<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Mökkur af stelpum vs Alice Cooper
Laugardagurinn byrjaði á ístúr með Hauki og Zhaveh og ég fann stað sem er nærri því jafn góður og hóllinn minn góði í Danmörku.


Svo var grillað hjá Hauki sem var nice. Hersteinn mætti líka og hann þykist enn vera unglamb ef eitthvað er að marka þetta Svo var farið í afmæli til Örnu og maður hefði haldið að einhver fegurðarsamkeppni hefði verið í gangi eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Nema hvað, Pétur bauð mér 4 miða á Alice Cooper ásamt baksviðspassa! Þá þurfti gauinn að leggja höfuðið á grillið og velja og hafna. Ég er weak weak man og valdi partýið hjá Örnu ...æi kommon, sjáið kallinn ...sjáið stelpurnar :D Haukur tók fleiri myndir og þið getið séð þær hér


Svo náðist þessi mynd af afmælisbörnunum Örnu og Hersteini.

Ég reyndi að stilla þeim upp eins og þau eru í síðustu bloggfærslu hér fyrir neðan en það var vonlaust að stjórna þessu liði og því sagði ég upp sem uppstillistjóri og hélt áfram kökuáti og bolludrykkju.

Svo fórum við niðrí bæ og þar náðist þessi mynd af ónefndum aðila í röðinni á Oliver!

Kannski hægt sé að nota þessa mynd gegn honum í framtíðinni!? ...kannski ekki.

Farið var á 11 og tjúttað til morguns. Hitti Ingu Dóru og hurru, stelpan bara í bolnum sem ég gaf henni. Orðið "ekki" sést ekki í síðustu setningunni á bolnum ..já Gvendur, vel giskað, mér er sem sagt ekki boðið í næsta afmæli til hennar.



Til hamingju Raggaló!
Raggaló eignaðist á föstudaginn pínkuponsu röggulóing, til hamingju skvísa! Líklegt nafn er víst Nikolai (skrifað rétt?). Ég sem hélt að Guðjón væri alveg gefið:( Ég veit að frændi minn Kakkalakki Parapoki varð líka sár að fá ekki sitt nafn á pjakkinn.

Takk Guggs

Gugga sys var hér á landinu í 2 vikur ásamt Mal og Emil litla og það var fínt að fá systur sína til að stríða og pína eins og í good old days (reyndar var það öfugt farið). Ég hlakka til að sjá húsið þitt í Barcelona, sjáumst aftur hress as a truck!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?