<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 18, 2004

djammið í gær var ok. Byrjaði í rólegu partíi en fór svo í partý dauðans þar sem gaur var með kjaft við mig, hann var tekinn afsíðis af sameiginlegum vini og talaður til ..er alveg viss um að hann komi frá Selfossi eða Keflavík, með fullri virðingu fyrir þessum stöðum (aahahaha). Þegar við fórum svo öll í bæinn þá splundraðist allir í allar áttir og ég endaði einn á 22 sem var bara alltílæ.
Ég er búinn að verað sólbaðast svoldið þessa helgina plús ég fór í sund í dag þannig ég er að líkjast meira og meira einhverjum chokkó. Næsta skrefið er að fá sér sportbíl með spoiler, kaupa mér 20.000kr sólgleraugu, fara á Felix um helgar og syngja "djöfull er ég flottur" (man einhver eftir því viðbjóðs lagi??)
Ein ung stúlka sem ég þekki (nefni engin nöfn ..köllum hana bara Belvu Jóns) sagði svoldið fyndið. Við keyrðum framhjá Kríuhólunum í Breiðholtinu og hún sagði hey alveg eins og í Sódóma ..Kríuhólar 38! aaahahahah! Ég veit að hún er ekki sátt við mig núna og því á hún örugglega eftir að minnast á eitt sem ég vil helst ekki vita af ..það eru taktarnir mínir í brúðkaupi systur minnar í fyrra. Við vorum að horfa á videoupptökurnar af brúðkaupinu og þar er fólk eitthvað að klappa fyrir mér áður en ég held ræðu og ég fagna með því að veifa höndunum uppí loftið og gera eins og ruðningsspilarar svona "hu hu hu hu" ..ohh þetta var ömurlegt að sjá þetta ..ég man ekkert eftir þessu ...æ þið hefðuð þurft að sjá þetta til að skilja, ég ætti því kannski bara að stroka þessa bloggfærslu út?? æ ég nenni því ekki, ég er þegar búinn að strika út 20bls kenningu um efnasamruna boratíns og letaníns.
Ég og Björg bjuggum til þennan hér: (ekki byggt á reynslu nota bene!:)
Hann: elskan, hvort eigum við að ríða eða borða ísinn fyrst?
Hún: við skulum ríða því tillinn þinn er fljótari að bráðna en ísinn.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?