föstudagur, ágúst 26, 2005
Nýja útlitið er fundið! Ég hef verið í mörg ár að leita að sjálfum mér. Ég hef prófað mörg mismunandi göngulög, farið í margvíslega trúarflokka, gengið fjöll, drukkið Súkkó frá Sól en það var ekki fyrr en í gær sem ég fann minn innri mann! Þegar ég fann þessi töfragleraugu og setti þau á mig þá breyttist ég í eitthvað ólýsanlegt, eitthvað out of this world. Ég gekk í Kringlunni í dag með nýju gleraugun og mér leið eins og 007, Blink 182, 101 Rottweilerhundum ..allir horfðu á mig eins og ég væri Guð(jón) ..ég var ekki einhver (Guð)jón útí bæ ..heldur fann ég að allir vildu hluta í mér, eiga mig, dýrka mig, dá og snerta ..og nokkrir gerðu það líka. Þetta eru góðir tímar, sé ykkur öll í Ölympics á morgun, sigur er formsatriði með þessum nýja styrk!
p.s. Ég sé í gegnum föt.
Comments:
Skrifa ummæli