<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 27, 2004

hey já ég fór á Prikið á laugardaginn og ég var dansandi við frábæra tónlist, bara hver smellurinn á fætur öðrum (ég vildi að ég ætti þær fætur). Þetta var Pulp, Franz Ferdinand og svoleiðis stöff þannig ég fór uppað dj-inum til að spyrja hann hvað hann kallaði sig ..hann sagði "bara Biggi" þá sagði ég: dj Biggi þá eða? þá sagði hann "nei bara Biggi, eða Biggi í Maus" ..þá var þetta Biggi í Maus og ég tók ekkert eftir því ..vá hvað maður er búinn að vera lengi í Danmörku ..strákurinn var kominn með hár og læti.

Ég auðvitað gleymdi mánudags ljóðinu í gær og síminn hefur ekki stoppað í dag, fólk ekki sátt við að þessi fasti liður hafi gleymdist í gær og margir þurftu að fá áfallahjálp. Ég vil biðja þetta fólk afsökunar ..þetta kemur samt örugglega fyrir aftur though.

gekk niður götuna með fötuna í hendi
settana niður við tjörnina því miður
því öndin andaði á örnin já það er víst siður
höndin henti börnunum með vendi ofaní fötuna

tilbúna band dagsins: Amy749 ..spilar háskólarokk og nu metal
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?