<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 05, 2011

Núna er ég búinn að vera í Berlin í rúman mánuð. Ég bý á frábærum stað í Kreuzberg með fullt af börum og vafasömum take-away stöðum ..alveg eins og ég vil hafa það! Lido, Magnet/Comet, Madame Claude, jazzbar og fleira í göngufæri. Ég bý með Silju frá Íslandi (hún benti mér á herbergið) og Sheilu frá Sviss. Fyrstu dagana/vikurnar var Silja dugleg að draga mig út því ég þekki nánast engan hérna. Það er hræ ódýrt að drekka hérna en margt smátt gerir eitt stórt og núna á ég bara lítið smátt til að lifa af næstu mánuði.

Ég hef verið duglegur að fara á tónleika, aðallega litla ókeypis tónleika. "Stæðstu" nöfnin sem ég hef séð hingað til eru Azure Ray og Ólöf Arnalds.

Það er búið að vera kalt en þó ekki eins kalt og ég bjóst við af Berlin ..segi ég og skrifa þetta með hálsbólgu.

Ég hef ákveðið að vera hérna út júní því mig langar að athuga hvort hægt sé að selja landanum og ferðamönnum smá textíl.

Ég finn voða mikið fyrir því samt að Berlin er stutt stopp í lífi margra. Það kemur hérna í skiptinám, missir sig oft í gleðinni og svo snýr það aftur í smábæinn sinn í Wisconsin til að stofna fjölskyldu (ekki að það sé neitt að því). Ég held að Berlin verði líka stutt stopp í mínu lífi en þá er ég að tala um að 2 ár finnst mér stutt stopp þegar maður lítur á heildar myndina en það kemur í ljós hvort ég verði svo lengi.

Ég læt ykkur (mig) vita ef eitthvað merkilegt eða ekki merkilegt gerist.

Næsta póst verður minn árlegi árslisti í tónlist fyrir 2010 ...já ég veit hann kemur snemma í ár aaahaha

Sakna ykkar allra...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?