þriðjudagur, apríl 19, 2011
Það er búið að vera mjög gott veður í Berlin að undanförnu. Lauf komin á trén, fólk grillandi í görðum o.s.fr.
Vorið var í rauninni komið seint í Mars:

Ég heimsæki oft Nadine í Granatengarten og stundum stend ég vörð í búðinni hennar:

Ég fór í Mauer Park um daginn sem er markaður hérna. Alltaf stuð og stemning þar:

Mig langaði í þennan bassagítar:

Karaoke er fastur liður í Mauer Park á sunnudögum og það er alltaf stappað:

Ekta Berlin:

Maður er byrjaður að kynnast fólki hérna til að hanga með. Vilja og Gozde eru súper góðar í að hanga í görðum og borða ís sem er eitt af mínum stærstu áhugamálum...

Fyrir viku síðan byrjaði ég og stelpa sem heitir Alexandra að spila tónlist saman. Hún syngur, spilar smá á píanó og gítar en aðallega á cello en því miður er hún ekki með það hér í Berlin. Við spiluðum svo á open mike kvöldi síðasta sunnudag á Madame Claude og það gekk bara nokkuð vel. Fyrst tókum við lag eftir mig sem hefur í raun ekki titil en fyrsta línan er "How can I get over you" (lagið er ekki jafn dramatískt og þessi setning gefur til kynna). Svo coveruðum við Best Coast - When I´m with you


Blurry band shoot?
Vorið var í rauninni komið seint í Mars:
Ég heimsæki oft Nadine í Granatengarten og stundum stend ég vörð í búðinni hennar:
Ég fór í Mauer Park um daginn sem er markaður hérna. Alltaf stuð og stemning þar:
Mig langaði í þennan bassagítar:
Karaoke er fastur liður í Mauer Park á sunnudögum og það er alltaf stappað:
Ekta Berlin:
Maður er byrjaður að kynnast fólki hérna til að hanga með. Vilja og Gozde eru súper góðar í að hanga í görðum og borða ís sem er eitt af mínum stærstu áhugamálum...
Fyrir viku síðan byrjaði ég og stelpa sem heitir Alexandra að spila tónlist saman. Hún syngur, spilar smá á píanó og gítar en aðallega á cello en því miður er hún ekki með það hér í Berlin. Við spiluðum svo á open mike kvöldi síðasta sunnudag á Madame Claude og það gekk bara nokkuð vel. Fyrst tókum við lag eftir mig sem hefur í raun ekki titil en fyrsta línan er "How can I get over you" (lagið er ekki jafn dramatískt og þessi setning gefur til kynna). Svo coveruðum við Best Coast - When I´m with you
Blurry band shoot?