<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júní 16, 2011

Búinn að sjá nokkra tónleika undanfarna daga: Messer Chups, eels, Herman Dune og Wye Oak.

Ég og Alexandra spiluðum aftur saman þann 19. apríl (ágætt að segja frá því núna). Á fyrstu tónleikunum hétum við Steve Holt sem er karakter úr Arrested Development. Við héldum djóknum áfram og hétum núna Jorge Miguel (George Michael). Coveruðum Dum Dum Girls - Blank Girl og svo aftur Best Coast - When I´m with you. Ég kynntist svo Japana sem heitir Mitsuhiro og hann er mjög góður á gítar þannig við tókum hann með um borð og spiluðum á Madame Claude 22. maí. Þá hétum við Bob Lablaw (aftur tekið úr Arrested Development). Spiluðum aftur Dum Dum Girls - Blank Girl og svo mitt lag sem er án titils en gæti heitið Devil Within. Mitsuhiro varð að læra gítarpartinn á klukkutíma sem ég hafði samið handa honum og það gekk bara mjög vel. Svo kom gaur til okkar eftir giggið og vildi setja okkur í heimildarmynd sem hann ætlar að gera um hljómsveitir í Berlin. Efast um að það verði eitthvað úr því en þetta var þó vísbending um að við erum kannski að gera eitthvað rétt. Vonandi að ég, Alexandra og Mitsuhiro (komum frá þremur heimsálfum) getum hist aftur í September og byrjað að spila fyrir alvöru.

Svo er ég víst á leiðinni á Roskilde Festival. Fékk fréttapassann frá rockfeedback.com þannig ég kem ekki til Íslands fyrr en 4. júlí. Line-uppið er samt ekki alveg minn tebolli og hvað er ég að farað þykjast skrifa um tónlist á ensku!? Það verður þó gaman að sjá Portishead.

Og meira af tónlist ...er núna að fara í heimatilbúið pop quiz. Hvar væri maður án tónlistar? amk ekki skrifandi þessa færslu það er nokkuð ljóst.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?