<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Sirkus Jim Rose
Á fimmtudaginn bauð Árni Már mér á manninn sem kallar ekki allt ömmu sína ..veit ekki alveg hvað amma hans finnst um þessa sýningu hans. Það sem kom fram var m.a. klámstjarna sem hífði upp mótor með brjóstunum, gaur sem boraði uppí nefið á sér með bor, keðjureipitog á milli typpi og píku og fleira sick shit.

Stella Cup

Hið árlega drykkjuboðsmót Stella Cup fór fram síðasta föstudag. Til leiks voru mættir helstu drykkjugolfarar landsins. Þ.a.m. Ólafur Már sem varð í 2. sæti á Landsmótinu (hann tapaði fyrir mér í holukeppni ´97 á sama velli en það er önnur saga) og líka Örn Ævar (vann hann í foursome árið ´92 og það er líka önnur saga ...ég ætla greinilega að lifa á þessum golfafrekum mínum) ..anyway, við strákarnir vorum allir rólegir til að byrja með en skot á fyrstu holu og stöðug bjórdrykkja varð til þess að leikmenn voru orðnir ansi skrautlegir í restina. Hver og einn mátti aðeins nota 4 kylfur og spilaðar voru 9 holur. Ég virðist spila betur svoldið í glasi því ég var +4 eftir 3 holur en ég endaði á +5. Bjössi Halldórs vann á -1 eftir bráðarbana við Derek Moore. Svo var drukkið meira uppí skála og drykkirnir skolaðir niður með pizzu (já ég meinti það svoleiðis). Við fórum svo með rútu á Vegamót og þar var sötrað langt frameftir kvöldi.



Innipúkinn
Var ekki að vonast til að skemmta mér illa drukkinn, útí skógi að leita að tjaldinu þannig ég spilaði save og fór á Innipúkann sem var pakkaður með góðri tónlist. Á laugardeginum sá ég Jonathan Richman, hann er furðulegur dúddi og maður gat ekki annað en hlegið þegar hann tók flaming gay dansinn sinn með Im-on-some-strange-drug svipinn sinn. Cat Power var máttlaus en í þetta sinn var hún ein og því engin ástæða fyrir hana að vera með Jack Daniels flösku á sviðinu (reyndar er það meiri ástæða til að drekka). Mugison var magnaður eins og venjulega ..hann kann að fá áhorfendur á sitt band og mikil stemning myndaðist þegar hann coveraði lagið Fjöllin hafa vakað með mínum heitt hataða Bubba, eða var það Utangarðsmenn ..same shit, different name. Svo var pínu tékkað á Apparat Organ Quartet og Brim.

Á laugardeginum var það Singapore Sling sem voru góðir en allt þetta kvöld var soundið lélegt ..eins og að hljóðkerfið réði ekki við böndin sem spiluðu. Þetta kom best í ljós þegar maður hélt fyrir eyrun en þá náði maður að greina melódíuna í hverju og einu hljóðfæri. Blonde Redhead stóðu sig vel, ég hafði ekki séð þau áður. The Raveonettes var ég hinsvegar að sjá í 4. sinn og þau voru cool eins og alltaf. Trabant voru mjög dansvænir en ég fór í miðju setti til að hitta systur mína á djamminu ..það gerist ekki oft.

..og svo gerðist þetta í dag á Pítunni:
ég: má ég fara á klósettið hjá þér?
hann: er það nokkuð númer 2?
ég: nei númer 1, en ég hitti ekki vel
hann: það er allt í lagi, það eru bara stelpur sem nota klósettið
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?