<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 18, 2013

2012 

Og þið hélduð (þú hélst (ég hélt)) að ég væri hættur??? Neibb, bara rétt að byrja! 2013 verður mikið bloggár! Djóóók!

2012 var viðburðaríkt ár. Ég næ ekki að telja allt upp hér.

Bjó og bý enn í Berlín. Fyrri hluti ársins (ég er að tala um 2012) var fjörugur en svo róaðist ég.

Stofnaði hljómsveit: Volcano Victims (www.volcanovictims.com) og við spiluðum nokkur gigg. Okkar fyrsta alvöru gigg var á Oslo Kaffebar í September sem gekk ágætlega.

Hægri úlnliðurinn minn var senuþjófurinn árið 2012. Eftir að hafa verið með verk allt árið (og er með enn) komst læknirinn að því að ég sé líklegast með psoriasis arthritis. Úlnliðurinn er nú þegar mikið skemmdur því miður og lítið vitað hversu mikið hann mun lagast þar sem þetta er krónískt.

Ég fór í fyrsta skipti til Pólands. Fór á OFF Festival. Sá þar Mazzy Star í fyrsta skiptið og þau ollu mér vonbrigðum. Sá líka Kurt Vile (sama sagan þar), Charles Bradley, Iggy Pop, Thurston Moore og fl. Fór líka á Way out West í Gautaborg og það var góð skemmtun. Sá þar of mikið af böndum... the black keys, blur, mazzy star, wilco, feist, kraftwerk, best coast og fleiri góð bönd.

Ég kynntist mjög mikið af góðu fólki, þar á meðal Hönnu sem er með mér í hljómsveitinni og Romy sem er góð vinkona.

Amma mín dó á árinu og fór ég til Íslands í jarðarförina. Fór aftur til Íslands í október út af höndinni.

Bolabransinn gekk so and so. Það er erfitt að selja í Berlin.

Ég flutti úr íbúðinni á Mehringdamm yfir í íbúðina við hliðiná! Auðveldustu flutningar í sögunni. Í lok mars flyt ég aftur yfir í herbergið og verð þar í 2 mánuði.

Ég gleymdi að koma með lista yfir bestu plötur árið 2011 ...gömul hefð fór í vaskinn þar. Betra seint en aldrei en þessi listi verður mjög þunnur og stuttur.

Í engri séstakri röð. Bestu plötur árið 2011 gjörið þið svo vel:
Kurt Vile - Smoke Ring for My Halo
Girls - Father, Son, Holy Ghost
Youth Lagoon - The Year of Hibernation
Real Estate - Days
Dirty Beaches - Badlands
Widowspeak - Widowspeak
Blouse - Blouse

Lög ársins:
Girls - Alex
Windowspeak - Gun Shy
Blouse - Into Black
Dirty Beaches - Lord Knows Best
Kurt Vile - Baby's Arms

Og núna 2012... (ég ætti kannski að gera þetta á 10 ára fresti)
Ég reyndar fylgdist lítið með en hér eru einhverjar plötur (í engri sérstakri röð)
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Mature Themes
Tame Impala - Lonerism
Waxahachee - American Weekend
Fenster - Bones

...hmm ekki margar plötur ...Beach House og Dirty Projectors voru með ágætis plötur líka.

Lög ársins 2012:
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Baby
Ariel Pink's Haunted Graffiti - Only In My Dreams
Tame Impala - Feels Like We Only Go Backwards
Tame Impala - Elephant
Waxahachee - I Think I Love You
Kavinsky - Nightcall (kom út 2010 eða 2011)

2013...
Ég er að koma mér upp litlu heimastúdíói svo ég get tekið upp almennilega mússík.
í febrúar fer ég á mini tour til Tékklands, Ungverjalands og Austurríkis. Hljómar vá! en þetta eru bara 4 gigg á litlum stöðum ...samt spennandi.

Svo er stefnan sett á stóran túr í sumar.

aaahhhhhh ...alltaf gaman að blogga.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?