hvíta Húsið, ekkert merkilegt svo sem, stór garður sem er aldrei notaður. Ekki eins og forsetafjölskyldan noti hann á fallegum degi “hey son, wanna go out for a catch!?” ..held ekki.
Skoðaði typpa minnisvarðann og gekk að Warld War II Memorial og að Reflectin Poolen en fór ekki lengra en það.
Keyrðum svo til Baltimore. Keyrðum í gegnum nokkur skuggaleg hverfi. Sum staðar voru lögreglumenn sem vöktuðu göturnar (eins og í Memphis). Fundum Dominos og borðuðum í bílnum. Keyrðum svo til Nick sem var couchsurfer hjá mér í fyrra (talandi um exhange program). Hann leigir með fjórum öðrum og þau eru með verönd og við héngum þar þangað til við fórum að sofa.
Síðasti dagur vegaferðarinnar (the road trip). Keyrðum í gegnum Delaware (þjónar svo sem ekki öðrum tilgangi en það) og svo stoppuðum við á strönd einhversstaðar í New Jersey. Við höfðum ekki séð hafið síðan 2. sept. Ég fór úr sokkunum og skónum (samt ekki í þessari röð) og óð út í. Sjórinn orðinn mun kaldari en fyrir mánuði. Keyrðum svo “heim” til Brooklyn og þar með var þessum hluta ferðarinnar lokið.
New York
Var í viku í gyðingahverfinu hjá Melissu og Red. Ég var orðinn mjög peningasnauður og því lítið hægt að gera en að labba bara (rabbabara) um bæinn. Gisti svo í viku hjá gömlum couchsurfer, Lauren. Fór með henni í martarboð hjá vinkonu hennar uppi á þaki með útsýni yfir Manhattan. Fórum einnig á Lost in the Trees. Eitt kvöldið þá kom massíft þrumuveður með ótrúlega stórum haglélum sem tætti laufblöðin af trjánum. Lækur myndaðist niður götuna, fullur af hagléli og laufblöðum. Ég gerði líka einn besta ís sem ég hef smakkað (ekki úr haglélunum). Blandaði saman vanilluís og súkkulaði og bætti kanadíska hlynsírópsdrykknum út í ásamt þristabitum, frysti svo aftur og voila.
Skellti mér svo þann 3. októbober á The XX tónleika í Philadelphia. Warpaint og Zola Jesus hituðu upp og þau stóðu sig með prýði. The XX voru líka góð. Tónleikarnir fóru fram í gömlu leikhúsi. Laurie frá couchsurfing (hvað annað) fór með mér á tónleikana og bauð mér gistingu. Fengum okkur kínverskan mat eftir miðnætti í skuggalegu hverfi á take-away stað þar sem maður þurfti að panta í gegnum plexigler.
Ég fór títt til Manhattan og skoðaði þar ýmis hverfi, m.a. Wall Street en önnur hverfi voru skemmtilegri. Borðaði á Seinfeld kaffihúsinu, skoðaði Colombia háskólann, Times Square, MOMA (fór þangað með Fridu, gömlum couchsurfer þegar ég fór til Belgíu). Ég var að líka að fíla Central Park.
Hitti Pétur og Nínu og borðaði með þeim á dýrum veitingastað a la New York. Hitti þau svo fyrir tilviljun í Central Park (þetta er allt of lítil borg).
Fór aftur til Philadelphiu með hræódýrum China Bus en núna til að kaupa vintage kjóla í stórri vöruskemmu.
Gisti svo hjá vinkonu Svanhvítar, Elizu. Horfði á New York vs Texas í undanúrslitunum í hafnabolta (í sjónvarpinu by the way). New York var með ótrúlega síðustu lotu og unnu leikinn við lítinn fögnuð leikmanna New York (já þið lásuð rétt) ..ég missti svoldið álit á þessari keppni við það ..menn nokkuð sama hvort þeir vinna eða tapa virðist vera.
Ég fór í Brooklin Brewery og fékk mér Arnold Palmer...
á töff kaffihúsi í Brooklyn. Já og svo var bara ferðin búin og þann 18. Október pakkaði ég niður í þessa tösku og fór til Íslands....
sunnudagur, júlí 17, 2011
Roskilde Festival
Ég fékk fréttapassa á Roskilde Festival í gegnum rockfeedback.com. Ágætis hátíð þrátt fyrir frekar slappt line-up. Portishead, The Strokes og Yelle stóðu uppúr. Skrítið að vera þarna einn en ekki í campi. Hitti þó Tomma, Bjarna og Birgit en annars þræddi ég bara mismunandi camp og það var fínt. Hér er greinin mín: Roskilde Festival 2011
Ísland
Er núna búinn að vera á Íslandi í nokkra daga og það er bara fínt. Geri lítið annað en að vinna. Er þó búinn að ná djammi, sumarbústaðarferð með Hauki og fjölskyldu og pulsu á Bæjarins Bestu (lenti reyndar í því á föstudaginn að stelpa þar var sprautandi brjóstamjólk hægri vinstri ..en pulsan mín slapp).
Ég fékk fréttapassa á Roskilde Festival í gegnum rockfeedback.com. Ágætis hátíð þrátt fyrir frekar slappt line-up. Portishead, The Strokes og Yelle stóðu uppúr. Skrítið að vera þarna einn en ekki í campi. Hitti þó Tomma, Bjarna og Birgit en annars þræddi ég bara mismunandi camp og það var fínt. Hér er greinin mín: Roskilde Festival 2011
Ísland
Er núna búinn að vera á Íslandi í nokkra daga og það er bara fínt. Geri lítið annað en að vinna. Er þó búinn að ná djammi, sumarbústaðarferð með Hauki og fjölskyldu og pulsu á Bæjarins Bestu (lenti reyndar í því á föstudaginn að stelpa þar var sprautandi brjóstamjólk hægri vinstri ..en pulsan mín slapp).
fimmtudagur, júní 16, 2011
Búinn að sjá nokkra tónleika undanfarna daga: Messer Chups, eels, Herman Dune og Wye Oak.
Ég og Alexandra spiluðum aftur saman þann 19. apríl (ágætt að segja frá því núna). Á fyrstu tónleikunum hétum við Steve Holt sem er karakter úr Arrested Development. Við héldum djóknum áfram og hétum núna Jorge Miguel (George Michael). Coveruðum Dum Dum Girls - Blank Girl og svo aftur Best Coast - When I´m with you. Ég kynntist svo Japana sem heitir Mitsuhiro og hann er mjög góður á gítar þannig við tókum hann með um borð og spiluðum á Madame Claude 22. maí. Þá hétum við Bob Lablaw (aftur tekið úr Arrested Development). Spiluðum aftur Dum Dum Girls - Blank Girl og svo mitt lag sem er án titils en gæti heitið Devil Within. Mitsuhiro varð að læra gítarpartinn á klukkutíma sem ég hafði samið handa honum og það gekk bara mjög vel. Svo kom gaur til okkar eftir giggið og vildi setja okkur í heimildarmynd sem hann ætlar að gera um hljómsveitir í Berlin. Efast um að það verði eitthvað úr því en þetta var þó vísbending um að við erum kannski að gera eitthvað rétt. Vonandi að ég, Alexandra og Mitsuhiro (komum frá þremur heimsálfum) getum hist aftur í September og byrjað að spila fyrir alvöru.
Svo er ég víst á leiðinni á Roskilde Festival. Fékk fréttapassann frá rockfeedback.com þannig ég kem ekki til Íslands fyrr en 4. júlí. Line-uppið er samt ekki alveg minn tebolli og hvað er ég að farað þykjast skrifa um tónlist á ensku!? Það verður þó gaman að sjá Portishead.
Og meira af tónlist ...er núna að fara í heimatilbúið pop quiz. Hvar væri maður án tónlistar? amk ekki skrifandi þessa færslu það er nokkuð ljóst.
Ég og Alexandra spiluðum aftur saman þann 19. apríl (ágætt að segja frá því núna). Á fyrstu tónleikunum hétum við Steve Holt sem er karakter úr Arrested Development. Við héldum djóknum áfram og hétum núna Jorge Miguel (George Michael). Coveruðum Dum Dum Girls - Blank Girl og svo aftur Best Coast - When I´m with you. Ég kynntist svo Japana sem heitir Mitsuhiro og hann er mjög góður á gítar þannig við tókum hann með um borð og spiluðum á Madame Claude 22. maí. Þá hétum við Bob Lablaw (aftur tekið úr Arrested Development). Spiluðum aftur Dum Dum Girls - Blank Girl og svo mitt lag sem er án titils en gæti heitið Devil Within. Mitsuhiro varð að læra gítarpartinn á klukkutíma sem ég hafði samið handa honum og það gekk bara mjög vel. Svo kom gaur til okkar eftir giggið og vildi setja okkur í heimildarmynd sem hann ætlar að gera um hljómsveitir í Berlin. Efast um að það verði eitthvað úr því en þetta var þó vísbending um að við erum kannski að gera eitthvað rétt. Vonandi að ég, Alexandra og Mitsuhiro (komum frá þremur heimsálfum) getum hist aftur í September og byrjað að spila fyrir alvöru.
Svo er ég víst á leiðinni á Roskilde Festival. Fékk fréttapassann frá rockfeedback.com þannig ég kem ekki til Íslands fyrr en 4. júlí. Line-uppið er samt ekki alveg minn tebolli og hvað er ég að farað þykjast skrifa um tónlist á ensku!? Það verður þó gaman að sjá Portishead.
Og meira af tónlist ...er núna að fara í heimatilbúið pop quiz. Hvar væri maður án tónlistar? amk ekki skrifandi þessa færslu það er nokkuð ljóst.
föstudagur, júní 10, 2011
þriðjudagur, maí 31, 2011
Primavera Sound 2011
Hatidin er buin en eg er enn a Spani nanar tiltekid hja systur minni ...engir islenskir stafir her a bae.
Eg kom a thridjudaginn i sidustu viku og ferdalagid var hell thvi eg var mjog veikur> halsbolga, hausverkur, hiti, beinverkir ..allur pakkinn. Eg gisti hja Albert felaga minum. Eg var ordinn hress a fimmtudeginum thegar hatidin byrjadi og eg sa thessi bond tha>
Of Montreal (var langt fra en agaetis show)
Cults
The Walkmen (ekki eins godir og eg var ad vonast eftir)
Grinderman (nokkur log)
Connan Mockasin (mjog godur en mikid um hljodtruflanir)
Suicide (for eftir nokkur log, mjog slappir)
Caribou (sa sidustu login, nokkud gott)
Flaming Lips (godir ad venju en ekki jafn godir og sidustu tvo skiptin sem eg sa tha)
Hljomsveitir a fimmtudeginum sem eg nadi m.a. ekki ad sja> Sufjan Stevens, Interpol, Glasser
Verdid a bjor var 4-5 evrur sem er ekkert horror en mikid midad vid thad sem eg a ad venjast i Berlin og thvi var eg edru alla hatidina. Svaedid er samt mjog skemmtilegt og oft tok ekki lanngan tima ad fara a milli tonleika.
Fostudagur>
Tennis
M. Ward (var a staersta svidinu og var mjog godur)
James Blake (sidustu 3 login)
Ariel Pink's Haunted Graffiti (mjog hressir og godir)
Belle and Sebastian (adeins fyrstu 3 login)
Low (agaetir ad venju en vantadi meira eldra stoff og utisoundid hentar theim ekki)
Deerhunter (3 log)
Shellac (halft sett, rokkadir)
Pulp (legendary flottir, toku alla smellina, mjog gott gigg)
bond sem eg missti m.a. af> the national, twin shadow, jamie xx
Laugardagur>
Fleet Foxes (voru a staersta svidinu, voru finir en henta best i minni inni venu-um)
Papas Fritas
Gonjasufi (vonbrigdi, slaemt sound, for eftir halft gigg)
***her kikti eg svo a Barcelona - Man Utd i meistaradeildinni og sa tvo sidustu mork Barcelona og fagnadi med miklum latum med innfaeddum. Barcelona vann svo leikinn 3-1 og mikil fagnadarlaeti voru i Barcelona um nottina sem eg tok reyndar ekki eftir thvi eg var a hatidinni***
PJ Harvey (nokkur log, hun var fin)
Galaxie 500 (fint gigg)
Aetladi svo ad sja The Jon Spencer Blues Explotion en tha hringdi vinkona min i mig thvi hun hafdi dottid og thad blaeddi a hnenu og a t'anni thannig eg for med hana i sjukratjaldid. Svo var hun bara i einum sko og omogulegt ad lata stelpuna ganga um svaedid berfaetta med sar thannig eg let hana fa minn sko thannig eg gekk um svaedid i einum sko og a sokkunum eftir thad.
Sa svo rest af Jon Spencer x og their voru godir.
Animal Collective (slappir)
Missti af thessum bondum> Mogwai, DJ Shadow, Money Mark, Gang Gang Dance, Mathew Dear
Thad var eins med thennan dag og hina, eg var edru. Kannski thessvegna sem eg nadi ekki ad njota min i botn ...kannski er eg lika ordinn of gamall fyrir thetta ...kannski fannst mer soundid of oft vera slaemt ...kannski blanda af thessu ollu. Aegaetis hatid en eg hef oft skemmt mer betur.
A sunnudeginum for eg og Vilja a eitt off venue gigg. Mercury Rev spiludu alla Deserters Songs og thad voru mjog godir tonleikar.
Hitti Onnu Lind og Gudrunu litid a medan a hatidinni stod. Adeins a undan og adeins a eftir hatidina ..hefdi kannski att ad detta i vitleysuna med theim a hatidinni sjalfri.
Eg for oft a Catalunya torgid thar sem folk motmaeli, raedur og fleira for fram. Folk gisti thar lika. Gaman ad hafa upplifad spaensku byltinguna ad hluta til.
Hatidin er buin en eg er enn a Spani nanar tiltekid hja systur minni ...engir islenskir stafir her a bae.
Eg kom a thridjudaginn i sidustu viku og ferdalagid var hell thvi eg var mjog veikur> halsbolga, hausverkur, hiti, beinverkir ..allur pakkinn. Eg gisti hja Albert felaga minum. Eg var ordinn hress a fimmtudeginum thegar hatidin byrjadi og eg sa thessi bond tha>
Of Montreal (var langt fra en agaetis show)
Cults
The Walkmen (ekki eins godir og eg var ad vonast eftir)
Grinderman (nokkur log)
Connan Mockasin (mjog godur en mikid um hljodtruflanir)
Suicide (for eftir nokkur log, mjog slappir)
Caribou (sa sidustu login, nokkud gott)
Flaming Lips (godir ad venju en ekki jafn godir og sidustu tvo skiptin sem eg sa tha)
Hljomsveitir a fimmtudeginum sem eg nadi m.a. ekki ad sja> Sufjan Stevens, Interpol, Glasser
Verdid a bjor var 4-5 evrur sem er ekkert horror en mikid midad vid thad sem eg a ad venjast i Berlin og thvi var eg edru alla hatidina. Svaedid er samt mjog skemmtilegt og oft tok ekki lanngan tima ad fara a milli tonleika.
Fostudagur>
Tennis
M. Ward (var a staersta svidinu og var mjog godur)
James Blake (sidustu 3 login)
Ariel Pink's Haunted Graffiti (mjog hressir og godir)
Belle and Sebastian (adeins fyrstu 3 login)
Low (agaetir ad venju en vantadi meira eldra stoff og utisoundid hentar theim ekki)
Deerhunter (3 log)
Shellac (halft sett, rokkadir)
Pulp (legendary flottir, toku alla smellina, mjog gott gigg)
bond sem eg missti m.a. af> the national, twin shadow, jamie xx
Laugardagur>
Fleet Foxes (voru a staersta svidinu, voru finir en henta best i minni inni venu-um)
Papas Fritas
Gonjasufi (vonbrigdi, slaemt sound, for eftir halft gigg)
***her kikti eg svo a Barcelona - Man Utd i meistaradeildinni og sa tvo sidustu mork Barcelona og fagnadi med miklum latum med innfaeddum. Barcelona vann svo leikinn 3-1 og mikil fagnadarlaeti voru i Barcelona um nottina sem eg tok reyndar ekki eftir thvi eg var a hatidinni***
PJ Harvey (nokkur log, hun var fin)
Galaxie 500 (fint gigg)
Aetladi svo ad sja The Jon Spencer Blues Explotion en tha hringdi vinkona min i mig thvi hun hafdi dottid og thad blaeddi a hnenu og a t'anni thannig eg for med hana i sjukratjaldid. Svo var hun bara i einum sko og omogulegt ad lata stelpuna ganga um svaedid berfaetta med sar thannig eg let hana fa minn sko thannig eg gekk um svaedid i einum sko og a sokkunum eftir thad.
Sa svo rest af Jon Spencer x og their voru godir.
Animal Collective (slappir)
Missti af thessum bondum> Mogwai, DJ Shadow, Money Mark, Gang Gang Dance, Mathew Dear
Thad var eins med thennan dag og hina, eg var edru. Kannski thessvegna sem eg nadi ekki ad njota min i botn ...kannski er eg lika ordinn of gamall fyrir thetta ...kannski fannst mer soundid of oft vera slaemt ...kannski blanda af thessu ollu. Aegaetis hatid en eg hef oft skemmt mer betur.
A sunnudeginum for eg og Vilja a eitt off venue gigg. Mercury Rev spiludu alla Deserters Songs og thad voru mjog godir tonleikar.
Hitti Onnu Lind og Gudrunu litid a medan a hatidinni stod. Adeins a undan og adeins a eftir hatidina ..hefdi kannski att ad detta i vitleysuna med theim a hatidinni sjalfri.
Eg for oft a Catalunya torgid thar sem folk motmaeli, raedur og fleira for fram. Folk gisti thar lika. Gaman ad hafa upplifad spaensku byltinguna ad hluta til.
þriðjudagur, maí 10, 2011
Ég heimsótti Guggu systur og co í síðustu viku. Ég passaði fyrir hana í 12 tíma og það var engin lautarferð en það tókst þó. Fór í tvær BBQ veislur sá Royal brúðkaupið, kíkti í Sitges en aðallega var ég chillinu heima hjá Guggu.
BBQ nr. 1:
BBQ nr 2:
BBQ nr. 1:
BBQ nr 2:
þriðjudagur, apríl 19, 2011
Það er búið að vera mjög gott veður í Berlin að undanförnu. Lauf komin á trén, fólk grillandi í görðum o.s.fr.
Vorið var í rauninni komið seint í Mars:
Ég heimsæki oft Nadine í Granatengarten og stundum stend ég vörð í búðinni hennar:
Ég fór í Mauer Park um daginn sem er markaður hérna. Alltaf stuð og stemning þar:
Mig langaði í þennan bassagítar:
Karaoke er fastur liður í Mauer Park á sunnudögum og það er alltaf stappað:
Ekta Berlin:
Maður er byrjaður að kynnast fólki hérna til að hanga með. Vilja og Gozde eru súper góðar í að hanga í görðum og borða ís sem er eitt af mínum stærstu áhugamálum...
Fyrir viku síðan byrjaði ég og stelpa sem heitir Alexandra að spila tónlist saman. Hún syngur, spilar smá á píanó og gítar en aðallega á cello en því miður er hún ekki með það hér í Berlin. Við spiluðum svo á open mike kvöldi síðasta sunnudag á Madame Claude og það gekk bara nokkuð vel. Fyrst tókum við lag eftir mig sem hefur í raun ekki titil en fyrsta línan er "How can I get over you" (lagið er ekki jafn dramatískt og þessi setning gefur til kynna). Svo coveruðum við Best Coast - When I´m with you
Blurry band shoot?
Vorið var í rauninni komið seint í Mars:
Ég heimsæki oft Nadine í Granatengarten og stundum stend ég vörð í búðinni hennar:
Ég fór í Mauer Park um daginn sem er markaður hérna. Alltaf stuð og stemning þar:
Mig langaði í þennan bassagítar:
Karaoke er fastur liður í Mauer Park á sunnudögum og það er alltaf stappað:
Ekta Berlin:
Maður er byrjaður að kynnast fólki hérna til að hanga með. Vilja og Gozde eru súper góðar í að hanga í görðum og borða ís sem er eitt af mínum stærstu áhugamálum...
Fyrir viku síðan byrjaði ég og stelpa sem heitir Alexandra að spila tónlist saman. Hún syngur, spilar smá á píanó og gítar en aðallega á cello en því miður er hún ekki með það hér í Berlin. Við spiluðum svo á open mike kvöldi síðasta sunnudag á Madame Claude og það gekk bara nokkuð vel. Fyrst tókum við lag eftir mig sem hefur í raun ekki titil en fyrsta línan er "How can I get over you" (lagið er ekki jafn dramatískt og þessi setning gefur til kynna). Svo coveruðum við Best Coast - When I´m with you
Blurry band shoot?
mánudagur, apríl 11, 2011
USA Roadtrip 2010 III hluti
170910
Keyrðum í gegnum Ohio í áttina að Chicago. Ágætis tilbreyting að sjá bara kornakra. Mikið um Amish fólk á þessu svæði.
Á miðri leið rifumst við í fyrsta skiptið (smámunir) og eftir það var ekkert voðalega gaman í bílnum. Loksins tók það sinn toll að vera með sömu manneskjunni öllum tímum sólarhringsins. Komum til Tessu um kvöldið en herbergisfélagi hennar var aðeins heima. Fórum þá á ítalskan ressa og þegar við komum heim þá heyrðum við þau hnakk rífast í gegnum hurðina ...ÞAÐ var sko rifrildi! Biðum fyrir utan í 10 mínútur og komum svo aftur og þau voru enn að rífast. Í þriðju tilrauninni voru þau komin niður í 2 á Richter þannig við fórum inn. Þau létu eins og ekkert hafði gerst og við tókum þátt í þeim leik. Eftir smá chit chat fórum við að sofa. Ég svaf á gólfinu í svefnpoka og líkurnar að éta kónguló um nóttina voru yfir meðallagi.
181010
Fórum á töff 80´s kaffihús sem hafði real size eftirlíkingu af Back to the Future bílnum í glugganum. Náðum í Tessu, skutluðumst heim og pökkuðum saman og keyrðum suður. Það voru vonbrigði að geta ekki verið lengur í Chicago því ég hef heyrt góða hluti en það verður víst að bíða.
Fundum mótel c.a. 100 km norður af St. Louis. Upplifði magnaðasta þrumuveður á minni ævi. Tók billjón myndir en svo kom rigningin og þá flúði ég inn. Fylgdumst með eldingunum frá glugganum. Rafmagnið fór þrisvar af þetta kvöld.
191010
Rifumst aftur í bílnum á leiðinni til St. Louis. Við skoðuðum borgina í sitthvoru lagi enda vorum við búin að vera öllum stundum saman alla ferðina. Gateway Arc var flott og einnig brúin yfir Missisippi.
Keyrðum svo í áttina að Memphis. Stoppuðum á local bar og þar var vel tekið á móti okkur. Liðið þar hafði ekki séð eins exodískt lið eins og okkur í mörg ár. Fólk í suðri finnst ekkert leiðinlegt að spjalla með sínum suðuríkjahreim. Þetta var eins og í bíómynd og maður sér pínu eftir því að hafa ekki bara farið all in með þessu liði.
Eftir langa keyrslu komum við loks til Gabe og Doug. Þeir búa í Arlington sem er rétt hjá Memphis. Frábærir gaurar. Doug sýndi mér byssusafnið sitt, hann á 34 byssur! Við elduðum öll saman.
20.09.10
Doug leyfði mér að skjóta af byssunum sínum. Þetta er víst í blóðinu mínu því skotin fóru þangað sem ég miðaði (bara ef sama gilti um miðið mitt í klósettið. Kannski þessvegna sem ég pissa sitjandi). Alveg mögnuð tilfinning að fá að skjóta af byssum verð ég að viðurkenna. Ég prófaði riffil, haglabyssu og skambyssu ..held ég? Ég var með nöfnin skrifuð niður en ég finn það ekki í augnablikinu.
Fórum svo á kaffihús og eyddum of miklum tíma þar þannig það var enginn tími fyrir Sun Studios. Fórum á hamborgarastað og svo fórum við á kóræfingu hjá Gabe í kjallara á gömlu húsi. Eftir æfinguna kom maður til okkar og hafði áhuga á ferðum okkar eins og svo margir aðrir. Hann heitir Barry White! Fórum á bar sem Gabe fer oft á. Ég fékk mér tvo Long Island Ice Tea og líka (twisted) útgáfu af þeim drykk sem við kölluðum Long Island. Fórum svo á karaeoki bar. Gabe tók lagið með stakri prýði.
210910
Ákváðum að gista aðra nótt hjá þeim. Fórum í Sun Studios þar sem Elvis og fleiri laxar tóku upp sín fyrstu lög. Skemmtilegur tour. Fengum t.d. Að fara í stúdíóið og heyra gamlar upptökur, til dæmis Rocket 88 sem er talið vera fyrsta rock lagið að margra mati.
Borðuðum á local BBQ stað þar sem ég fékk bestu grísasamloku ever! Hittum couchsurfer sem Gabe hýsti fyrir 2 mánuðum. Eric og Alia. Þau voru búin að verað túra USA í 5 og hálfan mánuð (sem hljómsveit), keyra á milli staða og gista hjá CS. Spiluðum á píanóið og tókum því rólega.
220910
Keyrðum til Nashville. Fundum mótel, tókum siestu svo beint á aðalgötuna með öllum börunum. Nánast allir barirnir buðu upp á live tónlist og kvenfólk var oft í aðalhlutverki. Ég fékk mér heila rib steak og stútaði henni. Hún var reyndar ekki eins djúsí og ég hafði vonað. Þetta gerist samt ekki Amerískara en þetta: steik, bjór og live tónlist. Allir staðirnir buðu upp á live tónlist en eftir 40 mínútur af country tónlist þá var stemningin ekki alveg að hanga á bar. Höfðum fengið tip um góðan bar en þegar við komum þangað var hann alveg jafn týpískur og hinir. Á leiðinni í bílinn stoppaði okkur miðaldra svartur maður. Hann byrjaði að segja okkur að við þyrftum ekki að óttast hann (never trust a man that says “trust me”). Eftir eitthvað blaður þá kom hann að kjarna málsins, þ.e. Hann bað okkur um pening. Ég gaf honum 11 cent. Þegar við keyrðum af stað þá bilaði GPS tækið og við tók 1 og hálfur tími í helvíti! Við keyrðum út og suður í leit að mótelinu sem við reyndum að finna eftir minni. Gáfumst loks upp. Fundum taxa og við eltum hann uppá mótel (Teresa hafði geymt nótuna þannig við vissum nafnið á mótelinu). Horfðum á nokkra þætti af Dog and Baby eins og Teresa kallar Family Guy. Sáum Seinfeld þátt um daginn og það var í fyrsta skiptið sem hún hafði heyrt þátt ódöbbaðann, þ.e. réttu raddir leikaranna. Aumingja stelpan þarf að lifa við talsetta þætti á Spáni ..kannski þessvegna sem hún býr í Köben? Spurning.
230910
Reyndum að finna Budget í Nashville en fundum ekki. Vorum alveg lost án GPS. Ætluðum að explora Nashville en okkur fannst borgin ekki spennandi þannig við keyrðum til Chattanooga. Rétt áður höfðum við keyrt úr Tennessee inn í Georgia í þrjár mínútur og aftur inn í Tennessee, á aldrei eftir að gleyma Georgia ..djók.
Fundum Budget í Chattanooga og þeir löguðu GPS tækið, hallelujah! GPS er án efa besta uppfinning síðan sódastreamtækið. Keyrðum í áttina að Asheville og fórum á restaurant sem heitir Brothers. Fékk pork samwich en hún ar ekki eins djúsí og sú í Memphis. Gistum svo á móteli í pínu litlum bæ í North-Carolina sem heitir Murphy. Aðeins 40 dollarar og flottasta mótelið til þessa.
170910
Keyrðum í gegnum Ohio í áttina að Chicago. Ágætis tilbreyting að sjá bara kornakra. Mikið um Amish fólk á þessu svæði.
Á miðri leið rifumst við í fyrsta skiptið (smámunir) og eftir það var ekkert voðalega gaman í bílnum. Loksins tók það sinn toll að vera með sömu manneskjunni öllum tímum sólarhringsins. Komum til Tessu um kvöldið en herbergisfélagi hennar var aðeins heima. Fórum þá á ítalskan ressa og þegar við komum heim þá heyrðum við þau hnakk rífast í gegnum hurðina ...ÞAÐ var sko rifrildi! Biðum fyrir utan í 10 mínútur og komum svo aftur og þau voru enn að rífast. Í þriðju tilrauninni voru þau komin niður í 2 á Richter þannig við fórum inn. Þau létu eins og ekkert hafði gerst og við tókum þátt í þeim leik. Eftir smá chit chat fórum við að sofa. Ég svaf á gólfinu í svefnpoka og líkurnar að éta kónguló um nóttina voru yfir meðallagi.
181010
Fórum á töff 80´s kaffihús sem hafði real size eftirlíkingu af Back to the Future bílnum í glugganum. Náðum í Tessu, skutluðumst heim og pökkuðum saman og keyrðum suður. Það voru vonbrigði að geta ekki verið lengur í Chicago því ég hef heyrt góða hluti en það verður víst að bíða.
Fundum mótel c.a. 100 km norður af St. Louis. Upplifði magnaðasta þrumuveður á minni ævi. Tók billjón myndir en svo kom rigningin og þá flúði ég inn. Fylgdumst með eldingunum frá glugganum. Rafmagnið fór þrisvar af þetta kvöld.
191010
Rifumst aftur í bílnum á leiðinni til St. Louis. Við skoðuðum borgina í sitthvoru lagi enda vorum við búin að vera öllum stundum saman alla ferðina. Gateway Arc var flott og einnig brúin yfir Missisippi.
Keyrðum svo í áttina að Memphis. Stoppuðum á local bar og þar var vel tekið á móti okkur. Liðið þar hafði ekki séð eins exodískt lið eins og okkur í mörg ár. Fólk í suðri finnst ekkert leiðinlegt að spjalla með sínum suðuríkjahreim. Þetta var eins og í bíómynd og maður sér pínu eftir því að hafa ekki bara farið all in með þessu liði.
Eftir langa keyrslu komum við loks til Gabe og Doug. Þeir búa í Arlington sem er rétt hjá Memphis. Frábærir gaurar. Doug sýndi mér byssusafnið sitt, hann á 34 byssur! Við elduðum öll saman.
20.09.10
Doug leyfði mér að skjóta af byssunum sínum. Þetta er víst í blóðinu mínu því skotin fóru þangað sem ég miðaði (bara ef sama gilti um miðið mitt í klósettið. Kannski þessvegna sem ég pissa sitjandi). Alveg mögnuð tilfinning að fá að skjóta af byssum verð ég að viðurkenna. Ég prófaði riffil, haglabyssu og skambyssu ..held ég? Ég var með nöfnin skrifuð niður en ég finn það ekki í augnablikinu.
Fórum svo á kaffihús og eyddum of miklum tíma þar þannig það var enginn tími fyrir Sun Studios. Fórum á hamborgarastað og svo fórum við á kóræfingu hjá Gabe í kjallara á gömlu húsi. Eftir æfinguna kom maður til okkar og hafði áhuga á ferðum okkar eins og svo margir aðrir. Hann heitir Barry White! Fórum á bar sem Gabe fer oft á. Ég fékk mér tvo Long Island Ice Tea og líka (twisted) útgáfu af þeim drykk sem við kölluðum Long Island. Fórum svo á karaeoki bar. Gabe tók lagið með stakri prýði.
210910
Ákváðum að gista aðra nótt hjá þeim. Fórum í Sun Studios þar sem Elvis og fleiri laxar tóku upp sín fyrstu lög. Skemmtilegur tour. Fengum t.d. Að fara í stúdíóið og heyra gamlar upptökur, til dæmis Rocket 88 sem er talið vera fyrsta rock lagið að margra mati.
Borðuðum á local BBQ stað þar sem ég fékk bestu grísasamloku ever! Hittum couchsurfer sem Gabe hýsti fyrir 2 mánuðum. Eric og Alia. Þau voru búin að verað túra USA í 5 og hálfan mánuð (sem hljómsveit), keyra á milli staða og gista hjá CS. Spiluðum á píanóið og tókum því rólega.
220910
Keyrðum til Nashville. Fundum mótel, tókum siestu svo beint á aðalgötuna með öllum börunum. Nánast allir barirnir buðu upp á live tónlist og kvenfólk var oft í aðalhlutverki. Ég fékk mér heila rib steak og stútaði henni. Hún var reyndar ekki eins djúsí og ég hafði vonað. Þetta gerist samt ekki Amerískara en þetta: steik, bjór og live tónlist. Allir staðirnir buðu upp á live tónlist en eftir 40 mínútur af country tónlist þá var stemningin ekki alveg að hanga á bar. Höfðum fengið tip um góðan bar en þegar við komum þangað var hann alveg jafn týpískur og hinir. Á leiðinni í bílinn stoppaði okkur miðaldra svartur maður. Hann byrjaði að segja okkur að við þyrftum ekki að óttast hann (never trust a man that says “trust me”). Eftir eitthvað blaður þá kom hann að kjarna málsins, þ.e. Hann bað okkur um pening. Ég gaf honum 11 cent. Þegar við keyrðum af stað þá bilaði GPS tækið og við tók 1 og hálfur tími í helvíti! Við keyrðum út og suður í leit að mótelinu sem við reyndum að finna eftir minni. Gáfumst loks upp. Fundum taxa og við eltum hann uppá mótel (Teresa hafði geymt nótuna þannig við vissum nafnið á mótelinu). Horfðum á nokkra þætti af Dog and Baby eins og Teresa kallar Family Guy. Sáum Seinfeld þátt um daginn og það var í fyrsta skiptið sem hún hafði heyrt þátt ódöbbaðann, þ.e. réttu raddir leikaranna. Aumingja stelpan þarf að lifa við talsetta þætti á Spáni ..kannski þessvegna sem hún býr í Köben? Spurning.
230910
Reyndum að finna Budget í Nashville en fundum ekki. Vorum alveg lost án GPS. Ætluðum að explora Nashville en okkur fannst borgin ekki spennandi þannig við keyrðum til Chattanooga. Rétt áður höfðum við keyrt úr Tennessee inn í Georgia í þrjár mínútur og aftur inn í Tennessee, á aldrei eftir að gleyma Georgia ..djók.
Fundum Budget í Chattanooga og þeir löguðu GPS tækið, hallelujah! GPS er án efa besta uppfinning síðan sódastreamtækið. Keyrðum í áttina að Asheville og fórum á restaurant sem heitir Brothers. Fékk pork samwich en hún ar ekki eins djúsí og sú í Memphis. Gistum svo á móteli í pínu litlum bæ í North-Carolina sem heitir Murphy. Aðeins 40 dollarar og flottasta mótelið til þessa.
mánudagur, mars 28, 2011
braut 100.000 laga múrinn á Last.fm
Nú hef ég spilað yfir 100.000 lög á Last.fm. Lagið sem fékk þann heiður að verma þetta sæti var 100.000 Fireflies með The Magnetic Fields ...ég veit, mjög svo viðeigandi. Þetta lag er í raun mjög gott eins og flest lög með The Magnetic Fields, og þá sérstaklega textarnir. Finnst t.d. þetta textabrot skemmtilegt úr 100.000 fireflies: You won't be happy with me, But give me one more chance. You won't be happy anyway.
Reyndar er ekki alveg að marka þennan fjölda spilana á last.fm. Ég hef spilað fullt af lögum í gömlu tölvunni minni sem var sjaldan nettengd. Á móti virðist iPodinn minn telja hvert lag fjórum sinnum. Þetta gefur samt ákveðna hugmynd hvað maður er að hlusta á. Svona lítur topp 20 út frá upphafi talningar (26. Október 2004). Tölurnar fyrir aftan sýnir fjölda spilana (laga).
1. Yo La Tengo - 1,949
2. The Smiths - 1,453
3. Belle and Sebastian - 1,236
4. The Magnetic Fields - 1,129
5-6. Low - 960
5-6. Sufjan Stevens - 960
7. Elliott Smith - 939
8. Morrissey - 900
9. Emilíana Torrini - 890
10. The Shins - 873
11. Jens Lekman - 861
12. Kings of Convenience - 857
13. M. Ward - 823
14. Broken Social Scene - 803
15. The Beatles - 782
16. Zero 7 - 779
17. Lambchop - 774
18. Pavement - 711
19. The Black Keys - 703
20. Iron & Wine - 689
Og svona lítur topp 10 listinn yfir mest spiluðu artista síðustu 3ja mánaða:
1. Surfer Blood - 90
2. James Blake - 87
3. Deerhunter - 76
4. Broken Social Scene - 74
5. The Black Keys - 71
6. Janelle Monáe - 64
7. Wild Nothing - 56
8. Woods - 55
9. Kings of Convenience - 53
10. Joanna Newsom - 52
Aðeins þrjár hljómsveitir sem eru á heildar listanum komast í topp 20 á 3ja mánaða listanum (og þær komast reyndar allar á topp 10).
Og nú topp 20 lög frá upphafi:
1. Iron & Wine – Naked as We Came - 95
2. The Magnetic Fields – Love is Lighter Than Air - 92
3. Hope Sandoval – Lose Me On The Way - 91
4. José González – Heartbeats - 90
5. The Smiths – This Charming Man - 88
6. The Black Keys – Set You Free - 87
7. Yeah Yeah Yeahs – Maps - 84
8. Morrissey – The More You Ignore Me, the Closer I Get - 81
9. Kaiser Chiefs – You Can Have It All - 79
10-12. Wilco – Jesus, Etc. - 76
10-12. The Thrills – Big Sur - 76
10-12. Ambulance LTD – Anecdote - 76
13-15. Yeah Yeah Yeahs – Y Control - 75
13-15. Aberfeldy – Summer's Gone - 75
13-15. Ambulance LTD – Ophelia - 75
16. Pulp – Something Changed - 73
17. The Raveonettes – Love In A Trashcan - 72
18-21. The Shins – New Slang - 71
18-21. José González – Crosses - 71
18-21. Kaiser Chiefs – I Predict A Riot - 71
Nokkuð þéttur listi. Það tæki t.d. bara 4 spilanir fyrir Something Changed með Pulp að fara úr 16. sæti yfir í 9. sæti. Ekkert þessara laga er á topp 20 yfir lög spiluð síðustu 12 mánuðina.
En hey, þið getið líka séð þetta allt hér fyrst þið hafið svona mikinn áhuga á þessu :D
Nú hef ég spilað yfir 100.000 lög á Last.fm. Lagið sem fékk þann heiður að verma þetta sæti var 100.000 Fireflies með The Magnetic Fields ...ég veit, mjög svo viðeigandi. Þetta lag er í raun mjög gott eins og flest lög með The Magnetic Fields, og þá sérstaklega textarnir. Finnst t.d. þetta textabrot skemmtilegt úr 100.000 fireflies: You won't be happy with me, But give me one more chance. You won't be happy anyway.
Reyndar er ekki alveg að marka þennan fjölda spilana á last.fm. Ég hef spilað fullt af lögum í gömlu tölvunni minni sem var sjaldan nettengd. Á móti virðist iPodinn minn telja hvert lag fjórum sinnum. Þetta gefur samt ákveðna hugmynd hvað maður er að hlusta á. Svona lítur topp 20 út frá upphafi talningar (26. Október 2004). Tölurnar fyrir aftan sýnir fjölda spilana (laga).
1. Yo La Tengo - 1,949
2. The Smiths - 1,453
3. Belle and Sebastian - 1,236
4. The Magnetic Fields - 1,129
5-6. Low - 960
5-6. Sufjan Stevens - 960
7. Elliott Smith - 939
8. Morrissey - 900
9. Emilíana Torrini - 890
10. The Shins - 873
11. Jens Lekman - 861
12. Kings of Convenience - 857
13. M. Ward - 823
14. Broken Social Scene - 803
15. The Beatles - 782
16. Zero 7 - 779
17. Lambchop - 774
18. Pavement - 711
19. The Black Keys - 703
20. Iron & Wine - 689
Og svona lítur topp 10 listinn yfir mest spiluðu artista síðustu 3ja mánaða:
1. Surfer Blood - 90
2. James Blake - 87
3. Deerhunter - 76
4. Broken Social Scene - 74
5. The Black Keys - 71
6. Janelle Monáe - 64
7. Wild Nothing - 56
8. Woods - 55
9. Kings of Convenience - 53
10. Joanna Newsom - 52
Aðeins þrjár hljómsveitir sem eru á heildar listanum komast í topp 20 á 3ja mánaða listanum (og þær komast reyndar allar á topp 10).
Og nú topp 20 lög frá upphafi:
1. Iron & Wine – Naked as We Came - 95
2. The Magnetic Fields – Love is Lighter Than Air - 92
3. Hope Sandoval – Lose Me On The Way - 91
4. José González – Heartbeats - 90
5. The Smiths – This Charming Man - 88
6. The Black Keys – Set You Free - 87
7. Yeah Yeah Yeahs – Maps - 84
8. Morrissey – The More You Ignore Me, the Closer I Get - 81
9. Kaiser Chiefs – You Can Have It All - 79
10-12. Wilco – Jesus, Etc. - 76
10-12. The Thrills – Big Sur - 76
10-12. Ambulance LTD – Anecdote - 76
13-15. Yeah Yeah Yeahs – Y Control - 75
13-15. Aberfeldy – Summer's Gone - 75
13-15. Ambulance LTD – Ophelia - 75
16. Pulp – Something Changed - 73
17. The Raveonettes – Love In A Trashcan - 72
18-21. The Shins – New Slang - 71
18-21. José González – Crosses - 71
18-21. Kaiser Chiefs – I Predict A Riot - 71
Nokkuð þéttur listi. Það tæki t.d. bara 4 spilanir fyrir Something Changed með Pulp að fara úr 16. sæti yfir í 9. sæti. Ekkert þessara laga er á topp 20 yfir lög spiluð síðustu 12 mánuðina.
En hey, þið getið líka séð þetta allt hér fyrst þið hafið svona mikinn áhuga á þessu :D
fimmtudagur, mars 24, 2011
Um daginn var ég í heimsókn hjá Nadine í Granatengarten eins og svo oft áður og inn labbar stelpa og eftir "can I help you" og allt það þá kemur í ljós að hún er ballerína og hún var "extra"/aukaleikari í The Black Swan. Hún bregður bara stuttlega fyrir en mér fannst þetta nokkuð merkilegt þar sem ég var ný búinn að sjá myndina.
Þennan sama dag fór ég í Music Quiz á Madame Claude og spurt var um upphafslag í sjónvarpsþætti og ég var með rétt svar: Peep Show (sá snilldar þáttur). Eftir quizið datt ég í spjall við einhvern svía og hann var skuggalega líkur Mark úr Peep Show. Hitti líka stelpu sem getur sungið, spilað á gítar og cello. Skildi eitthvað verða úr tónlistarsamstarfi? Ekki hefur slíkt gengið upp hingað til.
Annars er komið vor hér í borg. Búið að vera það hlýtt að maður hefur getað gengið um í bol og hettupeysu í sólinni.
Hvað meira ...já fór á Everything Everything með Nadine á Magnet um daginn ..ágætis gigg ...fór í póker og datt fyrstur út ...kominn með flakkarann frá Íslandi sem inniheldur fullt af djúsí tónlist ...Noemy kom í heimsókn um daginn ..spöörning að skella inn myndum ...æ ég veit það ekki. Ok...
Þennan sama dag fór ég í Music Quiz á Madame Claude og spurt var um upphafslag í sjónvarpsþætti og ég var með rétt svar: Peep Show (sá snilldar þáttur). Eftir quizið datt ég í spjall við einhvern svía og hann var skuggalega líkur Mark úr Peep Show. Hitti líka stelpu sem getur sungið, spilað á gítar og cello. Skildi eitthvað verða úr tónlistarsamstarfi? Ekki hefur slíkt gengið upp hingað til.
Annars er komið vor hér í borg. Búið að vera það hlýtt að maður hefur getað gengið um í bol og hettupeysu í sólinni.
Hvað meira ...já fór á Everything Everything með Nadine á Magnet um daginn ..ágætis gigg ...fór í póker og datt fyrstur út ...kominn með flakkarann frá Íslandi sem inniheldur fullt af djúsí tónlist ...Noemy kom í heimsókn um daginn ..spöörning að skella inn myndum ...æ ég veit það ekki. Ok...
Bestu plötur 2010
Er ekki viðeigandi í lok mars 2011 að koma með árslista yfir bestu plötur 2010? Ok gott að þú sért sammála. Fullt af fínum plötum en engin sem skar sig úr. Ég gat ómögulega valið eina plötu sem bestu plötu ársins og í raun eru allar plöturnar (26 plötur) mjög nálægt toppnum ...they are all winners! Annars eru ekki mikil vísindi á bak við þetta val, bara það sem ég fílaði mest:
Í engri ákveðinni röð innan hvers flokks...
1-4 sæti
Surfer Blood – Astro Coast
The Black Keys - Brothers
Charlotte Gainsburg – IRM
Mimicking Birds – Mimicking Birds
5-9 sæti
Wild Nothing - Gemini
The Walkmen - Lisbon
Deerhunter – Halcyon Digest
Sleigh Bells - Treats
Dom – Sun Bronzed Greek Gods
10-14 sæti
Girls – Broken Dreams Club
Dum Dum Girls – I Will Be
Tame Impala - Innerspeaker
Ariel Pink´s Haunted Graffiti – Before Today
Joanna Newsom – Have One on Me
15-26 sæti
Twin Shadow – Forget
Radio Dept. - Clinging to a Scheme
James Blake – Klavierwerke/CMYK/The Bells Sketch
Angus and Julia Stone – A Book Like This
Broken Social Scene – Forgiveness Rock Record
Woods – At Echo Lake
Glasser – Ring
Ólöf Arnalds – Innundir skinni
Beach House – Teen Dream
Best Coast – Crazy for You
Caribou - Swim
How To Dress Well – Love Remains
Svo held ég að ég verði að velja Good Intentions Paving Company með Joanna Newsom sem besta lagið árið 2010.
Er ekki viðeigandi í lok mars 2011 að koma með árslista yfir bestu plötur 2010? Ok gott að þú sért sammála. Fullt af fínum plötum en engin sem skar sig úr. Ég gat ómögulega valið eina plötu sem bestu plötu ársins og í raun eru allar plöturnar (26 plötur) mjög nálægt toppnum ...they are all winners! Annars eru ekki mikil vísindi á bak við þetta val, bara það sem ég fílaði mest:
Í engri ákveðinni röð innan hvers flokks...
1-4 sæti
Surfer Blood – Astro Coast
The Black Keys - Brothers
Charlotte Gainsburg – IRM
Mimicking Birds – Mimicking Birds
5-9 sæti
Wild Nothing - Gemini
The Walkmen - Lisbon
Deerhunter – Halcyon Digest
Sleigh Bells - Treats
Dom – Sun Bronzed Greek Gods
10-14 sæti
Girls – Broken Dreams Club
Dum Dum Girls – I Will Be
Tame Impala - Innerspeaker
Ariel Pink´s Haunted Graffiti – Before Today
Joanna Newsom – Have One on Me
15-26 sæti
Twin Shadow – Forget
Radio Dept. - Clinging to a Scheme
James Blake – Klavierwerke/CMYK/The Bells Sketch
Angus and Julia Stone – A Book Like This
Broken Social Scene – Forgiveness Rock Record
Woods – At Echo Lake
Glasser – Ring
Ólöf Arnalds – Innundir skinni
Beach House – Teen Dream
Best Coast – Crazy for You
Caribou - Swim
How To Dress Well – Love Remains
Svo held ég að ég verði að velja Good Intentions Paving Company með Joanna Newsom sem besta lagið árið 2010.
sunnudagur, mars 13, 2011
15 stiga hiti úti ..wóha! Ætla að skella mér á markaðinn á Boxhagener Platz og Mauer Park.
Fór á Surfer Blood í Privatclub í gær. Magnað gigg og frábær tónleikastaður. Ég var alveg fremst og fékk þetta því beint í æð. Þetta er gott gítarorgíu rokk en er ekki fyrir alla. Mjög ungir strákar. Þeir byrjuðu tónleikana á þessu lagi:
http://www.youtube.com/watch?v=63Ji05Bd-t0&feature=related
Lag nr. tvö var Twin Peaks sem er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svo er það póker í kvöld með gaurum sem ég hef aldrei séð áður. Allt að gerast yey!
Fór á Surfer Blood í Privatclub í gær. Magnað gigg og frábær tónleikastaður. Ég var alveg fremst og fékk þetta því beint í æð. Þetta er gott gítarorgíu rokk en er ekki fyrir alla. Mjög ungir strákar. Þeir byrjuðu tónleikana á þessu lagi:
http://www.youtube.com/watch?v=63Ji05Bd-t0&feature=related
Lag nr. tvö var Twin Peaks sem er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.
Svo er það póker í kvöld með gaurum sem ég hef aldrei séð áður. Allt að gerast yey!
laugardagur, mars 05, 2011
Núna er ég búinn að vera í Berlin í rúman mánuð. Ég bý á frábærum stað í Kreuzberg með fullt af börum og vafasömum take-away stöðum ..alveg eins og ég vil hafa það! Lido, Magnet/Comet, Madame Claude, jazzbar og fleira í göngufæri. Ég bý með Silju frá Íslandi (hún benti mér á herbergið) og Sheilu frá Sviss. Fyrstu dagana/vikurnar var Silja dugleg að draga mig út því ég þekki nánast engan hérna. Það er hræ ódýrt að drekka hérna en margt smátt gerir eitt stórt og núna á ég bara lítið smátt til að lifa af næstu mánuði.
Ég hef verið duglegur að fara á tónleika, aðallega litla ókeypis tónleika. "Stæðstu" nöfnin sem ég hef séð hingað til eru Azure Ray og Ólöf Arnalds.
Það er búið að vera kalt en þó ekki eins kalt og ég bjóst við af Berlin ..segi ég og skrifa þetta með hálsbólgu.
Ég hef ákveðið að vera hérna út júní því mig langar að athuga hvort hægt sé að selja landanum og ferðamönnum smá textíl.
Ég finn voða mikið fyrir því samt að Berlin er stutt stopp í lífi margra. Það kemur hérna í skiptinám, missir sig oft í gleðinni og svo snýr það aftur í smábæinn sinn í Wisconsin til að stofna fjölskyldu (ekki að það sé neitt að því). Ég held að Berlin verði líka stutt stopp í mínu lífi en þá er ég að tala um að 2 ár finnst mér stutt stopp þegar maður lítur á heildar myndina en það kemur í ljós hvort ég verði svo lengi.
Ég læt ykkur (mig) vita ef eitthvað merkilegt eða ekki merkilegt gerist.
Næsta póst verður minn árlegi árslisti í tónlist fyrir 2010 ...já ég veit hann kemur snemma í ár aaahaha
Sakna ykkar allra...
Ég hef verið duglegur að fara á tónleika, aðallega litla ókeypis tónleika. "Stæðstu" nöfnin sem ég hef séð hingað til eru Azure Ray og Ólöf Arnalds.
Það er búið að vera kalt en þó ekki eins kalt og ég bjóst við af Berlin ..segi ég og skrifa þetta með hálsbólgu.
Ég hef ákveðið að vera hérna út júní því mig langar að athuga hvort hægt sé að selja landanum og ferðamönnum smá textíl.
Ég finn voða mikið fyrir því samt að Berlin er stutt stopp í lífi margra. Það kemur hérna í skiptinám, missir sig oft í gleðinni og svo snýr það aftur í smábæinn sinn í Wisconsin til að stofna fjölskyldu (ekki að það sé neitt að því). Ég held að Berlin verði líka stutt stopp í mínu lífi en þá er ég að tala um að 2 ár finnst mér stutt stopp þegar maður lítur á heildar myndina en það kemur í ljós hvort ég verði svo lengi.
Ég læt ykkur (mig) vita ef eitthvað merkilegt eða ekki merkilegt gerist.
Næsta póst verður minn árlegi árslisti í tónlist fyrir 2010 ...já ég veit hann kemur snemma í ár aaahaha
Sakna ykkar allra...
laugardagur, janúar 22, 2011
080910
Gengum með Nanne um borgina. Tókum því rólega: bjór á bar, ís á kaffihúsi. Um kvöldið fórum við á local bar sem þær fara oft á og borðuðum pizzu. Heyrði þar lag sem ég féll fyrir. Hljómsveitin heitir I Monster.
090910
Það rigndi og við hoppuðum á milli staða. Borðuðum heima og um kvöldið fórum við á jazz klúbb með live jazz ..flott band.
100910
Fórum með Nanne á “fjallið” í Montreal. Útsýnið var flott.
Reyndum að finna húsið hans Leonard Cohens en fundum ekki. Fórum á töff hamborgarastað og ég fékk mér hamborgara (hvað annað), franskar að hætti Montreal með osti og bbq sósu yfir og ekta súkkulaði shake.
Elduðum heima um kvöldið og sofnuðum yfir Raising Arizona.
110910
Keyptum Tarte au sirop d´érable Recttes Ancestrales ..sem sagt böku (pie) með sírópi og pekan hnétum ..mjög góð. Borðuðum hana í stórum garði í glampandi sól.
Keyrðum í gegnum Ottawa og reyndum að finna stað til að tjalda á en gekk illa. Enduðum á að gista á móteli í Smiths Falls.
120910
Keyrðum í áttina að Ontario Lake.
Fundum einhvern bæ og borðuðum morgunmat í bílnum við á. Fórum svo á ströndina og þar var fallegt en ekki mikið líf...
Fundum fallegan stað til að tjalda á við Ontario Lake.
Horfðum á magnað sólsetur og fórum svo á veitingastað.
Komum svo aftur og tjaldið var farið ..djók ...en það var dimmt og skít kalt. Tjaldið var 20 metra frá vatninu og heyrðum því vel í briminu ..kósí en spúkí að vera í myrkrinu berskjölduð í náttúrunni. Vaknaði eftir hálftíma svefn við að vindurinn var búinn að aukast og Teresa var enn vakandi því hún var viss um að eitthvað eða einhver væri fyrir utan tjaldið.
Þetta var þó bara himininn á tjaldinu sem slóst í tjaldið og þegar ég sagði henni það þá róaðist hún. Ég verð þó að viðurkenna að aðstæður voru eins og í hryllingsmynd. Það var orðið mjög kalt og lætin í tjaldinu mikil svo var ég líka kominn með hálsbólgu. Við ákváðum því að færa okkur yfir í bílinn sem var mjög óþægilegt að sofa í. Áður en við fluttum okkur yfir í bílinn þá litum við upp og ég hef aldrei séð annað eins stjörnuhaf og ég sá stjörnuhrap.
130910
Við vorum enn á lífi næsta morgun. Vind hafði lægt og sólin skein. Við settumst í Wallmart stólana okkar á ströndinni og fengum okkur morgunmat. Keyrðum svo til Oshawa og fundum rótgróinn en falinn diner. Maturinn var reyndar ekkert spes en staðurinn var töff ..er það ekki það sem skiptir mestu máli?
Fundum mótel rétt fyrir utan Toronto. Þetta mótel var nær því sem maður sér í bíómyndum. Trailer trash fólk sem hékk fyrir utan herbergin á meðan börnin þeirra léku sér á bílastæðinu. Við mættum útlifuðum konum sem voru hugsanlega í einhverjum viðskipta hugleiðingum og annað dulafullt fólk. Keyrðum inní Toronto...
en bílastæði voru rán dýr og klukkan orðin margt þannig við fórum uppá mótel. Komum við á Dominos en það fór illa fyrir pizzunni þegar ég tók af stað ..úps! Horfði svo á Mars Attacks og var orðinn veikur sem er ömurlegt á svona ferðalagi. Komst að því að mótelið er í Scarborugh (Fair) “has a bad repitation” eins og hann orðaði það. Mike Myers kemur einmitt þaðan.
140910
Keyrðum til Fuyuki og kærustunnar hans Gloríu.
Ég hafði kynnst Fuyuki á Íslandi fyrr um sumarið þegar hann kom inn í búðina á Laugó. Hann er prófessor og þegar hann kom til dyra var hann klæddur í Holy Fuck (hljómsveit) bol ..hversu svalt er það! Húsið þeirra er á besta stað í Toronto í Little Italy nálægt Kensington Market sem er krökt af hippalegum kaffihúsum, vintage og design búðum. Fékk mér sour cherry pie á Amanda´s Pie in the Sky (og súkkulaðiköku daginn eftir).
Löbbuðum aðeins um bæinn en við vorum bæði orðin veik eftir dvölina í tjaldinu/bílnum að við fórum aftur heim til Fuyuki og Gloríu. Þau rækta tómata, vínber og alls kins grös í garðinum þeirra og eldhúsið er draumur matmallara. Töluðum heil lengi áður en þau náðu í mat. Fengum eþíopíanskan og inverskan mat. Eþíopíski maturinn voru einhversskonar svampkenndar pönnukökur/brauð sem við dýfðum í nokkrar tegundir af sósum, kássum og mússímússíi.
150910
Fuyuki, Gloria, Teresa og ég skelltum okkur á Aunts and Unkles sem er kaffihús sem allir svölu krakkarnir fara . Ég og T. Gengum svo um bæinn. Toronto Film Festival var í fullum gangi og við gengum fram hjá hóteli sem einhverjar stjörnur gista á. Ég tók mynd af Charlotte Rampling og Fisher Stevens. Fisher, hefur meðal annars verið gestaleikari í Friends og It´s Always Sunny in Philadelphia. Charlotte hefur leikið í böns af myndum en svoldið fyrir minn tíma.
Svo labbaði gaur út sem allir héldu að væri bara regular joe ..enginn tók mynd af honum ..mér fannst hann líkjast Christopher Lloyd. Fórum aftur á Kingston Market og people og shoe gaze-uðum.
Fórum heim og Fuyuki náði í pizzu handa okkur og að sjálfsögðu máttum við ekki borga fyrir þær. Þau eru með yndislega svartan og þurran húmor þannig ég gat loksins verið nokkurn vegin eðlilegur á mínum mælikvarða.
160910
Ár síðan ég fór í Norrænu og hóf tveggja mánaða langt road trip um Evrópu á bílnum mínum ..spurning hvort þetta sé orðið trend?
Kvöddum F+G og fórum til Niagra Falls.
Fórum fyrst á Starbucks (Teresa varð nánast á hverjum degi að fá expresso bolla á morgnana og þá helst á Starbucks) en í þetta sinn var það ég sem þurfti að nota aðstöðu Starbucks ...ekki kaffið því ég drekk ekki kaffi (hver drekkur ekki kaffi!!??) heldur þurfti ég að nota klósettið. WARNING, lesið ekki lengra ef þið eruð viðkvæm. Ég þurfti að gera nr. 2 nema hvað að klósettin hérna eru svo asnalega hönnuð (þótt það megi deila um það hvort notandinn sé kannski bara asnalegur) ..aaaanyway þá þurfti ég að beita drullusokknum en það gekk ekkert. Það kostaði mig tár og svita bókstaflega að losa loksins stífluna. Ég gek svo skömmustulegur út án þess að kaupa neitt af þeim. Keyruðum svo ...æ já ég gleymdi að segja frá fossunum ..þeir voru voða flottir en það rigndi svo svakalega að maður sá þá ekki í þeirra besta standi og það var heldur ekki minn tebolli (sem ég hefði kannski átt að kaupa á Starbucks) að standa út í rigningunni. Bærinn sjálfur sem umkringir fossinn er hallærislegur með ljótum spilavítum og túristabúllum.
Keyrðum svo lengi lengi og aftur inn í Bandaríkin til Detroit í Michigan (9. fylkið okkar).
Fuyuki hafði sagt að mikill fjöldi fólks hefði flúið heimilin sín því það gat ekki borgað af lánunum og húsin og íbúðirnar stæðu því auðar. Þetta reyndist rétt því það voru mjög fáir á ferli í miðbænum og í einu hverfinu sem við keyrðum í gegnum voru yfirgefin hús og búið að negla spónaplötur fyrir gluggana.
(mynd fengin af netinu)
Okkur leist svo ekkert á blikuna þegar ljóslaus gettólegur bíll læddist við hliðina á okkur þegar við biðum á rauðu ljósi. Tveir gangsterlegir gaurar voru nálægt okkur líka. Ég nánast reykspólaði í burtu þegar það kom grænt. Í einni götunni sat hústökufólk í kringum varðeld á miðri götunni.
Fundum mótel (erum orðin allt of vön þeim (45 dollarar)). Þetta mótel var reyndar ekki snyrtilegt og það hafði verið reykt í því ekki fyrir löngu. Svo hálpaði ekki að sjá fréttir af bed bug faraldri um Bandaríkin í sjónvarpinu. Fannst eitthvað vera að skríða á mér stanslaust eftir það.
Gengum með Nanne um borgina. Tókum því rólega: bjór á bar, ís á kaffihúsi. Um kvöldið fórum við á local bar sem þær fara oft á og borðuðum pizzu. Heyrði þar lag sem ég féll fyrir. Hljómsveitin heitir I Monster.
090910
Það rigndi og við hoppuðum á milli staða. Borðuðum heima og um kvöldið fórum við á jazz klúbb með live jazz ..flott band.
100910
Fórum með Nanne á “fjallið” í Montreal. Útsýnið var flott.
Reyndum að finna húsið hans Leonard Cohens en fundum ekki. Fórum á töff hamborgarastað og ég fékk mér hamborgara (hvað annað), franskar að hætti Montreal með osti og bbq sósu yfir og ekta súkkulaði shake.
Elduðum heima um kvöldið og sofnuðum yfir Raising Arizona.
110910
Keyptum Tarte au sirop d´érable Recttes Ancestrales ..sem sagt böku (pie) með sírópi og pekan hnétum ..mjög góð. Borðuðum hana í stórum garði í glampandi sól.
Keyrðum í gegnum Ottawa og reyndum að finna stað til að tjalda á en gekk illa. Enduðum á að gista á móteli í Smiths Falls.
120910
Keyrðum í áttina að Ontario Lake.
Fundum einhvern bæ og borðuðum morgunmat í bílnum við á. Fórum svo á ströndina og þar var fallegt en ekki mikið líf...
Fundum fallegan stað til að tjalda á við Ontario Lake.
Horfðum á magnað sólsetur og fórum svo á veitingastað.
Komum svo aftur og tjaldið var farið ..djók ...en það var dimmt og skít kalt. Tjaldið var 20 metra frá vatninu og heyrðum því vel í briminu ..kósí en spúkí að vera í myrkrinu berskjölduð í náttúrunni. Vaknaði eftir hálftíma svefn við að vindurinn var búinn að aukast og Teresa var enn vakandi því hún var viss um að eitthvað eða einhver væri fyrir utan tjaldið.
Þetta var þó bara himininn á tjaldinu sem slóst í tjaldið og þegar ég sagði henni það þá róaðist hún. Ég verð þó að viðurkenna að aðstæður voru eins og í hryllingsmynd. Það var orðið mjög kalt og lætin í tjaldinu mikil svo var ég líka kominn með hálsbólgu. Við ákváðum því að færa okkur yfir í bílinn sem var mjög óþægilegt að sofa í. Áður en við fluttum okkur yfir í bílinn þá litum við upp og ég hef aldrei séð annað eins stjörnuhaf og ég sá stjörnuhrap.
130910
Við vorum enn á lífi næsta morgun. Vind hafði lægt og sólin skein. Við settumst í Wallmart stólana okkar á ströndinni og fengum okkur morgunmat. Keyrðum svo til Oshawa og fundum rótgróinn en falinn diner. Maturinn var reyndar ekkert spes en staðurinn var töff ..er það ekki það sem skiptir mestu máli?
Fundum mótel rétt fyrir utan Toronto. Þetta mótel var nær því sem maður sér í bíómyndum. Trailer trash fólk sem hékk fyrir utan herbergin á meðan börnin þeirra léku sér á bílastæðinu. Við mættum útlifuðum konum sem voru hugsanlega í einhverjum viðskipta hugleiðingum og annað dulafullt fólk. Keyrðum inní Toronto...
en bílastæði voru rán dýr og klukkan orðin margt þannig við fórum uppá mótel. Komum við á Dominos en það fór illa fyrir pizzunni þegar ég tók af stað ..úps! Horfði svo á Mars Attacks og var orðinn veikur sem er ömurlegt á svona ferðalagi. Komst að því að mótelið er í Scarborugh (Fair) “has a bad repitation” eins og hann orðaði það. Mike Myers kemur einmitt þaðan.
140910
Keyrðum til Fuyuki og kærustunnar hans Gloríu.
Ég hafði kynnst Fuyuki á Íslandi fyrr um sumarið þegar hann kom inn í búðina á Laugó. Hann er prófessor og þegar hann kom til dyra var hann klæddur í Holy Fuck (hljómsveit) bol ..hversu svalt er það! Húsið þeirra er á besta stað í Toronto í Little Italy nálægt Kensington Market sem er krökt af hippalegum kaffihúsum, vintage og design búðum. Fékk mér sour cherry pie á Amanda´s Pie in the Sky (og súkkulaðiköku daginn eftir).
Löbbuðum aðeins um bæinn en við vorum bæði orðin veik eftir dvölina í tjaldinu/bílnum að við fórum aftur heim til Fuyuki og Gloríu. Þau rækta tómata, vínber og alls kins grös í garðinum þeirra og eldhúsið er draumur matmallara. Töluðum heil lengi áður en þau náðu í mat. Fengum eþíopíanskan og inverskan mat. Eþíopíski maturinn voru einhversskonar svampkenndar pönnukökur/brauð sem við dýfðum í nokkrar tegundir af sósum, kássum og mússímússíi.
150910
Fuyuki, Gloria, Teresa og ég skelltum okkur á Aunts and Unkles sem er kaffihús sem allir svölu krakkarnir fara . Ég og T. Gengum svo um bæinn. Toronto Film Festival var í fullum gangi og við gengum fram hjá hóteli sem einhverjar stjörnur gista á. Ég tók mynd af Charlotte Rampling og Fisher Stevens. Fisher, hefur meðal annars verið gestaleikari í Friends og It´s Always Sunny in Philadelphia. Charlotte hefur leikið í böns af myndum en svoldið fyrir minn tíma.
Svo labbaði gaur út sem allir héldu að væri bara regular joe ..enginn tók mynd af honum ..mér fannst hann líkjast Christopher Lloyd. Fórum aftur á Kingston Market og people og shoe gaze-uðum.
Fórum heim og Fuyuki náði í pizzu handa okkur og að sjálfsögðu máttum við ekki borga fyrir þær. Þau eru með yndislega svartan og þurran húmor þannig ég gat loksins verið nokkurn vegin eðlilegur á mínum mælikvarða.
160910
Ár síðan ég fór í Norrænu og hóf tveggja mánaða langt road trip um Evrópu á bílnum mínum ..spurning hvort þetta sé orðið trend?
Kvöddum F+G og fórum til Niagra Falls.
Fórum fyrst á Starbucks (Teresa varð nánast á hverjum degi að fá expresso bolla á morgnana og þá helst á Starbucks) en í þetta sinn var það ég sem þurfti að nota aðstöðu Starbucks ...ekki kaffið því ég drekk ekki kaffi (hver drekkur ekki kaffi!!??) heldur þurfti ég að nota klósettið. WARNING, lesið ekki lengra ef þið eruð viðkvæm. Ég þurfti að gera nr. 2 nema hvað að klósettin hérna eru svo asnalega hönnuð (þótt það megi deila um það hvort notandinn sé kannski bara asnalegur) ..aaaanyway þá þurfti ég að beita drullusokknum en það gekk ekkert. Það kostaði mig tár og svita bókstaflega að losa loksins stífluna. Ég gek svo skömmustulegur út án þess að kaupa neitt af þeim. Keyruðum svo ...æ já ég gleymdi að segja frá fossunum ..þeir voru voða flottir en það rigndi svo svakalega að maður sá þá ekki í þeirra besta standi og það var heldur ekki minn tebolli (sem ég hefði kannski átt að kaupa á Starbucks) að standa út í rigningunni. Bærinn sjálfur sem umkringir fossinn er hallærislegur með ljótum spilavítum og túristabúllum.
Keyrðum svo lengi lengi og aftur inn í Bandaríkin til Detroit í Michigan (9. fylkið okkar).
Fuyuki hafði sagt að mikill fjöldi fólks hefði flúið heimilin sín því það gat ekki borgað af lánunum og húsin og íbúðirnar stæðu því auðar. Þetta reyndist rétt því það voru mjög fáir á ferli í miðbænum og í einu hverfinu sem við keyrðum í gegnum voru yfirgefin hús og búið að negla spónaplötur fyrir gluggana.
(mynd fengin af netinu)
Okkur leist svo ekkert á blikuna þegar ljóslaus gettólegur bíll læddist við hliðina á okkur þegar við biðum á rauðu ljósi. Tveir gangsterlegir gaurar voru nálægt okkur líka. Ég nánast reykspólaði í burtu þegar það kom grænt. Í einni götunni sat hústökufólk í kringum varðeld á miðri götunni.
Fundum mótel (erum orðin allt of vön þeim (45 dollarar)). Þetta mótel var reyndar ekki snyrtilegt og það hafði verið reykt í því ekki fyrir löngu. Svo hálpaði ekki að sjá fréttir af bed bug faraldri um Bandaríkin í sjónvarpinu. Fannst eitthvað vera að skríða á mér stanslaust eftir það.