<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 14, 2005

Nirvana

Ég tók smá Nirvana session í gær enda svoldið langt síðan ég hlustaði á þetta ágæta band. Ég hlustaði á plötuna In Utero með headphones á meðan ég vaskaði upp og það var alveg magnað, einn besti rokk diskur allra tíma. Ég tel t.d. Nevermind vera popp, í mestalagi popp/rokk eins og Franz Ferdinand diskurinn. Svo hlustaði ég Incesticide sem er mjög skrítinn diskur, taka nokkur Vaselines lög þar. Er ný búinn að uppgvöta Vaselines, vissi alltaf af þeim eftir að Nirvana coveruðu Jesus doesnt want me for a sunbeam á Unplugged plötunni sinni. Tékkið t.d. á laginu You Think Youre a Man með Vaselines ..mjög fyndið og hresst lag. Ég var algjör Nirvana fanatic þegar ég var yngri. Fyrsta platan sem ég keypti var Unplugged in NY en fyrsta platan sem ég eignaðist eftir að hafa stolið henni af systur minni árið 1992 var Nevermind. Ég veit að maður á víst að þroskast uppúr Nirvana og á vissan hátt hef ég gert það, hlusta nánast ekkert á þá en þegar ég geri það þá finnst mér þetta gott stuff. Kurt Cobain var bara mjög klár í að gera ágætis popp/rokk ..þetta gat hann strákurinn.

Topp 6 bestu Nirvana lögin:

1. Lithium
2. All Apologies
3. Heart Shaped Box
4. Smells Like Teen Spirit
5. About a Girl
6. Come As You Are

Dóttir Kurt´s fer bráðum að komast á réttan aldur ..kannski maður reyni að næla sér í hana. Greyið stelpan samt, hún á kannski bara eftir að vera vinsæl á meðal stráka út af pabba sínum þótt hún sé kannski forljót og óspennandi.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?