<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 28, 2011

braut 100.000 laga múrinn á Last.fm

Nú hef ég spilað yfir 100.000 lög á Last.fm. Lagið sem fékk þann heiður að verma þetta sæti var 100.000 Fireflies með The Magnetic Fields ...ég veit, mjög svo viðeigandi. Þetta lag er í raun mjög gott eins og flest lög með The Magnetic Fields, og þá sérstaklega textarnir. Finnst t.d. þetta textabrot skemmtilegt úr 100.000 fireflies: You won't be happy with me, But give me one more chance. You won't be happy anyway.

Reyndar er ekki alveg að marka þennan fjölda spilana á last.fm. Ég hef spilað fullt af lögum í gömlu tölvunni minni sem var sjaldan nettengd. Á móti virðist iPodinn minn telja hvert lag fjórum sinnum. Þetta gefur samt ákveðna hugmynd hvað maður er að hlusta á. Svona lítur topp 20 út frá upphafi talningar (26. Október 2004). Tölurnar fyrir aftan sýnir fjölda spilana (laga).

1. Yo La Tengo - 1,949
2. The Smiths - 1,453
3. Belle and Sebastian - 1,236
4. The Magnetic Fields - 1,129
5-6. Low - 960
5-6. Sufjan Stevens - 960
7. Elliott Smith - 939
8. Morrissey - 900
9. Emilíana Torrini - 890
10. The Shins - 873
11. Jens Lekman - 861
12. Kings of Convenience - 857
13. M. Ward - 823
14. Broken Social Scene - 803
15. The Beatles - 782
16. Zero 7 - 779
17. Lambchop - 774
18. Pavement - 711
19. The Black Keys - 703
20. Iron & Wine - 689

Og svona lítur topp 10 listinn yfir mest spiluðu artista síðustu 3ja mánaða:
1. Surfer Blood - 90
2. James Blake - 87
3. Deerhunter - 76
4. Broken Social Scene - 74
5. The Black Keys - 71
6. Janelle Monáe - 64
7. Wild Nothing - 56
8. Woods - 55
9. Kings of Convenience - 53
10. Joanna Newsom - 52

Aðeins þrjár hljómsveitir sem eru á heildar listanum komast í topp 20 á 3ja mánaða listanum (og þær komast reyndar allar á topp 10).

Og nú topp 20 lög frá upphafi:
1. Iron & Wine – Naked as We Came - 95
2. The Magnetic Fields – Love is Lighter Than Air - 92
3. Hope Sandoval – Lose Me On The Way - 91
4. José González – Heartbeats - 90
5. The Smiths – This Charming Man - 88
6. The Black Keys – Set You Free - 87
7. Yeah Yeah Yeahs – Maps - 84
8. Morrissey – The More You Ignore Me, the Closer I Get - 81
9. Kaiser Chiefs – You Can Have It All - 79
10-12. Wilco – Jesus, Etc. - 76
10-12. The Thrills – Big Sur - 76
10-12. Ambulance LTD – Anecdote - 76
13-15. Yeah Yeah Yeahs – Y Control - 75
13-15. Aberfeldy – Summer's Gone - 75
13-15. Ambulance LTD – Ophelia - 75
16. Pulp – Something Changed - 73
17. The Raveonettes – Love In A Trashcan - 72
18-21. The Shins – New Slang - 71
18-21. José González – Crosses - 71
18-21. Kaiser Chiefs – I Predict A Riot - 71

Nokkuð þéttur listi. Það tæki t.d. bara 4 spilanir fyrir Something Changed með Pulp að fara úr 16. sæti yfir í 9. sæti. Ekkert þessara laga er á topp 20 yfir lög spiluð síðustu 12 mánuðina.

En hey, þið getið líka séð þetta allt hér fyrst þið hafið svona mikinn áhuga á þessu :D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?