<$BlogRSDURL$>

mánudagur, ágúst 08, 2005

Til hamingju með afmælið Pétur Óskar!
Pétur vinur minn er 26 ára í dag og vil ég óska honum til hamingju með afmælið! Ekki nóg með það að hann eigi afmæli í dag þá er hann kominn í undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann er akkurat núna að keppa og ef hann vinnur sinn leik þá keppir hann til úrslita í dag og þá er ég pottþétt að farað bruna á Hvaleyrina og fylgjast með.

Popppunktur
Ég prófaði þetta spil í fyrsta sinn á föstudaginn hjá Önnu Lind. Við vorum nokkur þar og var spennan alveg í algleymingi nema hvað Anna Lind sá um að svara öllum spurningunum ..ég greinilega veit ekki mikið um tónlist (reyndar var hún oft bara fyrri til að svara;). Við rétt náðum að vinna og því var fagnað niðrí bæ.

I want to take you to a gay bar
Þegar kl var 16 þá sá ég á mbl.is að það væru 40 þúsund manns í bænum og ég bara WOW og hafði samband við Svanhvíti og við fórum strax að búa til nokkra boli til að selja niðrí bæ ..nema hvað við vorum búin að búa til 4 boli kl 19 og þá var bærinn orðinn tómur. Ég ákvað því bara að selja þá um nóttina. Fyrst fór ég í 30. afmæli hjá Ingu Dóru (og ég auðvitað gaf henni bol) ..þetta partý var frábært ..fríar veitingar og vín ..takk fyrir mig! Svo fórum við nokkur niðrí bæ. Eva vinkona Hákons frænda hjálpaði mér að selja forljótan bol sem stóð á "ég er pínu hinsegin". Aðferð: að klæðast einungis bolnum og sá sem keypti fékk ekki bara bolinn heldur flash frá Evu (brjóstasýning fyrir ykkur sem ekki vita). Auðvitað gat Haukur frændi ekki sleppt þessu tækifæri og keypti bolinn á 2500kr! ég held að bolurinn hafi verið í mesta lagi 500kr virði og því fékk hann flashið á 2000kr sem var alveg þess virði að hans mati ..en Haukur ég er með pínu samviskubit ..ég býð þér uppá bjór við tækifæri ..99kr bjór úr Ríkinu. Svo náði ég að selja bol með áletruninni "I want to take you to a gay bar" á 1500kr og annan sem stóð á "Hversu hommalegur er þessi bolur!?". Ég fór ekki inná neina staði heldur var ég bara að flakka á milli fólks að selja bolina sem var MÖKK gaman (en sumir voru RAGIR við að kaupa boli (einkadjók)) ..kannski maður kíki aftur niðrí bæ með nokkra boli um næstu helgi!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?