<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 30, 2011

USA Roadtrip, síðasti hluti

Viðeigandi að ég komi loksins með síðasta hluta ferðalagsins því akkúrat ár er liðið frá ég lagði af stað í það.

240910-260910 (tímaröð á einhverju reiki)
Keyrðum ótrúlega fallega leið með ám og skógi vöxnum hlíðum með fram veginum. Fundum tjaldsvæði (25 dollarar), tjölduðum og fórum svo á local “grískan” veitingastað í eða nálægt Boome í North-Carolina. Þjónustustúlkan kom með ranga pöntun til mín en ég fattaði það þegar ég var byrjaður að borða. Pantaði 7 dollara rétt en fékk 13 dollara rétt. Sagðist vera sáttur með að borga bara fyrir ódýrari réttinn en eftir að hún hafði talað við yfirmann sinn þá var það ekkert mál nema hún þurfti sjálf að borga fyrir mismuninn úr sínum eigin vasa! Hún var nýr starfsmaður og hún mátti ekki gera smá mistök. Ég vorkenndi henni þannig ég gaf henni tips sem jafngilti mismuninum.

Keyrðum Blue Ridge Parkway sem er vegur sem liggur aðallega yfir fjöll eins og Smokey Mountain og fleiri fjöll. Borðuðum morgunmat með fallegu útsýni. Sáum Bambi hlaupa yfir veginn og kanínu sem keyrt hafði verið yfir en hún var ekki alveg dauð heldur kipptist hún til á veginum. Frekar ógeðslegt en ég var orðinn vanur maður eftir að hafa keyrt á kanínuna í Vermont.






Keyrði framhjá bíl (rúgbrauði) sem var búið að breyta í ísbúð. Ég keyrði of hratt framhjá (sem átti eftir að koma mér í vandræði ef þið lesið lengra) og ég lenti á hraðbraut áður en ég gat snúið við. 15 mínútum síðar (allt fyrir shake) fann ég bílinn/búðina aftur og það var vel þess virði. Gamall góðlegur karl og konan hans gerðu kalhua shake fyrir mig ...D-lish! Kallinn er að sjálfsögðu tónlistarmaður í hjálögum og diskurinn hans til sölu. Teresa keypti eintak og tónlistin reyndist vera kristilegur rokk blús, ekki slæm tónlist en heldur ekki góð en öll þessi upplifun: priceless!



Fundum svo minnisstæðasta mótelið til þessa. Mótel fyrir vörubílstjóra! Risastórt bílastæði þakið vörubílum. Setustofa full af vörubílstjórum horfandi á amerískan fótbolta ..fullkomið! Horfði á Back to the Future (alltaf jafn góð mynd) og svo á Die Hard with a Vengence upp á herbergi ..ekki slæmur endir á góðum degi.



Fórum í bæ sem heitir Mount Airy (eða eitthvað svoleiðis) bara vegna þess að ég las um að legendary pork sandwich (orðinn hooked) fengist þar. Röðin út af staðnum var 50 metra löng! Ástæðan er sú að í lok september hvert ár fyllist bærinn af fólki út af svokölluðum Mayfair Days vegna þess að bærinn er heimabær Andy Griffin. Ég nennti ekki að bíða eftir samlokunni og við keyrðum áleiðis. Svo gerðist það að ég “did a 60 on a 45” eins og löggan segir það. Með öðrum orðum þá var ég stoppaður af löggunni vegna hraðaksturs. Nokkrum dögum áður hafði ég fantaserað að vera tekinn af löggunni (hmm ekki lesa neitt dirty út úr þessu) ...svona eins og í bíómyndunum ..”what seems to be the problem officer” sagði ég svell kaldur ..nei ok ég sagði það ekki en ég hefði átt að segja það. Löggan var reyndar súper nice og hann gaf mér ekki einu sinni sekt. Hann meira að segja sá tvær áfengisflöskur aftur í sem höfðum opnað áður. Það er víst lögbrot en ég slapp með það líka ..stundum gott að vera heimskur Evrópubúi. Hann spurði reyndar “how many drinks have you had today?” og ég svarði “how many are too many?” ...nei ok djók nr. 2 ...allavegana þá slapp ég en það var gaman að lenda í þessu ..mæli með þessu.

Héldum áfram að keyra Blue Ridge Parkway. Urðum að borða morgunmatinn í bílnum vegna rigningar. Næsta stopp var Washington DC. Leituðum að mótelum, fyrsta var allt of dýrt, næsta var skuggalegt, næsta ógeðslegt með pöddum í herberginu þannig við enduðum á Quality Inn (112 dollarar), dýrasta nóttin en okkur fannst það í lagi því þetta var síðasta nóttin sem við þurftum að borga fyrir gistingu.

c.a. 27.09.10
Fórum í Holocaust Museum og svo splittuðum við liði og ég skoðaði borgina einn. Sá Capital Hill og fór svo á National Museum of Art. Sá verk eftir þá helstu, Picasso, Monet, Hoffman og hvað þeir heita nú allir. Fór líka á American Museum of Portrets. Margt áhugavert þar líka, t.d. Hope pósterinn af Obama. Sá Hvíta Húsið, ekkert merkilegt svo sem, stór garður sem er aldrei notaður. Ekki eins og forsetafjölskyldan noti hann á fallegum degi “hey son, wanna go out for a catch!?” ..held ekki.

Skoðaði typpa minnisvarðann og gekk að Warld War II Memorial og að Reflectin Poolen en fór ekki lengra en það.




Keyrðum svo til Baltimore. Keyrðum í gegnum nokkur skuggaleg hverfi. Sum staðar voru lögreglumenn sem vöktuðu göturnar (eins og í Memphis). Fundum Dominos og borðuðum í bílnum. Keyrðum svo til Nick sem var couchsurfer hjá mér í fyrra (talandi um exhange program). Hann leigir með fjórum öðrum og þau eru með verönd og við héngum þar þangað til við fórum að sofa.


Síðasti dagur vegaferðarinnar (the road trip). Keyrðum í gegnum Delaware (þjónar svo sem ekki öðrum tilgangi en það) og svo stoppuðum við á strönd einhversstaðar í New Jersey. Við höfðum ekki séð hafið síðan 2. sept. Ég fór úr sokkunum og skónum (samt ekki í þessari röð) og óð út í. Sjórinn orðinn mun kaldari en fyrir mánuði. Keyrðum svo “heim” til Brooklyn og þar með var þessum hluta ferðarinnar lokið.



New York
Var í viku í gyðingahverfinu hjá Melissu og Red. Ég var orðinn mjög peningasnauður og því lítið hægt að gera en að labba bara (rabbabara) um bæinn. Gisti svo í viku hjá gömlum couchsurfer, Lauren. Fór með henni í martarboð hjá vinkonu hennar uppi á þaki með útsýni yfir Manhattan. Fórum einnig á Lost in the Trees. Eitt kvöldið þá kom massíft þrumuveður með ótrúlega stórum haglélum sem tætti laufblöðin af trjánum. Lækur myndaðist niður götuna, fullur af hagléli og laufblöðum. Ég gerði líka einn besta ís sem ég hef smakkað (ekki úr haglélunum). Blandaði saman vanilluís og súkkulaði og bætti kanadíska hlynsírópsdrykknum út í ásamt þristabitum, frysti svo aftur og voila.

Skellti mér svo þann 3. októbober á The XX tónleika í Philadelphia. Warpaint og Zola Jesus hituðu upp og þau stóðu sig með prýði. The XX voru líka góð. Tónleikarnir fóru fram í gömlu leikhúsi. Laurie frá couchsurfing (hvað annað) fór með mér á tónleikana og bauð mér gistingu. Fengum okkur kínverskan mat eftir miðnætti í skuggalegu hverfi á take-away stað þar sem maður þurfti að panta í gegnum plexigler.

Ég fór títt til Manhattan og skoðaði þar ýmis hverfi, m.a. Wall Street en önnur hverfi voru skemmtilegri. Borðaði á Seinfeld kaffihúsinu, skoðaði Colombia háskólann, Times Square, MOMA (fór þangað með Fridu, gömlum couchsurfer þegar ég fór til Belgíu). Ég var að líka að fíla Central Park.

Hitti Pétur og Nínu og borðaði með þeim á dýrum veitingastað a la New York. Hitti þau svo fyrir tilviljun í Central Park (þetta er allt of lítil borg).

Fór aftur til Philadelphiu með hræódýrum China Bus en núna til að kaupa vintage kjóla í stórri vöruskemmu.

Gisti svo hjá vinkonu Svanhvítar, Elizu. Horfði á New York vs Texas í undanúrslitunum í hafnabolta (í sjónvarpinu by the way). New York var með ótrúlega síðustu lotu og unnu leikinn við lítinn fögnuð leikmanna New York (já þið lásuð rétt) ..ég missti svoldið álit á þessari keppni við það ..menn nokkuð sama hvort þeir vinna eða tapa virðist vera.



Ég fór í Brooklin Brewery og fékk mér Arnold Palmer...

á töff kaffihúsi í Brooklyn. Já og svo var bara ferðin búin og þann 18. Október pakkaði ég niður í þessa tösku og fór til Íslands....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?