<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júlí 24, 2004

ég missti mig ..en fannig mig aftur ..í fjöru

Brúðarbandið
ég skellti mér á tónleika með Brúðarbandinu í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudaginn. Þetta eru 7 stelpur (1 til eða frá) sem spila mjög svo einfalt rokk en það er þó að svínvirka. Gítarleikarinn kann ekki mikið meira en 3 grip (ætla vona að hún lesi þetta ekki:) en maður þarf ekkert að kunna fleiri grip til að rokka ..þær sýndu það amk. Ekki var þetta nú flókið hjá Sex Pistols og Sid kunni ekki einu sinni á bassa þegar hann byrjaði en þetta band er talið eitt besta pönk band allra tíma. Unnur, bassaleikarinn í Brúðarbandinu var einmitt með okkur á Hróarskeldu en hún hafði klippt af sér Hróarskelduarmbandið ..uss uss ..ég ætlað þrauka amk út ágúst áður en ég tek það af mér ..þetta er svo endlaust cooooooool þið vitið;)

Afhverju strigaskór?? eru þeir búnir til úr striga???

Maður dagsins: vörðurinn í bílageymsluhúsinu á Hverfisgötunni ..cant find a better man eins og Pearl Jam sagði ..annars þekki ég hann ekki neitt ..kannski er hann wife beater eftir allt saman.

Ég sá bók um Morrissey og Marr á Amazon og mig langar að lesa hana ..svo langar mig að lesa ævisögu Johnny Cash og svo líka bók um Jeff Buckley sem ég keypti í San Francisco en málið er að ég hef aldrei klárað bók ..nema kannski einstaka barnabækur eins og Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á sér. Málið er að ég er hálf lesblindur ..eða ég held það ..er ekki hægt að vera hálf lesblindur eða með ákveðið stig af lesblindu eða er þetta eins og að vera óléttur ..annaðhvort eða??

á fóninum akkurat núna: Tindersticks - Simple Pleasure

Tilbúna band dagsins: Brandon and the Borrowers ..ostakent popp, spila oftast á árshátíðum

þessi bloggfærsla minnir (mynnir??) mig á matinn í vinnunni ..samansafn af afgöngum síðastliðna mánuði ..allt sett í einn graut og svo hrært ..with a twist of lemon!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?