þriðjudagur, júlí 13, 2004
uss uss ég er búinn að vera latur við að blogga, ég held að ég sé að tapa þeim fáu sem koma hingað inn. Svo er þetta að verða að "ég gerði þetta og svo gerði ég hitt" blogg. Ég held bara að hugmyndajónas minn sé að renna úr rúminu. Allir hugsanlegir topp 5 eða 10 eða eitthvað listar hafa verið notaðir ..reyndar ekki en þú veist (eða þið vitið ef þið eruð t.d. heil fjölskylda að lesa bloggið saman) hvað ég meina. Ætli ég sé að keppa við OC ? "Elskan, OC er að byrja" konan: "get ekki horft, ég er að lesa bloggið hans Gauja". Það versta við blogg (sennilega það besta samt) er að maður getur lesið færsluna hvenær sem er og því er ég eiginlega ekki að keppa við neitt eða neinn nema kannski frítíma hvers og eins. Mín hinsta ósk í lífinu er að fólk taki sér sumarfrí til að lesa bloggið mitt ..það væri svoldið cool (fyrir mig) en svoldið sorglegt fyrir þann sem tók sumarfríið. Yes! Ég fékk hugmynd af topp 5 lista ..veiveiveiveivei..
Topp 5 atriði sem ég óska mér í lífinu:
1. að einhver taki sér sumarfrí til að lesa bloggið mitt (þetta var þegar komið fram)
2. að ég semji einhverntíman jafn gott lag og Eina Ósk (heitir samt örugglega eitthvað annað)
3. að fá aftur símtal frá Geira Ólafs
4. að finna upp frumefnið barrotul
5. að slappa af í baði og allt
venjulega endar bloggfærslan á topp eitthvað listanum en þetta er ekki venjulegur dagur því það er búið að vera mjög kalt úti. Ég var nærri því búinn að fossskalast í vinnunni í dag. Hvernig ætli það sé að búa í Frostaskóli?? Það er örugglega mjög kalt en það hefur kannski ekki svo mikil áhrif því það er alltaf skjól. Það væri öruggelga verra að búa á Rigningogrokrasskatsamtágætlegahlýtt ...æ það er örugglega persónubundið.
maður dagsins: Johnson í Johnson & Johnson (seinni Johnsoninn)
setning aldarinnar: eyrnaskjól eru óþörf í Frostaskjóli
Nú væri gaman að hafa poll og athuga hvort ykkur finnst þessi færsla vera fyndin ..því ég er búinn að reynað vera fyndinn ..held að sumum hafi þótt þetta bara skemmtilegt ..aðrir segja "æj Gaui" og sumir segja: "who the fuck is Alice"
Topp 5 atriði sem ég óska mér í lífinu:
1. að einhver taki sér sumarfrí til að lesa bloggið mitt (þetta var þegar komið fram)
2. að ég semji einhverntíman jafn gott lag og Eina Ósk (heitir samt örugglega eitthvað annað)
3. að fá aftur símtal frá Geira Ólafs
4. að finna upp frumefnið barrotul
5. að slappa af í baði og allt
venjulega endar bloggfærslan á topp eitthvað listanum en þetta er ekki venjulegur dagur því það er búið að vera mjög kalt úti. Ég var nærri því búinn að fossskalast í vinnunni í dag. Hvernig ætli það sé að búa í Frostaskóli?? Það er örugglega mjög kalt en það hefur kannski ekki svo mikil áhrif því það er alltaf skjól. Það væri öruggelga verra að búa á Rigningogrokrasskatsamtágætlegahlýtt ...æ það er örugglega persónubundið.
maður dagsins: Johnson í Johnson & Johnson (seinni Johnsoninn)
setning aldarinnar: eyrnaskjól eru óþörf í Frostaskjóli
Nú væri gaman að hafa poll og athuga hvort ykkur finnst þessi færsla vera fyndin ..því ég er búinn að reynað vera fyndinn ..held að sumum hafi þótt þetta bara skemmtilegt ..aðrir segja "æj Gaui" og sumir segja: "who the fuck is Alice"
Comments:
Skrifa ummæli